Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmíðlar Ritstjórar. Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: fsafoldarprentsmiðja. Drelfing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ■'WKm ' ' Dr. Gunni heima og að heiman Snekkíur oa bpuð Afhverju hefur maöur ekkert heyrt af þessum Jóni Ger- ald Sullenberger f marga daga? Þetta mál hans er q svo flókiö aö þaö minn- i ir á Leiöarljós (fátt er flóknara en sá þáttur) og þaö er reyndar ekkert nýtt aö llkja þessu rugli við sápuóperu þvf þaö var gert fyrir löngu f Skaupinu. Nýjasta stuöfréttin úr þessarl átt er um snekkjutollinn sem menn ætl- uöu aö leggja á Bónusbrauðið, flmm krónur á hvert brauð. Mér sýnist hafa þurft að selja svona 30 milljón Bónusbrauö til aö eiga fyrír þokkalegrí snekkju (á 150 millur, sem mér skilst aö sé nonmalverö) og ég get ekki varist þeirri hugsun aö þaö séu helvfti mörg brauð. mörg brauö á árí? Segjum aö hver boröi tvö heil brauð á viku (sem er rfflega reiknað nú þegar brauö er nánast bannaö vegna kolvetnismagnsins) þá í' eru 30 milljón I ' $ brauönokkum V . ' veginn ársneyslan. Bónusbrauöin eru örugglega ekki stór hluti heildar- markaöaríns (ég hef allavega aldrei keypt Bónusbrauö) og þvf Ijóst aö fyrir þessarí snekkju hefur þurft aö safna áratugum saman með þessari aöférö. Enginn safn- ar lengurfyrir hlutunum, a.m.k ekki áratugum saman, enda er ekkert mál aö fá sér drasl á raö- greiöslum eöa meö yfirdrætti. Sé þetta satt meö snekkjutollinn sýnir það bara aö jafnvel millar lifa á steinöld. Hommaklám ekki leyfi til strandbæjarins Sitges viö Barcelona. Þar geröu þeir sér margt til dundurs, fóru ma. á sýningu þar sem tveir fllefldir karlar hömuðust f borunni á hvor öörum á meöan áhorfendur stóðu f hríng og gláptu. ,Og hvernig var (jetta ?', spuröi ég og reyndi aö leyna spenningi [ rödd- inni, ,var þetta ekkert vandræöa- legt?” Ekki fannst þeim þaö, þeir ypptu bara öxlum og annar kfykkti út meö þvf aö segja: ,Eins gott að þetta voru ekki kari og kona því þá heföi ég fengiö sam- viskubit af þvf aö horfa mér til skemmtunar á eitthvað sem ein- hver mundi segja niðurlægjandi fyrir konur.* ,En var þetta ekki agaiega niðurlægjandifyrirykkur og karlmenn f heild?," spuröi ég en þeir hlógu bara. Stefim þéttari byggöar er dæmigerö fyrir ástand, þarsem bugmynda- Leiðari .,v|f frœöi er tekin fram yfir markaðsöfl. Jónas Kristjánsson Skörðóttur hundskjaltur Reykjavíkur Þegar lóðum er úthlutað í Reykjavík fara fyrst lóðir imdir einbýlishús. Þeg- ar lóðir eru boðnar út fara lóðir undir einbýlishús á hæstu verði. Markaðurinn segir okkur, að helzt vanti slíkar lóðir, miklu frekar en lóðir undir íbúðaturna. En mark- aðurinn er ekki spurður álits um lóðir í Reykjavfk. Borgarstjómin hlustar ekki á markaðinn. Meirihlutí hennar hefur tekið trú á hug- myndafræði þéttari byggðar. í stað þess að prófa þessa hugmyndafr æði á nýju svæði og reisa þar mikið af þéttum háhýsum hefur meirihlutinn hvað eftir annað reynt að þétta byggð í gömlum og grónum og gisnum hverfum. Ef þú gengur um Vesturbæinn frá höfn- inni tilÆgissíðu sérðu hverfi frá ýmsum tímum, elzt á Vesturgötusvæðinu, sfðan koma Vellir, Melar og Hagar, hver með sfn- inn heillega svip, þar sem hver er bam síns tíma. Þessi hverfi suður af Vesturgötu hafa enn sem komið er sloppið við stefnu þéttari byggðar. Víða annars staðar hefur borgin búið til skörðótta hundskjafta með því að byggja ný háhýsi í nýjum stfl ofan í gömul smá- hýsi í gömlum stflum. Alls staðar hefur þetta leitt til sárinda og reiði fólks, sem fyrir er á staðnum. Það hefúr skrifað undir mótmæli og mætt á fúndi til að mótmæla. Sumir mótmæla því að missa útsýni, aðrir mótmæla breyttu eðli hverfisins. Siunir vísa til fyrra sldpulags, sem áttí að verja þá gegn ofbeldinu, sem felst í þéttíngu byggðar. Aðrir vísa til hefðar, er komin var á það ástand, sem var áður en þétting hófst Öllum þessum rökum hafnar borgin. Stefna þéttari byggðar byggist á því of- beldi, að meirihlutí borgarstjómar hlustar á nokkra hugmyndafræðinga en ekki á mark- aðinn. Hún byggist lflca á, að borgin fæst ekki til að prófa fanatfldna á afviknum stöð- um, heldur steypir hana upp úr gamalgrónu ástandi, sem breytíst í skörðóttan hunds- kjaft. Meirihlutinn í Reykjavík breytír borginni ekki í París, þótt hann margfaldi nýtingar- hlutfall fólks á fermetra með því að planta háhýsum í gömul hverfi. Hann framleiðir bara óvild og hatur íbúanna, sem vilja búa við fyrra ástand. Hann þjónar ekki heldur því fólki, sem vill kaupa lóðir fyrir einbýli. Stefria þéttari byggðar er dæmigerð fyrir ástand, þar sem hugmyndafræði er tekinn fr am yfir markaðsöfi. Það mun leiða til, að skipt verður um meirihluta í næstu kosning- um. Rikisutvapp; dyr i útrymingarh æ ttu FRA ROYAL ALBERT HALL TIL GRÍMSEYJAR 1 staoir sem Stu menn eiga eftir að troða upp á Taj Mahal Þar sem ástin blómstrar. HOLLVINASAMTÖK RÍKISÚTVARPSINS er furðulegur félagsskapur fólks sem sendir stundum frá sér yflrlýsingu um eitt og annað sem tengist rekstri ríkisins á sjónvarpsstöð og útvarps- stöðvum. Síðast í gær birtist í flestum blöðum áskorun frá þessum samtök- um til hugsanlegra umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Hollvinasam- tökin skora á hæft fólk til að sækja um. Þau vilja ekki sjá óhæft fólk á meðal umsækjenda. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR, fram- kvæmdasjóri Frjálslynda flokksins og dóttir Sverris Hermanssonar, er formaður samtakana. Þau eru full af Fyrst og fremst fólki sem á það eitt sameiginlegt að hafa ekki vit á útvarps- og sjónvarps- rekstri og líta á Ríkisútvarpið sem dýr í útrýmingarhættu, enda fuliyrða þau að Ríkisútvarpið hafi dregist aft- ur úr öðrum fjölmiðlum, sem merkir á mannamáli að einkareknu fjöl- miðlamir em einfaldlega að gera miklu betur. SAMT ER ÞESSISKEPNA, Ríkisútvarp- ið, með tvo og hálfan mUljarð í for- gjöf. En það dugar ekki tU, svo vonlaus er reksturinn. Það er líka löngu búið að sanna að við getum vel lifað ,Og reksturinn á þessu ári verður voníaus þrátt fyrir niðurskurð og millj arða frá ríkinu." Surtshellir Frábært sánd. Öndergránd- ið í London Spennandi staður til að spila á. án Ríkisútvarpsins og gætum notað peningana í eitthvað annað. Kannski í að borga niður skuldir eða jaflivel búa tU innlent eflfl. Einkastöðvamar em miklu betri í því nú þegar og hafa vinninginn, án forgjafar frá ríkinu. HOLLVINASAMTÖK RISAEÐLUNNAR í Efstaleiti mættu huga að því að gerast bara Óvinir Ríkisútvarpsins. Þau vita aUavega innst inni að það er harla ólfldegt að mjög hæfur einstakling- ' , ur fáist í stól út- varpsstjóra. Reksturinn á þessu ári verður von- laus þrátt fyrir niðurskurð og miUj- arða frá ríkinu. Þetta mættu HoUvin- imir hafa á bakvið eyrað þegar deU- umar hefjast um ráðningu nýs út- varpsstjóra. mikaei@dv.is Bagdad I bláum skugga á leið til friðar. Strætó fyrir fólk í Fréttablaðinu í gær kvarta íbúar við Suðurgötu sáran yfir strætis- vagnaferðum í götunni, sem fjölgar þegar nýtt leiðarkerfi Strætó bs. verður tekið í notkun. Benedikt Stef- ánsson, íbúi við Suðurgötu, segir: „Þetta verður hryllilegt." Nú er það svo að þeir sem að kjósa að búa í miðbænum verða að sætta sig við ailt sem þvífylgir, til dæmis umferð og almennings- vagna því ómögulegt er að láta strætisvagna aka eingöngu um þar sem ekkert fólk er. í miðborginni er mannhaf sem þarf að komast ferða sinna, til dæmis með strætó. Ef Benedikt vill frið skal honum bent á Stokkseyri. Þar er enginn strætó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.