Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Fréttir DV Bergljót Davlðsdóttir skrifarum dýrin sln og annarra á mánudögum IDV. Kong fyrir orkuríka unaa KONG heitir þetta leikfang og vísast eiga það einhverjir. En þeir sem ekki eiga svona KONG ættu að fá sér það sem fyrst. Það er hægt að panta á netinu en slóðin er: http://www.kongcompany.com. Þeir sem notað hafa þetta leikfang vita hvað það er gott fyrir hundana. Það þreytir þá ótrúiega mikið að fást við að ná úr því góðgætinu sem sett er í það, en það má vera hvað sem er. Einkum er það fínt fyrir orkumikla og órólega hunda en þeir geta dundað lengi við að ná út úr því namminu en þeir þegja að minnsta kosti á meðan og eru ekki að gera neitt af sér. i Tokyo í Hafnarfirði er til eftir- Ifking af KONG en það kostar þar 480 krónur og í Dýralandi í Kringlunni fæst einnig eftirlfking sem kostar 680. Hver munurinn er, ef hann er þá nokkur, er ekki vitað. Orðhe^pjjnr^|>áfagaukur kemur Páfagaukur að nafni Paquita er kominn í frægra tölu í El Salvador eftir að hafa aðstoðað lögregluna við að handtaka hóp þjófa. Einn af þjófunum stal páfagauknum þegar hópurinn braust inn f hús í San Salvador. Þegar flótta- bíllinn var stöðvaður af lögreglu vegna reglubundins eftirlits kallaði fuglinn hástöfum: „Rán! Rán!“ Þótti þetta ögn grunsamlegt svo skottið var opnað og viti menn, þar var ránsfengurinn. Heppilegt orðaval fuglisins orsakaðist af því að eigandi hans hrópaði „rán“ þegar innbrotið átti sér stað. Fuglinn tók upp á því að herma eftir og gerði góðverk í leiðinni. Hundabúr - Hvo/pagríndur Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Op'ð: mán. til fös. 10-18 Hafnarfirði Lau. 10-16 S. 565-8444 Sun. 12-16 Æstur asni gerður ótlægur Asni nokkur sem kallast Aga hefur tímabundið verið gerður útlægur frá hjörð sinni sem staðsett er í þjóðgarði í Króatíu. Aga lét ekki kvenkyns meðlimi hjarð- arinnar í friði vegna kynferð- islangana og var í sífellu að hoppa á þær. Asnahjörðin hefur hingað til verið mikið að- dráttarafl fyrir ferðafólk og þeg- ar kvartanir bárust þess efrtis að Aga gerði ekkert annað en að angra aðra asna tóku gæslu- menn þjóðgarðsins málið í sínar hendur. Aga var fluttur til eyði- eyjunnar Dugi Otok og verður hann þar þangað til hann róast niður. Hann var nefnilega farinn að hafa neikvæð áhrif á hjörðina í heild því asnamir vom ekki lengur vingjarnlegir við ferða- fólk. Þeir vom of uppteknir af því að fela sig fyrir Aga. Að sögn gæslumanna virðist hjörðin vera ánægð og afslöppuð eftir flutn- ing ólátabelgsins. mundir að koma sér á spjöld sögunnar. Það vill nefnilega svo til að það er gríðarleg eftirspurn eftir málverkum apans, en hann málar í frístundum sínum. Verkin þykja afar vegleg og hafa þau selst dýrum dómum. Til að byrja með tók starfsfólk dýra- garðsins vinsældir listaverk- anna ekki alvarlega en það breyttist þegar fólk tók upp á að bjóða háar upphæðir fyrir mál- verkin. Orðspor listhneigða apans hefur meira að segja náð út fyrir landsteina Ástralíu því verk eftir hann vom seld á upp- boði í London fyrir stuttu. Sigríður Sólveigardóttir, eini ræktandi Chinese Crested-hunda á landinu, er með Qóra hvolpa nú, þar af tvo loðna. Þeir eru fyrstu loðnu Crested-hvolparnir sem fæðst hafa hér á landi. Sigríður hefur ekki ráðstafað þeim öllum, enda segist hún vanda sig mjög við það og sé hrein martröð fyrir hvolpakaupendur. — „Eg féll fyrst fyrir tignarleika þessara hunda en þegar ég kynntist þeim nánar var ekki erfitt að falla fyrir geðslagi og karakter þeirra," segir Sigríður Sólveigardóttir sem rekur fyrirtæki Comfort og er hundaeigendum vel kunnug. Sigríður er eini ræktandi Chinese Crested-himda hér á landi og hefur þegar fengið tvö got. Þessir hundar em þeirra eiginleika að vera hár- lausir, ef frá er talið fax og loðnir fæt- ur. f fyrsta gotinu hennar fæddist þó aðeins einn hvolpur, en fyrir tæpum sex vikum bættist í hópinn svo um munaði. Þá gaut Bleaze, ein tíka hennar, fjómm hvolpum og þar af Sigríður Sólveigardóttir ræktandí með tfkina sína hana Bleaze og hvolpana hennar Þeireru óvenjulegiren glsesilegir þessir hundar, hárlausir á búkinn og meö hár á höfði, rétt eins og viö. tveir loðnir. Þeir er fyrstir sinnar teg- undar á landinu. „Það var óskaplega skemmtilegt að fá þessa fjóra hvolpa sem allir þrífast mjög vel, en það sem gerir þetta got enn ánægjulegra er að fá þessa loðnu,“ segir hún ánægð og glöð með öll litlu dýrin sín. Húð þeirra er mjúk og slétt Sigríður segir að mikils misskiln- ings gæti með þessa hunda, margir haldi að það sé ógeðslegt að koma við þá en auðvitað sé það ekki svo. „Það er rétt eins og að koma við venjulega húð, en hún er bæði mjúk og slétt viðkomu. Fólk áttar sig á þvi um leið og það kemur við þá,“ segir hún og bætir við að það sé bónus að þeir fara ekki úr hárum svo neinu nemi eðli málsins samkvæmt. Sigríður segir Chinese-hundana mikla vini vina sinna, afar hús- Tveir loðnir og tveir án hára Þessir loðnu eru þeir fyrstu sinnar tegundar á landinu Pósað fyrir Ijósmyndarann Er hægt aö hugsa sér eitthvað æö- isiegra en sex vikna hvolpa? „Eg er martröð hvolpakaupenda enda spyr ég ótrúleg- ustu spurninga. Mér er hreint ekki sama hvertþeir fara og vil velja heimili fyrir þá eins vel og ég get." bóndaholla, trausta og trúa. „Þeir eru einkar harðgerðir og þurfa ekki föt til að vera í úti. Vissulega klæði ég þá á veturna en ekki ef þeir fara rétt út til að pissa. Á sumrin verður húð þeirra dökk, rétt eins og okkar af sól- inni en lýsist á veturna. Nú þarf Sigríður að fara að huga að heimilum fyrir hvolpana en það er mikill vandi. „Ég er martröð hvolpakaupenda enda spyr ég ótrúlegustu spurninga. Mér er hreint ekki sama hvert þeir fara og vil velja heimili fyrir þá eins vel og ég get,“ segir hún og bætir við að það skipti mestu að hvolparnir fái góð heimili. Tignarlegar og glæsilegar hreyfingar „Crested-hundar eru varir um sig og vaða ekki að ókunnugum. Það þýðir ekki að ala þá upp með hörku enda þarf ekki slfkt og þeir gelta til að mynda sama og ekki neitt,“ segir Sigríður ánægð með hópinn sinn, en hún á þrjá fullorðna hunda auk hvolpanna. í gær komu svo til landsins tvær tíkur frá Frakklandi sem munu eiga framtíðarheimili hjá Sigríði f sveitinni á Kjalarnesi. bergljot@dv.is Mér þótti sorglegt, í fríi vestur á fjörð- um, að lesa frétt á baksiðu m(ns eigin blaðs í fyrri viku. Þar var rætt við þekkta drykkjukonu, sem oft hefur komist (kast við lögin, um týndan hund hennar.Kona þessi hafði verið við drykkju á bar með hundinn (búri en tapað honum. (þynnkunni hafði hún samband við DV sem birti frétt um hvarf hundsins. Mér finnst það sorglegra en nokkrum tárum taki að vita til þess að drykkju- fólk, sem ekki getur einu sinni borið Skoðun Beggu ábyrgð á sjálfu sér, skuli án allra vand- kvæða komast yfir hund og vera síðan með hann á þvælingi milli bara.Og ég spyr: Hver hugsar um þennan blessaða hund þegar eigandi hans gleymir sér á drykkjutúrum hér og þar um landið? Ég hef það fyrir satt, en sel það ekki dýrara en ég keypti það,að þessi kona hafi labbað sér upp að Dalsmynni og valið sér hund, skrifað undir eitthvað plagg og gengið út með lítinn hvolp. Þar á bæ er nefnilega aðeins horft á peninga eða skuldaviður- kenningu og þeir sem þangað fara til hvolpakaupa fara yfirleitt ekki út án hvolps. Heimilisfólkið þar skiptir sér ekki af né hugleiðir hvemig fólk það er sem kaupir af þv( lifandi dýr. Ég get ekki annað en harmað hversu sorglega Ktið eftirlit er hér á landi með fólki sem misbýður dýrunum sínum. Hér á landi vantar allt eftirlit. í besta falli eru dýr tekin af fólki, send að Leir- um eða (Kattholt. Ef viðkomandi sækir (að fá dýrið aftur, þá fær hann það nær undantekn- ingarlaust. Punktur og sama sagan endurtekur sig, það er að segja ef dýrið lifir áfram við þær að- stæður sem þessar manneskjur bjóða þv(. Það er kominn tími til að dýra- verndarlög verði endurskoðuð og þau endurbætt. Ég vil sjá virkt eftirlit, en best af öllu væri að hér væri starfandi dýralögga sem hægt væri að kalla til ef grunur leikur á að dýr búi við slæman aðbúnað og illa meðferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.