Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Sport DV Mourinho hrósar Phillips lose Monrinho, knattspymu- stjóri Chelsea, er himhrlifandi yfir að hafa fengið vængmanninn unga, Shaun Wright-Pliillips, í sínar raðir og segir hann einn besta leikmarm Englands. „Phillips er einn besti leikmaður Englands í dag og hefur yfir öllimi þeim hæfileikum að ráða sem nú- tímaknattspyrnmnenn þurfa að liíifa. Hann er fljótur, utsjónar- samur og skapandi og á eftir að reynast okkm mjög mikilvægur í vetur. Við lentum í vandræðtmr þegar Aijen Robben og Damien Duft' meiddust í fyrra, en með til- kornu Phillips er íjóst að viö höf- um fjóra sterka kantmenn í hópn- um og þ\i ættum \ið að vera mjög vel settir á því sviði á næstu leiktíð," sagði Mourinho. Lyon setur verðmiða á Essien Frönsku meistaramir í Lyon í Frakklandi hafa sett verðmiða á hmn óánægða miðjumann sinn, Mickael Essien, og vilja fá jafmnikið fyrir haim og Chelsea ætlaði sér að bjóða í Steven Gerrr- ard hjá Liverpool á sfnum tíma. „Essien vill greinilega fara frá fé- laginu, en við metum stöðuna þannig að við eigum mun betri möguleika á að vinna meistara- deildina ef hann verður áfram hjá okkur. Það er þó ekki gott að vera með mann í hópnum sem vill ekki leika með liðinu, en við árétt- um að hann er ekki til sölu nema fyrir rétt verð og ef Chel- í sea ætlar sér að fá 'SSLþjBl verða þeir bjóöa það sama og HHV 'm ' þeir vom tilbúinir aö borga fyrir w Gerrard, eða 32 * ' milljónir punda." sagði forseti Lyon. Wenger fúll út í Sevilla Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal er æfúr út í forráða- menn Seviila á Spáni, eftir að þeir hótuðu að kæra Arsenal ti! Al- þjóðaknattspyTnusambandsins fyrir að eiga ólöglegar viðræður \ið brasilíska framlierjann Julio Baptista. Wenger hefur varið gjörðir sínar og segist ekki með óhreint mjöl f pokahominu. „Við vorum búnir að ræða við Seviila, en einhvern tíma verður inaður auðvitað að ræða við ieikmann- inn sjálfan," sagði Wenger. „Þegar maður er að undirbúa tilboð f leikmann verður maður auðvitað aö ganga úr skugga run að hann \ilji ganga til liðs við okkur, ann- ars væri nú lítið vit í að eyða púðri í aö tala við hann,“ sagði hann. 'I'alið er \ að Arsenal sé nú konúð á fremsta / '^wh . hlunn 1 'í’* W með aö flf j \ landaBaptista ,/ j > og að veröið sé á . ' ” ^ svipuðu bili og L \ þeir fengu fyrir f I Patrick Vieira á j_. dögunmn, eða f nálægt 14 j milljónum punda. Landslið íslands í hestaíþróttum, sem fer á heimsmeistaramót íslenska hestsins 1 Svíþjóð um mánaðamótin, var kynnt í gær. Sigurður Sæmundsson, liðsstjóri lands- liðsins, segir valið hafa verið erfitt, enda mikil gróska í hestaíþróttum hér á landi sem og erlendis. Landsllölö í hestaíþróttum Þaö besta fra aaatiafi Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Norrköping í Svíþjóð dagana fyrsta til sjöunda ágúst, og er búist við því að þúsundir fs- lendinga muni leggja leið sína til Svíþjóðar. Sigurður Sæmundsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir landsliðið líklegt til afreka að þessu sinni því margir frambærilegir knapar geta blandað sér í baráttuna um heims- meistaratitla. „Það hefur aldrei fyrr verið meiri áhugi á hestaíþróttum á íslandi. Það eru margir góðir knapar sem hafa metnað til þess að standa sig vel. Það var því erfitt verkefni að velja í landsliðið, en ég er sannfærður um að þetta lið á eftir að ná góðum árangri. Ég telþetta vera eitt glæsileg- asta landslið Islands sem farið hefur á heimsmeistaramótið." Þúsundir til Svíðþjóðar Mikill fjöldi íslendinga fer á heimsmeistaramót íslenska hestsins og er talið líklegt að hátt í fimm þús- und manns muni fara til Norrköping í tengslum við mótið. Sigurður Sæmundsson segir heimsmeistaramótin vera skemmti- legan viðburð. „Það er alveg yndisleg stemming á þessum mótum. Þetta er „Þarna fær fólk áhuga á því að koma til ís- lands tilþess að ferð- ast um landið, og svo auðvitað fær það áhuga á íslenska hest- inum. Þettaer ómet- anleg kynning fyrir land og þjóð." eins konar útihátíð í bland við mikla keppni. Áhugi á íslenska hestinum í Svíþjóð hefur aukist mikið á síðustu árum. Það er virkilega ánægjulegt hvað áhuginn hefúr aukist víða í Evr- ópu, en í fyrstu var þetta að mestu bundið við Þýskaland. í allri Skandin- avíu hefur eftirspurnin eftir íslenska hestinum aukist mikið á síðustu árum, og er heimsmeistaramót ís- lenska hestsins stærsti markaðurinn fyrir þá sem vilja kaupa sér íslenskan hest.“ Sigurbjöm Bárðarson segir mikla og góða landkynningu fara ffain á heimsmeistaramótinu. „Þetta er helsta mark- ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Knapar sem tryggðu sér keppnisrétt samkvæmt lykli Hinrik Bragason á Sæla frá Skálakoti Sigurður Sigurðarson á Silfurtoppi frá Lækjarmóti Sigurbjörn Bárðarson á Sörla frá Dalbæ II Styrmir Árnason á Hlyn frá Kjarnholtum I Bergþór Eggertsson á Lótus frá Aldenghoor Rúna Einarsdóttir Zingsheim á Nona frá Mosfelli Vignir Jónasson á Hrannari frá Svaða-Kol-Kir Ungmenni . Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Vin frá Minni-Vollum Valdimar Bergstað á Feykivindi frá Svignaskarði Sigurður Straumfjörð Pálsson á Prins frá Syðra- Skörðugili Munu verja heimsmeistaratitil Jóhann Skúlason á Hvin frá Holtsmúla Berglind Ragnarsdóttir á Krapa frá Akureyri Sigurður V. Matthíasson á Reyni frá Hólshúsum Kynbótahross valin í landsliðið Marel frá Feti. Einkunn: 8,39. Fimm vetra stóð- hestur. Knapi: Daníel Jónsson Von frá Efri-Rauðalæk. Einkunn: 8,18. Fimm vetra hryssa. Knapi: Baldvin Ari Guðlaugsson Snorri frá Sauðanesi. Einkunn: 8,29 Sex vetra stóðhestur. Knapi: Baldvin Ari Guðlaugsson Mafstjarna frá Útnyrðingsstöðum. Einkunn: 8,45. Sex vetra hryssa. Knapl: Þórður Þorgeirs- son Númi frá Þóroddsstöðum. Einkunn: 8,66.5jo vetra stóðhestur. Knapl: Daníel Jónsson Hekla frá Oddgeirshólum. Einkunn: 8,40. Sjö vetra hryssa. Knapi: Sigurður V. Matthfasson aðsátak fyrir íslenska hestinn sem fram fer hverju sinni. Þama fær fólk áhuga á því að koma til íslands til þess að ferðast um landið, og svo auðvitað fær það áhuga á íslenska hestin- um. Þetta er ómetanleg kynning fyrir land og þjóð, og alla þá fjölmörgu aðila sem starfa í ferðamennsk- unni hér á fslandi." Viðskipti fyrir tugi milljóna Utrás íslenska hests- ins til Evrópu, og Banda- ríkjanna líka, er töluvert stór atvinnugrein hér á landi. Á heimsmeistara- mótinu eru mgir hesta seldir fýrir tugi milljóna króna, en verðið getur farið allt upp í tíu millj- ónir króna fyrir hvert hross. „Það eru margir sem fara á mótið með hross sín og selja þau þar á góðu verði. Eftir- iw‘,le9Ur hÓpur Lan*lið íslands var að ^ppam^ZdháZóZVhhrhJd1 um S£3SBS*»ÍÍSSK DV-mynd Stefán spumin er mikil og svo er þetta mikilvægasta markaðsátak sem við fömm í hverju sinni. fslenski hesturinn er auðveldari og þægilegri í umgengni heldur en margar aðrar skepnur og það heillar útlendinga al- veg eins og okkur íslendinga," segir Sigurður. Ætla sér að ná góðum árangri Landsliðsfólkið ætlar sér að ná góðum árangri á mótinu í Svíþjóð, og segir Sigurður Sæmundsson allar for- sendur vera fýrir hendi til þess að markmið keppenda náist á mótinu. „Allir liðsmenn landsliðsins að þessu sinni em reynslumiklir knapar sem hafa unnið mörg mót í gegnum tíð- ina. Ég bind vonir við að knapamir toppi árangur sinn hingað til í Sví- þjóð, og er alveg viss um að þeir hafi getu til þess." magnush@dvJs Franski ökuþórinn Sébastien Loeb skráöi nafn sitt á spjöld sögunnar Sigraði í sjöttu keppninni í röð Sébastien Loeb, sem ekur á Citroen, hefur borið höfuð og herð- ar yfir aðra rallökumenn á þessu ári og sigurinn í Argentínukappakstr- inum á sunnudaginn var sá sjöundi á keppnistímabilinu. Þótt tímabil- inu sé ekki lokið varð sá franski fyrsti maðurinn til að vinna sjö keppnir á einu og sama tímabilinu og skráði sig þar með rækilega á spjöld sögunnar um helgina. Loeb kom í mark tæplega hálfri mínútu á undan næsta manni, Finnanum Marcus Grönholm á Peugeot, þótt hann hefði ekið varlega á sfðustu sérleiðunum og tekið litlar áhættur til að tapa ekki forskoti sínu. Þriðji varð Norðmaðurinn Petter Solberg, sem ekur á Subaru. „Ég get ekki verið annað en ánægður með árangurinn. Tvö met, sex sigrar í röð og sjö í heildina í ár er vonum framar hjá mér. Ég er líka mjög ánægður með að hafa náð að klára þessa keppni, því aðstæður hér í Argentínu voru oft erfiðar. Þessi sigur var tvímælalaust sá erf- iðasti á tímabilinu, því við þurftum að glíma við snjó og hálku," sagði Loeb, sem lenti ekki aðeins í snjó og hálku, heldur líka í árekstri við naut sem villtist inn á brautina á einni sérleiðinni. Bíll hans skemmdist nokkuð og aflífa þurfti nautið, en það kom ekki í veg fyrir að sá franski sigraði enn eina ferðina. „Þótt ég hefði þokkalega forystu gat ég aldrei slakað neitt á og þurfti að halda fullri einbeitingu, því þeg- ar aðstæður eru eins og í þessari keppni má ekkert út af bregða hjá manni," sagði Loeb, sem hefur 27 stiga forystu á Petter Solberg þegar sjö keppnir eru eftir á tímabilinu og því virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur hans í ár. baldur@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.