Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7 9. JÚLf2005 F/éttlr xrr Hrafn Gunnlaugsson þurfti aö leita til Guðmundar Þ. minkabana Björnssonar til að vinna á minkum sem voru orðnir nágrannar hans á Laugarnesinu. Fuglalíf er 1 rúst úti á nesinu en fimm minkar voru drepnir og greni unnið. Víkingaminkar gera Hrafni lífið leitt Fjarðarál byggir íþróttahús Undirritaðir hafa verið samningar milli Fjarða- byggðar og Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. um bygg- ingu íjölnota íþróttahúss á Reyðarfirði. í húsinu verður knattspyrnuvöllur með gervigrasi og hundrað metra hlaupabraut ásamt stökkgryfju og áhorfenda- svæði. Byggingarkostnaður er áætlaður um fjögur hundruð milljónir króna og er það Alcoa/Fjarðarál sem styrkir verkið um rúmar áttatíu og fimm milljónir króna. Gert er ráð fyrir að húsið verði afhent í maí á næsta ári. Landsíminn „Þaö er allt gott að frétta héö an úr Hveragerði,"segir Kríst- inn Grétar Harðarson tækni- maðurog umsjónarmaður blómstrandi daga.„Undirbún- ingur fyrir blómstrandi daqa erkom- inná fullt og mikil eftirvænting í loftinu. Þaö veröurþétt dag- skrá ogmunu meðal annars Jón Ólafsson og Hildur Vala troða upp. Jafnframt á björg- unarsveitin á svæðinu þrjátlu ára afmæli og veröur líka dag- skrá i kringum það.Annars er alltafverið að byggja á fullu hérna og mannlifið blómstrar sem aldrei fyrr. Vændiskonur á Barnalandi Bamalandmæðrum er ekkert heilagt. Á spjailsvæð- inu er nú í gangi könnun þar sem einfaldiega er spurt: „Ertu vændiskona?" sem vekur athgli er að 22 hafa svar- að spumingunni játandi, og ekki nóg með það heldur segjast 26 tii viðbótar að þær séu það ekki en væm til í það. Til að toppa þetta segja svo sextán í viðbót að þær hafi verið það en séu það ekki lengur. Yfirgnæfandi meiri- hluti hefúr þó svarað spum- ingunni neitandi, eða 526 mæður. Tekið skal ffam að könnunin er með óformieg- asta hætti og ber að taka með fyrirvara. Þyrlueftirlit á hálendinu Lögreglan á Fivolsvelli var í gær með þyrlueftirlit á hálendinu. TVeir lög- regluþjónar fóm á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF SIF, til eftirlits við Skafta- fellssýslu, Ámessýslu og víðar, mest við fjölfama ferðamannastaði og leiðir. Að sögn lögreglu er helst haft auga með því hvort að menn séu að aka undir áhrifum áfengis eða utan vega. Áætlað er að lögregl- an fari í fleiri slíkar ferðir um hálendið í sumar. „Ég sá eitthvert kvikindi sem hvorki var köttur né rotta,“ seg- ir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Dýrið sem Hrafn sá reyndist minkur og á tiltölulega skömmum tíma var allt orðið krökkt í námunda við hús hans á Laugamesinu. Hrafn sá þrjá minka fljótlega eftir þetta og leitaði þá til Guðmundar minkabana Bjömssonar. Meindýraeyðirinn hef- ur nú unnið minkagreni rétt við heimili Hrafns og drepið fimm kvik- indi. Fuglalífið í molum á nesinu „Þetta er einhverjir vikingamink- ar," segir Hrafii sem er helst á því að þeir hafi verið að sækja í DVD-diska með meistaraverkinu Hraihinn flýg- ur. Þrátt fyrir meintan góðan smekk þessara minka vom þeir famir að gera Hrafni lífið leitt og þá ekki síður öðmm íbúum á Laugamesinu. „Þrjú andapör eiga þar hreiður en allir ungar eru horfnir og öndin stygg. Enginn hrossagaukur fyllir loftið þyt og stelkur- inn er horfinn af staurunum." Engin miskunn Minkarnirfimm sem Guömundur drap virðast hafa veriö hinir öflugustu. Hrafn segir allan fuglasöng horfinn úr nesinu. Þrjú andapör eiga þar hreiður en allir ungar em horfnir og öndin stygg. Enginn hrossagaukur fyllir loftið þyt og stelkurinn horfinn af staurunum. Hrafri telur það nokkrum tíðind- um sæta að minkurinn sé farinn að búa sér ból svo nærri byggð. Minkurinn gaut nánast inni í stofu Guðmundur minkabani segir alls ekki einstakt að minkur sé drepinn svo nálægt byggð en grenið var í um Hrafn og Guðmundur minkabani Minkur hafði gert sér greni tuttugu metra frá húsi Hrafns Gunnlaugssonar. Fimm minkar voru drepnir en þeir hafa gert óskunda I fuglalifi á nesinu. 20 metra fjarlægð frá húsi Hrafns. „En það er náttúrlega einstakt að þeir gjóti nánast inni í stofu." Þó nokkuð er um að hann sé kallaður út vegna minka víðsvegar um höfuð- borgarsvæðið. „Kvikindin halda sig þó einkum við laxveiðiámar, Kjalar- nesi og við Elliðaámar." í nógu er að snúast hjá Guð- mundi og ekki laust við að honum þyki nóg um þegar talið beinist að ýmsum gæludýram sem fólk er farið að halda - svo sem rottur. Innflytjendum sýnt of mikið umburðarlyndi Hrafn hefur lýst sig eindreginn stuðningsmann þess að innflytjend- ur fái að koma óhindrað til íslands. Þetta hefur ekkert breytt skoðun hans á því þótt minkurinn teljist til innflytjenda og megi heita skaðræð- isskepna eins og þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst. „Mér þykir vænt um minkinn," segir Hrafii. Að hans mati er einkum tvennt sem er vandinn við innflytjendur og sá vandi býr í viðhorfi þeirra sem fyrir em. Annars vegar er skortur á um- burðarlyndi og ekki síður hin vitleys- an sem er endalaust umburðarlyndi. Hrafn segir innflytjendur í góðu lagi svo fremi að þeir læri að semja sig að umhverfinu. Það gátu þessir minkar ekki gert og fengu að gjalda fyrir með lífi sínu. jakob@dv.is Skæður minkur Fuglalifið hefur látið á sjá eftir að minkurinn tók sér bólfestu á Laugarnesinu. DV-myndir Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.