Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Menning DV Þegar skuggarnir skerpast Ingibjörg M. Alfreðsdóttir Útgefið afhöfundi 2005 Leiklist Svikul og eyðandiást Þegar skuggamir skerpast er fyrsta ljóðabók Ingibjargar M. Al- freðsdóttur, en áður hafa birst eftir hana ljóð í Tímariti Máls og menn- ingar. Yrkisefrii Ingibjargar eru af margvíslegum toga en þó eru fyrir- ferðarmest þau ljóð sem endur- spegla svikula eða eyðandi ást. Stundum ávarpar Ijóðmælandi þann svikula beint og í þeim ljóðum ríkir ákveðin beiskja og reiði, allt að því hatur eins og í glöggt má sjá á broti úr ljóðinu Faröu vel: Árin sem eru farin, / skilja mig eftir / með gneistandi augu. / Formælingar. /Farðu vel. í öðrum Ijóðum er nátt- úran látin endurspegla tilfinningar ljóðmælanda, gjaman í formi sker- andi dagsbirtu sem afhjúpar ein- semd og örvæntingu. Fjöllin em há- vær og klettarnir órólegir, vægðar- laus birtan blindar og ljóðmælanda finnst sem hvergi sé griðastað að finna: Óvarin og óviðbúin bíð ég sumarins I jaðri /skuggans. Vonast enn einu sinni eftir / kraftaverki, verndarhendi. í ljóðinu Hælbítar, sem er að mínu mati eitt besta ljóð bókarinnar, er dregin upp mynd af háskalegum mönnum sem þekkjast á hljómiausri röddinni og hlátrinum sem minnir á hýenur. Þeir bíða fær- is líkt og blóðsugur og þegar þeir hafa gómað bráð sína er of seint að bíta frá sér, eins og segir í ljóðinu. Þannig birtist víða hættan sem fylgt getur ástinni, eða fyrirheiti um ást, svo og vonbrigði yfir brosmum draumum en þó ljóðmælandi hafi brennt sig þorir hann enn að elska, ákallar ást sína og biður hana um að fara um sig höndum líkt og segir í ljóðinu Vorblót. Þó sársauki, söknuður og horfin ást séu áberandi í ljóðum Ingibjarg- ar er líka ort um gleðina og fegurð- ina t.d. í skemmtilegu og kám ljóði sem fjallar um sólþyrsta stráka, bera að ofan, ijúkandi malbik og ang- andi gras. En eins og fyrr segir em særindi, svik og einsemd meginstef bókarinnar og segja má að sársauk- inn ríst hæst í ljóðinu Snerting. 1 Þegar s'ársaukinn lokastinni, jámaöur í þögn, verður snerting aö dauöaklípum. Allt verður Bmbulkalt, líkaminn víravirki. Einungis orö eöa bergmál geta losaö um stjarfann ogmiskunnað. Ingibjörg M. Alfreðsdóttir yrkir af fæmi og tilfinningu og þó yrkis- efni og myndmál sé á stöku stað ei- lítið laust í reipunum era þau fleiri ljóðin sem hreyfa við lesandanum og gefa þannig fyrirheit um frekari landvinninga höfundar á lendum ljóðsins. Sigríöur Albertsdóttir Uppselt á tónleika Emilíönu í Nasa - Aukatónleikar í Fríkirkjunni Það styttist (vikulanga heimsókn Emilíönu Torrini hingað upp. Fyrir helgi seldist upp i á tónleika hennar (Nasa þann 21 .júlf. Það hefur þv( verið ákveðið að halda aukatón- leika f Frfkirkjunni f Reykjavík þriðjudaginn 26. júll kl. 20.30 þegar hún snýr suður eftir fjórðungstónleika hennar fýrir vestan, aust- an og norðan. Miðasala hefst f verslun 12Tóna og á midi.is f dag kl. lO.Takmarkað magn miða er f boði á þessa einstöku tónleika (Frfkirkj- unni. Sala gengur vel á tónleika hennar á landsbyggðinni, en þeir verða (beinu fram- haldi af spili hennar og söng (Nasa, þann 22. júlf kl. 21 f Bolungarvfk - Vfkurbæ, 23. júli kl. 20 á Borgarfirði eystri - Bræðslan,24. júlfkl. 20.30 á Akureyri - Ketilhúsið. Forsala aðgöngumiða er f fullum gangi á midi.is, 12 Tónum og BT á Akureyri. Á tónleikum sfnum hér á landi verður Emil- íana með efni af sfðustu plötu sinni (bland við eldra efni og nýtt. Hún hefur verið á far- aldsfæti sfðustu vikur. Hún kom fram á Montraux- og Glastonbury-hátfðunum og fer héðan heim til Bretlands. Hún mun spila f Haldern f Þýskalandi f ágúst og á hátíð í Inverness (Skotlandi (sfðari hluta mánað- arins. Bandið hennar er sett saman af fslenskum og enskum kröftum, á óbó spilar Ólafur Björn Ólafsson sem var (Unun sællar minn- ingar og hefur starfað með ólfkustu bönd- um hér á landi en þeir Steven Finn og Cameron Miller munda gftara og taka í fleiri hljóðfæri eftir þvf sem þörf krefur og kostur er á. Á morgun er Þorláksmessa á sumri og af því tilefni er efnt til tónleika Voces Thule í Skálholti þar sem fluttir verða þættir úr Tíðum heilags Þorláks. Messa Þorláks aö sumri Sónghópurinn Voces Thule | ; ásamt nýjum félögum sem flytja hluta Þorlákstíða á ffi® morgun i Skálholti. Það er Þorláksmessa á sumri á morgun og Sumartónleikar í Skálholti bjóða annað kvöld upp á tónleika í Skálholtskirkju. Þá flytur sönghópur- inn Voces Thule þátt úr Þorlákstlðum, nánar tiltekið fyrri aftansöng eða Vesper I. Þorlákstíðir era sóttar í fomt hand- rit um messutónlist og geyma gögn um tíðasöng á tíma Þorláks helga. Sönghópurinn Voces Thule hefur unnið að því hörðum höndum og fögrum röddum að koma þessu mikil- væga verki íslenskrar tónlistarsögu á þann réttmæta stall sem tíðxmum ber og eru þeir félagar að kynda upp fyrir útgáfu verksins I heild á þessu hausti sem telja verður mikil tíðindi. Tónleikamir era samvinnuverkefhi Sumartónleika og Voces Thule, en hópurinn hyggst koma ffarn nokkram sinnum á þessu ári, m.a. í öllum dóm- kirkjum landsins, og flytja hluta úr Þorlákstíðum í tilefni af því að heildar- hljóðritun hópsins á tíðasöng heilags Þorláks verður gefin út á haustmánuð- um. Lokatónleikamir í röðinni verða á Þorláksmessu á vetri, 23. desember. Voces Thule skipa Eggert Pálsson, Einar lóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson, Sigurður Halldórsson og Sverrir Guðjónsson. Einnig munu sr. Krist- ján Valur Ingólfsson og sr. Jakob Rol- land syngja með. Tónleikamir eru um 45 mínútur að lengd en á eftir verður gengið til Oddsstofu í Skál- holtsbúðum þar sem óformleg kvöldvaka tekur við fyrir þá sem vilja. Þar mun Voces Thule flytja nokkur kvæði úr Sturlungu. Aðgangur er ókeypis eins og að öllum öðrum tónleikum hátíðarinn- ar. Þetta verður í fyrsta sinn sem bryddað er upp á þeirri nýlundu að haífa tónleika á Sumartónleikum í Skálholtskirkju í miðri viku. Það mun vonandi gefa fleirum kost á að sækja hátíðina og er góður valkostur fyrir þá sem annað hvort búa eða dvelja í nágrenninu eða hentar ekki að koma á tónleika um helgar. Dagskrá Sumartónleika í Skál- holtskirkju má kynna sér í heild sinni á www.sumartonleikar.is Benóny Ægisson segir að við getum skoðað okkur í skoplegu ljósi. Getum við það? Hvernig líkar þér landið? Benóný Ægisson lætur ekki deigan síga. Hann flutti fyrir hálf- um mánuði einleiki á Gullkistunni á Laugarvatni og leikverk hans How Do You Like Iceland? verður frumsýnt á morgun kl. 17 á efri hæð Kaffi Sólons. Verkið er á ensku og er einkum ætlað ferða- mönnum. Leikarar eru tveir, þau Kolbrún Anna Björnsdóttir og Darren Foreman, sem jafhframt er leikstjóri. í verkinu fer áhorfandinn í bráðfyndna en fræðandi skemmti- ferð í gegnum íslandssöguna að fornu og nýju. Tveir leikarar túlka á tæpum klukkutíma fjölmargar persónur allt frá landnámi til vorra daga og endurspegla flest það sem gerir þjóðina einstaka. Áhorfandinn kynnist Ingólfi Amarsyni og þrælum hans, hetj- unni Þorgeiri Hávarsyni, ferða- bókarhöfundinum Dithmari lygapytti Blefken, en einnig er fjallað um núlifandi fólk eins og Björk, John Travolta, afkomendur víkinga og fornkonunga, fslands- vini og fjandvini landsins. Verkinu er lýst sem einhvers konar blöndu af hefðbundnu leik- verki, uppistandi og kabarett. Uppsetning er einföld, leiktjöld eru engin og hægt að sýna það nánast hvar sem er. „í ráði er að sýna það í hefðbundnu leikhúsi, sem hádegis- eða kvöldverðarleik- hús á veitingastöðum, sem kaffi- leikhús, skemmtiatriði á ráðstefn- um, hótelum eða á söfnum, utan- húss sem innan eða jafnvel um borð í skemmtiferðaskipi," segir í fréttatilkynningu aðstandenda. How do you like Iceland? verð- ur fyrst í stað sýnt á Kaffi Sólon á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 en upplýsingar um sýningar og uppfærsluna má finna á vefn- um http://this.is/great/ Benni utan I Grjótinu Þorum við að spauga með sjálfstmynd okkar nema I bjórauglýsingum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.