Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 25
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 19. JÚU2005 25 Úr bloggheimum Road Trip „Viö vorum komnir svona um 11 leitið ogallirhinir strákarnir löngu byrjaöir að drekka. Eins og á öllum aivöru road trippum vorum við búnir að vera skiptast á sögum alla leiðina þannig að kallinn var orðinn frekar heitur þegar á staðinn var komið. Upphófst því það sem sumir myndu vilja kalla misnotk- un á alkahóli en ég geflltiö fyrir þaö... Málið var sem sagt að ég hafði gengið aðeins ofhratt um gleðinnar dyr og alveg gleymd að borða I öllum látunum... Þannig að mér var rikkt inn í nærstu sjoppu og gefið að éta og það reddaði mér alveg...eftir það var ég I topp formi og slátraði romflöskunni minni leikandi... Nóttin var Ijúfog fjörið stóð ekki á sér.“ Ásgeir„Slæ" Jónsson - blog.central.is/kallinn7 Svíðþjóð „Við Sonja skelltum okkur bara I Svlþjóð- ar I dag með lest- inni, tók alveg dá- góða stund að sök- um einhverjar síma- bilunar eða eitthvað I lestinni, vorum ekki alveg að fatta, svo við þurftum að hangsa soddan og biða eftir annari lest á flugvellinum. Erum hálfsmeikar við svona lestarstúss eftir að Danmörk fékk slnar hótanir um hryðju- verkin. Það eru bara löggur á öllum stoppum þegar ég er að koma mér heim úr vinnunni á morgnana og alltafeitt- hvað lið að tjékka hvort töskur I lestinni tilheyri einhverjum....“ Vala Dís - blog.central.is/lummur Speedo Snilldarhugmynd hjá okkur strákunum að kíkja aðeins I sund og chilla I pottinum niðrí Kefnema hvað ég var ekki meðdótog ætlaði að fá lánað.Auðvitað voru láns-stutt- buxur ekki fyrir hendi (gæinn var samt örugglega bara að Ijúga til að fokka I mér) þannig ég neyddist til að fara í eine kleine Speedo ógeö og allt hálflafandi og læti.Félagarn- ir hlógu mikið að mér og ég mun vart biða þessa bætur. Einar Oddur Sigurðsson - einarmein- ar.blogdrive.com/ Mia Farrow og Frank Sinatra giftast Á þessum degi árið 1966 giftust leikkonan unga Mia Farrow og söngvarinn sívinsæli Frank Sinatra. Mia var aðeins 21 árs gömul en Frank var heilum þrjátíu árum eldri en hún. Þetta var þriðja hjónaband Franks. Hjónabandið entist aðeins í tvö ár. Frank sótti um skilnað við Miu vegna þess að hún neitaði að hætta við að leika í Rosemary’s baby og leika þess í stað með hon- um í Rat-pack-myndinni The Det- ective. Hann sendi henni skilnaðar- pappírana á tökustað. Mia er fædd níunda febrúar Kakan skorin FrankSinatra og Mia Farrow giftu sig þrátt fyrir þrjátíu ára aldursmun. Hjónabandið endaði tveimur árum síðar. 1945. Hún er dóttir leikstjórans Johns Farrow og leikkonunnar Maureen O’Sullivan, sem lék Jane í upprunalegu Tarsanmyndinni. Mia fór að leika í kvikmyndum 1959, en sló fyrst í gegn í Rosemary’s baby, sem varð reyndar til þess að enda hjónaband hennar og Franks Sinatra. Árið 1970 giftist Mia aftur, í þetta skiptið tónskáldinu André Previn. Mia er þó lfldega þekktust fyrir samband sitt við leikstjórann og leikarann Woody Allen, en þau voru par í fjölda ára og skrifaði hann mörg hlutverk fyrir hana. Mia á fjórtán börn, fimm Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. ast inn í búðimar. Þetta er mjög erfitt fyrir fólk með vagna eða kerrur, svo ekki sé minnst á fólk í hjólastólum. Ég hætti stundum við að fara inn í versl- anir af þessum sökum. í öðrum búðum við Laugaveg þarf að fara nokkrar tröppur niður sem bæði eru brattar og svo eru dymar inn í búðimar mjög þröngar og stundum á mörkunum að bamavaginn komist inn um dymar. Þegar inn er komið er oft lítið rými og ekki hægt að láta bamavagninn standa í búðinni nema hann sé fyrir öllum sem þar em. Nokkuð hefur verið rætt um nið- urrif húsa við Laugaveg og uppbygg- ingu nýrra. Ég held að hvað sem allri húsasögu líði séu þessi hús og að- gengið að þeim böm síns tíma og því verður að breyta. Ég held að eina leið- in til að bæta aðgengi og rými í búð- unum við Laugaveg sé að rifa eitthvað af þessum timburkofum og byggja ný hús sem standast kröfur nútímafólks. Ég skora á borgaryfirvöld að kanna aðgengi að búðum við Laugaveg og reyna að bæta úr því. Erfitt aðgengi að verslunum við Laugaveg Kona á höfuðborgarsvæðinu bríngdi Ég er í bameignarfríi og á stund- um leið á Laugaveginn. Ég vil kvarta yfir aðgengi fyrir bamavagna inn í búðimar. A flestum stöðum þarf að fara upp þrep eða tröppur til að kom- Lesendur Vinsælasta sjónvarpsefnið á vonlausum tímum Guöiún á Suöuilandi skríf- aöi. Ég hef gefið dagskrá sjón- varpsins auga og hef ákveðnar skoðanir á henni. Það sem mér finnst furðulegt er tímaröðunin á sjónvarpsefni. Það virðist sem vinsælasta sjónvarpsefninu sé hlaðið niður rétt fyrir dagskrár- lok. Aðþrengdar eiginkonur em t.d. sýndar klukkan hálf ellefu á fimmtudagskvöldum. Þetta finnst mér heldur seint. Til að bæta gráu ofan á svart em hvorki þessir né aðrir þættir endursýnd- ir. Svona mætti lengi telja. Allar al- mennilegar bíómyndir um helgar byrja ekki fyrr en á tíunda eða ellefta tímanum. Fram að þeim tíma er Lesendur manni haldið uppi á hundleiðinleg- um breskum framhaldsmyndaflokk- um á sumrin eða útþynnmm Gísia Marteini yfir veturinn. Ég bjó um árabil í Dan- mörku og horfði þá gjarn- an á TV-Danmark. Á laug- ardagskvöldum byrjaði fyrsta bíómynd strax eftir fréttir. Með þessu náðist að sýna þrjár bíómyndir yfir kvöldið. Á sunnudagskvöldum í sjónvarpinu em oft ágætar myndir, en þær byrja ekki fyrr en klukkan tíu. Það lít- ur út fyrir að sjónvarpsdag- skráin sé ekki sniðin að hin- um stóra hópi fólks sem þarf að mæta í vinnu á morgnana. Ég skora á dagskrárstjóra sjón- varpsins að taka þessi mál til endur- skoðinar eða í það minnsta byija að endursýna vinsælustu þættina. í dag árið 1974 stóð varðskipið Þór breska togarann C.S. Foster að ólöglegum veiðum og elti hann um 120 sjómílur á haf út. Varðskipið skaut átta skotum á togarann. Skip- stjórinn, Dick Taylor, hlaut fangelsisdóm fyrir brotið. ættleiddi hún sjálf, átti sex með André Previn, þar af þrjú ættleidd, og þrjú með Woody Allen, þar af tvö ættleidd. Samband Miu og Woody Allen endaði er hann varð ástfang- inn af einni kjördóttur Miu. Ingveldur Sigurðardóttir talar um hækkan irá díselolíu. Okur á díselolíu Það er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að hafa díselolíu svona rándýra, hún getur ekki verið dýr- ari en bensín í innkaupum. Það er nánast ómögulegt annað en að eitthvað láti undan í ýmsum rekstri í landinu á sama tíma og verið er að selja allt sem getur gefið rflcinu eitthvað í aðra hönd svo sem eins og Símann. Þetta ber allt að sama brunni. Það þarf að ná peningun- um einhvers staðar í staðinn. Hvað verður um ferðaþjónustuna og alla landflutninga sem eru fyrir þessa breytingu orðnir alltof dýrir og verða enn dýrari núna, þannig að það getur helst enginn notað þessa þjónustu. Ég tek sem dæmi að fólk sem er að flytja til útlanda borgaði nánast helmingi meira fyrir gám undir búslóðina ffá Akureyri tfl Reykjavflcur heldur en með skipi til viðkomandi lands. Þó svo að fólk selji allt þá kostar lflca að kaupa nýtt þegar út er komið, fyrir utan aflt persónulegt sem fylgir í bú- ferlaflutningum. Mér finnst eins og það sé verið að hefta alla fasta á okkar kalda skeri og enginn fram- gangur sé leyfilegur. Það kostaði fyrir mig um 2700 krónur að fylla á minn díselbíl áður en kostar nú um um 5700 eða um helmingi meira. Hvar endar þetta? Iðnrekstrarfræðingur frá Ólafsvík Magnús Gylfason er þjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu og framkvæmdastjóri hjá tveimur fisk- vinnslu fyrirtækjum. KR-ingar sem ekki hafa náð að sýna sitt rétta and- lit á knattspymuvellinum það sem af er sumri unnu góðan 1-4 sigur á Fram á útivelli í fyrradag. „Við of- metnumst ekkert við einn sigur, en nú vona ég að við munum halda okkar striki. Þessi leikur var ekki fullkominn af okkar hálfu, en mis- tökum hefur fækkað og við áttum góða spretti. Við fengum ekkert upp í hendurnar í þessum leik og þurftum að berjast fyrir sigrinum,” segir Magnús, sem útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækni- skóla íslands árið 1992. Magnús hefur rekið fisk- vinnslufyrirtækið Svalþúfu í Hafri- arfirði í um það bil tíu ár og svo Lóndranga í Vestmannaeyjum í eitt og hálft ár, en þessi fyrirtæki sér- hæfa sig í söltun og þurrkun á sjáv- arfurðum sem svo eru að stærstum hluta seldar tfl Nígeríu. Magnús hefur lengi verið tengd- ur knattspyrnunni bæði sem leik- maður og síðar sem þjálfari. „Ég spflaði með KR á árum áður og hef þjálfað flesta yngri flokka félags- ins". „Ég hef þjálfað Víking í Ólafs- vflc, yngri landslið fslands og svo nú síðast IBV í tvö ár." Magnús er ættaður frá „Ég spilaði með KR á árum áður og hef þjálfað flesta yngri flokka félagsins." Ólafsvflc og bjó þar meira og minna tfl tvítugs. „Núna er stutt í að við mætum Val í átta liða úrslitum bik- arsins og eru allir hérna komnir með hugann við það verkefni. Þessi leikur gegn Fram er að baki og núna þýðir ekkert annað en horfa fram á veginn. Magnús Gylfason hefur átt á brattann að sækja það sem af er tfmabilinuen^ með góðum sigri á Frömurum er lukkan vonandi ^rinaðsnua^KR-ingu^^ 5,9"° .-.rUitum bikarsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.