Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚU2005 Fréttir DV Reisa geymslu- tanka í Eyjum Bæjarráð Vestmanna- eyja samþykkti á fundi sín- um fyrsta júlí að auglýsa nýtt deiliskipulag á at- hafnasvæði Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Tillaga felst í meginatriðum í að áformað er að rífa hús- in að Strandavegi 78-80 og í landfyllingu austan við nú- verandi athafnasvæði og byggingar Vinnslustöðvar- innar. A landfyllingunni er í staðinn áformað að reisa hráefriis-, mjöl-, lýsis- og olíutanka. Tiliagan verður til sýnis til tólfta ágúst. Skordýr í Elliðaárdal skoðuð Orkuveita Reykjavík- ur efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaár- dal í kvöld klukkan hálfátta. Gangan verður undir leiðsögn Guð- mundar Halldórssonar skordýrafræðings og Odds Sigurðarsonar jarðfræðings. Gengið verður um dalinn og hugað að smádýrum sem þar búa. Þátttak- endur eru hvattir til að hafa með sér stækkunar- gler. Gengið verður frá Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur. Að lokinni göngu verður opnuð ljósmyndasýning Odds á skordýrum í Rafheimum. Lægsta tilboði tekið fyrir rest Deila um skólaakstur í Borgarbyggð virðist vera á enda runnin. Skólaaksturinn var boðinn út í fyrra og næstlægsta boði tekið, sá samn- ingur var kærður á grundvelli þess að taka ætti lægsta boðinu. Nú hefur verið samið um aksturinn við Sæmund Sigmundsson sem átti lægsta boðið. Þor- valdur T. Jónsson, fulltrúi B-lista í bæjarstjóm segir að komast hefði mátt hjá deilunni með því að semja beint. Meirihlutinn taldi Iagalega skyldu að bjóða út aksturinn. Rakel Gunnarsdóttir, nítján ára, lenti í átökum við starfsmenn tónleika Snoop Dogg. Hún segir þá hafa beitt sig harðræði þegar henni var vísað burt frá tónleik- unum. Starfsmenn tónleikanna segja stúlkuna hins vegar hafa slegið öryggisvörð. „Þeir rifu í hárið á mér og létu öllum illum látum," segir Rakel Gunnarsdóttir sem lenti í átökum við starfsmenn tónleika Snoop Dagg á sunnudaginn. Rakel segist hafa glatað skóm í átökunum og hún sé öll blá og marin. Tónleikahaldarar segja stúlkuna hafa slegið öryggisvörð og því verið vísað út. Rakel kveðst hafa verið fremst og beðið eftir að stjarnan stigi á stokk. Sökum hita og þrengsla hafi sér reynst þungt um andadrátt. Hún hafi þá beðið öryggisgæsluna um vatn. Þeir hafi neitað sér um vatn. Þá hafi hún reynt að komast nær en dottið á einn af gæslumönnunum. Rakel segir að í framhaldinu hafi sér verið skellt í gólfið, hún rifin upp á hárinu og buxnastrengnum og sér fleygt út. Sló gæslumann „Við megum ekki sleppa neinum ílátum í salinn, þannig að starfs- menn geta aðeins gefið þeim að drekka sem þeir ná til," segir Bjarni Knútsson yfirmaður öryggismála á tónleikum Snoop Dogg."Þessi um- rædda stúlka bað um vatn en var ekki nógu nálægt til að starfsmenn okkar gætu komið vatni til hennar. Stúlkan kom svo vaðandi yfir hóp- inn og sló einn öryggisvörðinn." Bjarni segir að verðimir hafi þá lyft henni yfir hópinn, fylgt henni að dyr- um og þakkað henni kvöldstundina. Var skorinn fyrir Stúlkan segist hafa hlotið þó nokkra áverka við þessa flutninga. Ekki ber þó öllum aðilum saman um tilkomu þeirra. Öryggisverðirn- ir segja stúlkuna hafa verið með skurði á handleggjum og víðar þeg- ar þeir þurftu að hafa afskipti af henni. Enn fremur hafi hegðan þessarar stúlku þótt slík að ekki væri öruggt að hafa hana inni á tón- leikunum. Vel undirbúnir. „Við vorum vel undirbúnir fyrir erfiðleika fremst við sviðið," segir ís- leifur Þórhallson aðstandandi tón- leikana. „Við erum alltaf með þenn- ann sama hóp sem sér um öryggis- mál á öllum tónleikum sem við stöndum að. Þeir eru mjög meðvit- aðir um það ástand sem skapast fremst við sviðið og kunna að sinna því." ísleifur segir að gæslan hafi verið með mjög gott kerfi fyrir aðstæður eins og stúlkan lýsir. „Við vorum að feija vam stöðugt alla tónleikana og ef svo vildi til að einhver væri kom- inn í vandræði sökum þrengsla var honum fylgt upp í svo kallaða VIP- stúku, þar sem viðkomandi gat þá notið tónleikana í súrefnisríkara andrúmslofti." Áverkar greinilegir Starfs- menn tónleikana sögðu að stúlk- an hefði verið með áverkana þeg- ar þeir höfðu afskipti afhenni Villi slær í Svarthöfði ætlaði vart að trúa eigin eyrum. Var að hlusta á útvarp- ið á Iaugardaginn þar sem Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmssonar, oddviti sjálf- stæðismanna í Reykjavík, var að fara yfir stöðu mála. Vilhjálmur sjálfum sér líkur; stilltur og prúður eins og engill á skýi. Enn svo gerðist það óvænta. Villi fór að syngja. Svarthöfði leit fyrst á útvarps- tækið og kleip sig svo í handlegg- inn. Var Villi fullur? Gat varla verið miðað við það sem á undan var gengið. En þarna var hann í útvarp- inu og söng á útopnu: Vertu ekki alltaf að horfa svona á mig, sem Raggi Bjarna gerði frægt á sínum gegn -r'w Svarthöfði tíma. Og svei mér þá; Villi gaf Ragga lítið sem ekkert eftir. í Villa er dynjandi rokk og ról og Svarthöfði er viss um að ef þetta númer hans verður sýnt í sjónvarpi á enginn sjens í hann í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík. Helst er það sjónvarpsstjarnan Gísli Marteins sem sækir að Villa og vill ræna hann forystuhlutverki flokksins í Reykjavík. Vissulega hef- ur Gísli Marteinn forskot á Villa eft- Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö mjög fínt og er að vinna að tónlistarmyndböndum," segir Leoncie lagahöfundur og söngkona.„Ég er byrjuö að semja tónlist fyrir næstu plötu. Ég verð sjaldan stressuð þótt ég hafi mikið að gera og efþað gerist bið ég til Guös og það virkar. Ég reyni að hugsa jákvætt og hugsa um fjölskylduna. Ég fór meö manninum mfnum til London fyrir nokkru, það er skárra að vera þaren ÍSandgerði. Idag ætla ég að elda fimm rétta máltlð fyrir manninn minn." ir að honum var plantað í Ríkissjón- varpið á besta tíma á laugardags- kvöldum ár eftir ár til að undirbúa hann fyrir þetta framboð. En söng- ur Villa í útvarpinu slær öllu við sem Gísli Marteinn hefur áorkað til þessa. í söng Villa var tær og sannur tónn sem er sjaldgæf- ur innan raða sjálf- stæðis- manna þegar -■«> grannt er skoðað. f raun hefur Sjálf- stæðisflokkurinn eignast nýja stjörnu; framtíð- arforingja sem er til alls líklegur er fram líða Æ. stundir. Svarthöfði ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og kjósa Villa. Hann syngur svo vel. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.