Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDACUR 19. JÚLl2005 Fréttir lOV Ljótasti maður í heimi Króatíski lögfræð- ingurinn Emil Kacic segist vera ljótasti maður í heimi. Hann segist hafa reynt allt til að finna sér konu. „Ég hef sett upp alls kyns auglýs- ingar, en ekki ein einasta kona sem ég hef kynnst hefur vilj- að giftast mér. Skýringin á því hlýtur að vera sú að ég er ljótasti maður í heimi," segir Emil. Hann hefúr beðið fimm þúsund kvenna en ekkert gengur. Hann er vellauðugur lögfræðingur en það virðist lítið hjálpa. „Ást fæst ekki keypt fyrir fé, a.m.k. ekki þegar maður er með andlit eins og ég.“ Fríverslun við Suður- Kóreu Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Suður- Kóreu verður til þess að tollar á helstu útflutnings- vörum íslendinga falla niður. Samningaviðræður hafa gengið hratt iyrir sig en ákveðið var að ganga til viðræðna fyrir um hálfu ári. Viðskiptaskrifstofa hyggur á frekari fríverslun á þessu svæði og em Taíland, Indónesía, Kína og Japan þar á lista. Gert er ráð fyrir að samningur- inn verði undirritaður í nóvember og taki þá gildi. Ekkertfang- elsi eftir kyn- skiptiaðgerð Sretko Ickov var á sínum tíma handtekinn fyrir þjófnað. Sretko var þá karl- maður. Þegar hann mætti fyrir rétti ári seinna var hann búinn að fara í kyn- skiptiaaðgerð og bar nafnið Albena Mihajlova. Málið var fellt niður gegn henni. Dómarinn sagði að Alben væri ekki manneskjan sem væri ákærð fyrir glæpinn og því væri ekki hægt að setja hana f fangelsi. Albena seg- ist alltaf hafa verið kona föst í líkama karlmanns. Hún segist vera ástfangin og ætíi sér að gifta sig á næstunni. Kynsvall algengt utandyra „Fólk stoppar stundum úti í veg- kanti, á áningar- stöðum eða í engj- um og stundar kynsvall," segir Eric Droogh, framkvæmdastjóri í einum þjóðgarðanna í Hollandi. Þar í landi er nú mikið um kynlíf utandyra og hafa lögregla og þjóð- garðsverðir viðurkennt varnarleysi sitt í þessum málum. Síðasta tilfelli sem tilkynnt var um var svæsið. Stór hópur fólks safnaðist saman við ströndina við Busaloo og horfði á tíu pör eðla sig. Lögreglan á Englandi réðst inn í bókabúð í Leeds. Þrír liryöjuyerkamáiifia eru táMh^hafa sótt bókabúðina. Lögreglan á Englandi tylgdisV meö eii;um , 1 -■rítuun-ii.m," . .. - - - ~—I ■ «' ■ ii - t ”1’ Wt; e • -;.v- &jjt. Talið er að þrír sjálfsmorðsárásarmannanna sem stóðu fyrir hryðjuverkunum í London hafi stundað sömu bókabúðina í Leeds á Englandi. Þar munu þeir hafa lært að hata vestræn gildi. Ungir og óharðnaðir drengir gátu áður sótt búðina og fengið boðskap Islam beint í æð, þar sem meðal annars var brýnt fyrir þeim að'forðast fíkniefni og glæpi. Eftir 11. september breyttist boðskapurinn hinsvegar og varð að hatursáróðri gegn Vestur- löndum. Armear Ali, mágur Tafazil, sagði í viðtali við The Sun að í fyrstu hafi Tafazil verið friðelskandi en það hafi breyst eftir árásimar á Bandaríkin. „Hann varð fjarlægur og róttækur. Hann fór að leyfa íslömskum fyrirlesur- um að halda ræður í bókabúðinni. Þeir töluðu mikið um hvemig vestrið væri að eyðileggja fslam. Fyrir unga stráka sem em utanveltu í samfélaginu getur þetta verið mjög kröftugur boðskapur," sagði Ali. Þetta er ekki venjuleg bóka- búð. Auk námskeiða og fyrirlestra bjóð- ast eigendumir til að hjálpa fólki að ættíeiða böm. MI5 fylgdist með Khan Breska leyniþjónustan MI5 fýlgdist með Mohammad Sidique Khan, einum af hryðjuverkamönn- unum. Þeir vom að rannsaka hugs- anlega hryðjuverkaárás á nætur- klúbb í London. Þeir töldu Khan þó ekki hættulegan. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, mun einnig hafa fylgst með Lindsay Germaine sem er grunaður um aðild að sprengjuárásinni. Alríkis-lögreglumenn týndu hon- um. Hittu allir Al-Qaeda meðlimi í Pakistan Sjálfsmorðsárásarmennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa nýlega farið til Karachi í suðurhluta Pakistan. Tcdið er að þeir hafi allir hitt meinta meðlimi Al-Qaeda. Eng- um ættingjum mannanna þriggja óraði fyrir því að mennimir ættu þetta til. Khan var kennari og stuðn- ingsfulltrúi, Shehzad Tanweer þótti góður námsmaður og efhilegur í íþróttum en reyndar var Hasib Hussain talinn vera utanveltu í sam- félaginu. Einn þriggja í trúarlegan skóla Tanweer gekk í trúarlegan skóla á meðan hann var í Pakistan. Þar hitti hann fyrir meðlimi hryðju- verkasamtaka þar í landi. Enn er verið að rannsaka hversu mikil áhrif heimsókn mannanna til Pakistan hafði. Þó er vitað með vissu að þeir „Það síðasta sem við viljum eru rótækar hreyfingar hér í Leeds." vom í landinu. Hasib Hussain fór til Pakistan fyrir um ári á vegum sádí- arabískrar ferðaskrifstofu. Hinir tveir komu til Pakistan í gegnum Tyrkland. Bannaðir í moskum Fram hefur komið að þremenn- ingarnir hafi verið í banni í þremur moskum í Leeds. Razaq Raj, með- limur í félagi múslima í Leeds, segir moskur ekki vera fyrir öfgafulla árásarmenn. „Það síðasta sem við viljum em róttækar hreyfingar hér í Leeds," sagði Raj. Allar þrjár mosk- umar sem þeim var bannað að heimsækja vom mjög nálægt heim- ili Tanweer. Nýjasta Harry Potter bókin hefur slegið öll sölumet. Harry Potter vinsælli en kvikmyndir Nýjasta Harry Pott- er-bókin, The Half- Blood Prince, er vin- sælli en helstu bíó- myndimar í dag. Talið er að bókin hafi nú þeg- ar halað inn um 100 milljónum Bandaríkja- dala, sem er meira erí tvær vinsælustu bíó- myndimar þar vestan- hafs til samans. Á fyrsta sólarhringnum sem bók- in var í búðum seldust sex milljón og níu hund- mð þúsund eintök í Bandaríkjunum. Jafrí- gUdir það rúmlega 250 þúsund eintökum á klukku- stund. Gamla metið átti síðasta Harry Potter-bókin. Útgáfufélagið sem gefur bókina út jók framboðið á bókum um tæpar þrjár mUljónir. Þegar síðasta bókin kom út lentu menn í því að bókin seldist víða upp. í Bret- landi jókst salan um 13 prósent frá fýrri bók og var metið því bætt. Þrátt fýrir að bókin hafi farið í búðir um miðnætti á laugar- daginn er nú þegar hægt að kaupa þær notaðar á E-bay. Selj- endurnir hafa barist í gegnum þessar 600 blað- síður á örskotsstundu og vilja koma bókunum í verð. Bókin hefur fengið frábæra dóma hjá öllum helstu blöðum og tímarit- um í Bandaríkjunum. Margir telja Til sölu á E-Bay Nú þegar erhægt að kaupa notaðar bækur á E-bay. bókina besta verk J.K. Rawlings, höf- „Hann herðist. Hann er nú tílbúinn undar bókarinnar. Hún segir Harry tU þess að slást. Hann sækist eftir Potter nú vera tUbúinn í slaginn. heftid," segir Rawlings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.