Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 26
I 26 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Sviðsljós 0V Sammi í Jagúar Reyndi að lokka til sín dansmeyjarnar „Ég sé að ég verð að koma sex sinnum á ári til íslands," sagði Snoop Dogg við áheyrendur í vel pakkaðri Egilshöll á sunnudagskvöldið. Stemningin á tónleikunum var í einu orði sagt mögnuð. Nánast hver einasti hinna 7.000 tónleikagesta sem voru mættir tii að hlusta á Snoop veifaði höndum, klappaði og söng með og rapparinn stjórnaði mann- skapnum af mikilli færni og sá til þess að stemningin fór stigvaxandi í þann einn og hálfan tíma sem hann var á sviðinu. Um upphitun sáu Forgotten Lores, sem ég missti því miður af, Hjálmar og Hæsta hendin. Hjálmar tók upphitunarhlutverkið alvarlega og var eiginlega stórsveitin Hjálmar þetta kvöld. Hún var skipuð 9 manns, þar á meðal voru þrír blásarar. Þeir byrjuðu á dúndurútgáfu af Bréfinu og héldu góðu reggígrúvi út sitt sett. Hæsta hendin mætti líka með ýmsa gesti á sviðið, þar á meðal voru að mér sýndist Sesar A, Bent og Dóri DNA. Þeir tóku hittara eins og Kanamellu, Westur og Botninn upp og stóðu sig ágætíega þó að það hafi heyrst illa í Erpi framan af. Snoop byrjaði sína dagskrá með því að sýna áhorfendum mynd- bandið Corleones Revenge á skjám sem komið hafði verið fýrir sitt hvoru megin við sviðið. Þetta er lítil glæpasaga sem byijar á því að Snoop er kominn upp í rúm með tveimur berbrjósta yngismeyjum og endar með skotbardaga. Áhorfendur glottu sumir út í annað þegar myndin rúllaði af stað: „Feministarnir ættu að sjá þetta!“ Áhorfendur í Egilshöllinni voru annars margir í yngri kantinum og unglingsstelpur sérstaklega áberandi. Heilu hjarðirnar af þeim og virtust skemmta sér konunglega. Þegar myndinni lauk mættí Snoop sjálfur á sviðið ásamt hljómsveitinni sinni Snoopedelics og byrjaði á gamla eðalstykkinu Murder Was The Case. Svo kom P.I.M.P., lagið sem hann gerði með 50 Cent og þá Gin & Juice. Snoop náði strax upp góðri stemningu í saln- um og hún átti eftir að stigmagnast eftir þvi sem það leið á tónleikana. Dagskráin hjá Snoop var að stærstum hluta byggð upp á smellum frá fyrri hluta ferilsins; lögum eins og Snoops Upside Your Head, The Shiznit, Lodi Dodi, Serial Killa og lagið sem gerði hann að stjörnu: Who Am I (Whats My Name). Á milli laga kom stundum DJ Eaaasy Dick frá Wballs FM 187,4 á skjáinn umvafinn gellum. Hann gerði sitt til að magna upp stemning- una og lét áhorfendur kalla nafn Snoop Dogg í sífellu. Það var reyndar þema út tónleikana. Snoop virðist fá mikið út úr því að heyra mann- fjöldann hrópa nafnið hans og hann er sérstaklega fær í því að finna nýjar leiðir tU þess að láta það eftir sér. Snoop tók líka 2 Of Amerikas Most Wanted og tileinkaði það 2Pac við mikinn fögnuð áheyrenda og svo tók hann auðvitað smellina tvo af nýju plötunni, Signs og Drop It Like It’s Hot. Undir lokin var þetta mest orðið hópsöngur. Snoop lét áhorfendur hrópa og syngja nafnið hans, en líka „Iceland Is The Best", „Love" og „Peace" og þeir hlýddu honum allir sem einn með bros á vör. Mögnuð múgæsing. A heildina litið voru þetta fi'nir tónleikar. Stemningin var ótrúleg og áhorfendur voru greinilega að skemmta sér. Það eina sem pirraði mig var hljómburðurinn, en hann var á köflum hræðilegur. Snoop var þarna mættur með fullskipaða hljómsveit sem sýndi oft fín tilþrif (til dæmis í Drop It Like It’s Hot), en I það heföi bara verið svo miklu I skemmtilegra að heyra gítarriffin I og malið í syntunum almennilega. I llápunktar; Gin & Juice, Snoops s W.W W Upside Your I.ike It’s I Ilot og Who Am I (Whats My 1 Name). Trausti Júlíusson væri ógeðsdrykkur eða ekki. Erpur sagðist frekar drekka hland en amerískan bjór. Unnar Freyr í Hæstu Hendinni hafði bara áhyggjur af einu og það var hvort skórnir hans væru nógu hvítir. Spennufall Eftir spilamennskuna tíndust hljómsveitirnar inn og mátti mæla spennufallið með reglustiku. Hjálmar slógu í gegn og sögðu meðlimir hljómsveitarinnar „The Snoopadelics" að eftir að hafa hlustað á þá hafi þeim liðið eins og eftir messu. „Þetta var guðdóm- legt," sögðu þeir. Meðlimir Hæstu Handarinnar og fylgdarliðsins sem samanstóð af Rottweilerhundum og fleirum voru ósáttir, því lítið sem ekkert heyrðist í sumum hljóðnemum og svo var tími þeirra á sviðinu styttur um tíu mínútur, þeim að óvörum. Allt í einu varð allt vitíaust. Snoop Dogg sjálfur gekk niður gang- inn í fylgd lífvarðasveitar og flissuðu rappararnir eins og smástelpur þegar þeir sáu hann. halldorh@dv.is Spenningurinn var eins og í barnaafmæli. Það var langþráður draumur hjá Forgotten Lores og Hæstu Hendinni að geta spilað á sama sviði og Snoop Dogg. Forgotten Lores og Hæsta Hendin deildu saman bún- ingsklefa í Egilshöll. f búningskJefunum var ekkert, bara tveir ísskápar troðfullir af bjór. Þetta var B-svæð- ið sem upphitunarböndin voru á, A-svæðið var her- tekið fyrir Snoop Dogg sjálfan. Það glytti í risavaxna lífverði og gamla bissneskalla í fylgdarliði Snoops Dogg en á milli mátti sjá gullfallegar dansmeyjar. Ekkert sást til Snoops Dogg. Hvítir strigaskór og Budweiser Sammi í Jagúar, kynþokkafyllsti maður íslands, spilaði með Hjálmum þetta kvöldið. Fyndið þótti að sjá þegar hann stóð í dyragættinni á búningsherbergi Hjálma og reyndi að lokka dansmeyjarnir inn tíl þeirra. Gísli Galdur var öllu vanur og sallarólegur baksviðs enda hefur hann spilað á stærri og merkari tónleikum í tónleikaferð Quarashi í gegnum Banda- ríkin. Erpur Eyvindarson gerði að gamni sínu og mátti heyra hávær rifrildi um hvort að Budweiser F L Class B sýnir merki Forgotten Lores. Nóg af bjór Isskáparnir voru troðfullir af veigum. XXX Rottweiler Bent og Erpur tóku þvl rólega. Forgotten Lores Spenntir með Robba Chronic áður en þeir stigu á svið. Gfsli Galdur Þetta var ekkert nýtt fyrir honum. Það voru fjölmargir sem brun- uðu beint á skemmtistaðinn Rex eftir Snoop Dogg-tónleikana en þar var haldið eftirpartí. Barinn stóð öllum opinn og ekkert þurfti að borga fyrir drykkina. Kampavín var á borðum og smáveitingar og var margt um manninn. Meðal gesta voru Björgúlfur Thor, Beta Rokk, Gael Garcia Bemal, Erpur Eyvindarsson og félagar í jÆ Rottweiler og Hæstu Hend- Æt inni, Nína Björk Gunnars- JR dóttir, Robbi Chronic, Dj isl _____________________I Þorsteinn Lár skólar Deluxe frænda sinn I málunum. Stemmning í sturtunni UnnarFreyr þrífurskóinn fimlega. Beta Rokk var mættáRex. Baksviðs á Snoop Dogg Rappararmr Snoop Dogg Egilshöll 17.júli2005 ★★★★☆ Tónleikar V-Jf 7aa. v>\ í % t ng ■ fin * 1 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.