Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 19
PV Sport ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl2005 19 Hargreaves áfram hjá Bayern Enski landsliðsmaðurinn Ovven Hargreaves hjá þýsku meisturunum Bayem Munchen, hefur ákv'eðið að hafna tilboði Middlesborough um að ganga til liðs við félagið f sumar. Hargrea- ves hefur verið hjá þýska liðinu frá því hann var unglingur og þjáífari Bayem segir ástæður þess að hann fari ekki augljósar. „Hargreaves leitast við að tryggja sér fast sæti í enska landsliðinu og möguleikar hans á því em miklu betri hjá okkur en á Englandi," sagði Felix Magath, stóri Bayem. „Hjá okkur hefur hann tækifæri til að leika í meist- aradeildinni og SA, þar er besti vett- vangurinn til að - ’k sannasig. JSS# Hann mun C beijast um . stöðu í bytjunarliði okkar á næstu leiktíð og þvt held ég að hans bestu möguleikar liggi í þvi að vera um kyirt,“ sagði Magath. James aðvar- ar Wright- Phillips David James, markvörður Manchester City og fyrrum félagi Shauns Wright-Phillips, segist samgleðjast félaga sínum með að vera á leið til Chelsea, en segir nokkra áhættu fylgja félagaskipt- unum. „Shaun er frábær leikmað- ur sem kemst í hvaða lið í heimin- um þegar hann leikur vel. Félaga- skiptin gætu orðið honum mikill happafengur, en ég held þó að geti bmgðið til beggja vona fyrir hann ef hann fær ekki að spila nóg. Hann er ungur og þrífst á því að spila mikið. Maður verður að hamra jámið á meðan það er heitt og ég hef séð marga gÓðalf- ^ menn fara - til stórliða “ ogbrennaút sitjandi á vara- mannabekknum. Ég vona þó að sú verði ekki raunin með Shaun, því hann er frábær leikmaður," sagði James. Beckham vill halda Owen Enski landsliðsmaðurinn Dav- id Beckham hjá Real Madrid vill ólmur halda í félaga sinn Michael Owen, sem sífellt er orðaður við hð í ensku úrvalsdeildinni. „Mich- ael er frábær leikmaður og ég veit fyrir víst að honum iíður vel hér á Spáni,“ sagði Beckham í nýlegu viðtali. „Það gefur auga leið að ég óska þess að hann verði hér áfram, því hann er frábær fram- herji og góður vinur,“ bætti hann við. Framtíð Owens þykir nokkuð óljós þessa dagana eftir að knatt- spymustjóri Real, Wanderlei Lux- emburgo, lét leikmenn heyra það sem vælt hafa yfir því að vera ekki meira í byrjun- ' arliðinuhjá honum. „Það em stjómar- menn liðsins sem ráða þessu öllu, ég hef ekkert með þetta að gera,“ sagði Owen sjálfur. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið til sín leikmenn í sumar sem þykja efnilegir, en hafa þó ekki sannað sig sem góðir knattspyrnumenn. Mo- hamed Sissoko, tvítugur strákur frá Malí, gekk nýlega til liðs við Liverpool frá Valencia, en honum svipar til Patricks Vieira á velli. Mohamed Sissoko l/erður harn betri ee Vieira? Sissoko neitaði að fara til Everton og fór frekar til Liverpool, þar sem hann þekkir til vinnubragða Benitez sem fékk hann til Val- encia frá Auxerre í Frakklandi árið 2003. „Ég var nálægt því að fara til Everton, en gat ekki neitað Liverpool þegar Benitez sýndi mér áhuga. Félagið er með dásamlega stuðningsmenn og ff ábæra leik- menn, og ég veit að ég get bætt mig sem knattspymumaður undir hand- leiðslu Rafaels Benitez." Alonso. Þeir em í heimsklassa og ég ætla mér að verða jafngóður og þeir.“ Benitez er Sissoko hefur mikla leikreynslu þótt hann sé aðeins tvítugur. Hann var byrjunarliðsmaður hjá Auxerre og var orðinn lykilmaður liðsins þegar hann gekk til liðs við Valencia, þá átján ára. Benitez segir Sissoko hafa alla burði til þess að verða betri en Vieira. „Ég sá Vieira leika þegar hann var á sama aldri og Sissoko og hann var alls ekki betri en hann. Ef eitthvað er, þá er Sissoko efnilegri. Hann hefur meiri hlaupagem en Vieira og er mikill baráttuhundur. Leikskilningur hans er góður, en bolta- tæknina þarf að bæta þótt i#WR menn fyrir, en ég æda að standa mig og er viss um að ég get það þegar ég er í besta forminu. Ég get lært mikið af leikmönn- um eins og Steven Gerr- arH r»nr Yahi þess ftdlviss að Sissoko muni reyn- ast liðinu vel. „Það hefur stundum vantað stöðugleika í miðjuspilinu hjá okkur, en Sissoko á að geta fært okkur meira jafrivægi £ leikinn. Leik- ur hans byggist á því að halda stöð- unni á miðjunni og vera kröftugur fram á við. Stundum er það þetta sem hefur vantað og vonandi batnar þessi þáttur í leik okkar með tilkomu Sissokos." Tíminn verður að leiða það í ljós hvort Sissoko verður jafii góður og Benitez heldur fram, en ljóst er að hann er góð viðbót við ágætíega mannaða miðju Liverpool. magnush@dv.is Stoppar Figo Mohamed Sissoko, tvíttjgur strákurfrá M°"-gekk nýlega tilliOs við Uverpool frá Valencia, en honum svipar til Patricks Vieira á velli. Ætlar sér að verða sigurveg- ari Sissoko var lengi í viðræðum við Everton áður en hann ákvað að fara til erkifjendanna í Liverpool. „Ég hafði áhuga á því að breyta til og fara til Englands. Fótboltinn sem spilað- ur er á Englandi hentar mér vel, því ég vil fara í návígi og vera í barátt- unni á vellinum. Að auki vil ég fá að spila meira en ég gerði hjá Valencia. Sumir segja kannski að það væri heimskulegt af mér að fara í Liver- pool, þar sem em frábærir miðju- Shaun Wright-Phillips skrifaöi undir samning viö Chelsea í gær Fagnar harðri samkeppni hjá Chelsea Hinn 23ja ára gamli smávaxni vængmaður hittir íyrir nokkra af bestu kantmönnum sem leika á Englandi þegar hann kemur inn í leikmannahóp Chelsea og margir vilja meina að þar eigi hann eftir að eiga erfitt uppdráttar í harðri sam- keppni. Enn aðrir vilja meina að Phrillips verði dýrasti vaiamaður Englands, því hann eigi ekki eftir að vinna sér fast sæti í liðinu. Phillips ræddi við blaðamenn eft- ir að hann skrifaði undir samning sinn í viðurvist föðm síns á Stam- ford Bridge í gær. „Ég bjóst aldrei við því að komast í þá aðstöðu á ferlin- um að geta gengið inn í nokkurt lið, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þannig að hörð samkeppni er ekkert nýtt fyrir mér. Ég ætla mér að leggja mig allan fram við að leika vel fyrir liðið og aðdáendur þess og vonandi næ ég að vinna tíl einhverra verð- launa með Chelsea. Ég vona auðvit- að líka að ég fái að spila, en það verður bara að koma í ljós," sagði Phillips, sem segist ekki óttast sam- keppni, því hún verði aðeins til þess að menn bætí sig. Peter Kenyon, stjómarformaður félagsins, var ánægður þegar kaupin vom í höfn. „Við erum ánægðir að vera búnir að bæta við okkur jafnhæfileikaríkum leikmanni og Shaun Wright-Phillips og koma hans er til marks um þá stefnu okkar að laða að okkur ungum enskum hæfileikamönnum," sagði Kenyon. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri tók í sama streng og sagði að Phillips væri einn besti enski leikmaðurinn í dag og sagði komu hans tryggja að liðið lenti ekki í vandræðum með kantmenn eins og í fyrra þegar þeir Arjen Robben og Damien Duff meiddust báðir, en það kom illa nið- ur á liðinu. baidur@dv.is „Ég bjóst aldrei við því að komast í þá aðstöðu á ferlinum að geta gengið inn í nokkurt lið" Auðmjúkur Hinn smái en knái Phillipssegir sam- keppninaiCheiseaaðeinsmunih^m^ mann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.