Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Fréttir DV Vill að Baugur birti ákæru „Þetta er óþægi- legt fyrir alla, Baugs- menn, almenning og fjölmiöla," segir Öss- ur Skarphéðinsson á heimasíðu sinni um að enn hafa ekki ver- ið birtar ákærur í Baugsmálinu. Össur bendir á að áður en málið er þing- fest getur enginn birt þær opinberlega nema Baugs- menn. Meðan svo er ekki gert verða umræður um þær í getgátustíl sem er óþægi- legt fyrir alla. Össuri finnst þetta sérstaklega furðulegt í ljósi þess að lögffæðingur Baugs, Gestur Jónsson, lýsti því opinberlega yfir fyrir um tíu dögum að Baugur myndi birta ákærumar. Sameining í Austur-Húna- vatnssýslu Þann áttunda október næstkomandi verður kos- ið um sameiningu Ása- hrepps, Blönduóssbæjar, Höfðahrepps og Skaga- byggðar. Ef verður af sam- einingu munu verða rúm- lega sextán hundmð íbúar í hinu nýja sveitarfélagi. Rökstuðningur samein- ingamefndar er að Aust- ur-Húnavatnssýsla sé heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. Hrepps- nefnd Skagabyggðar hefúr lýst því yfir að ff amkomn- ar tillögur sameiningar- nefndar séu ekki í sam- ræmi við sjónarmið hreppsnefndar og leggur til að sveitarfélagaskipan á svæðinu fái að þróast án íhlutunar utanaðkomandi aðila. Samstarfs- öröugleikar R-listans Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R-lista „Sú hugmynd Össurar aö gefa óflokksbundnu fólki tækifæri til að bjóða sig fram fyrir Samfylk- inguna og velja frambjóðendur okkar er mjög góð, enda skiptir Samfylkinguna mestu máli að eiga samleið með almenningi í borgarmálum. Efvið eftirlátum litlum flokksklíkum öll völd í Reykjavlkurlistanum þá deyr hann bara úr hugmyndaleysi og almennum leiðindum.“ Hann segir / Hún segir „Ég hefenga sérstaka skoðun á þeim, er bara fegin aö þurfa ekki að basla I þessu. Og fegin að vera í mlnum Sjálfstæðis- flokki sem býður fram sem sllk- ur. Það er vonandi, þeirra vegna, að það fari aö koma I Ijós hvernig þetta samstarf verður." Jórunn Frímannsdóttir, varaborgarfulltrúi D-lista Fólki á Flateyri fjölgaði fimmfalt í gærmorgun þegar bandaríska skemmtiferðaskip- ið Prinsendam lagðist þar við festar. Níu hundruð ferðamenn streymdu í land þeim 200 íbúum sem fyrir voru til undrunar. En það var líf og fjör. Ferðamennirrnir streyma í land Margtkom þeim und- arlega fyrir sjónir á Flateyrí eins og gefur að skilja. Myndir: Páll Önundarson „Ég var steinsofandi þegar hafnarvörðurinn hringdi í mig og sagði mér að opna handverkstæðið strax. Bærinn væri orðinn fullur af ferðamönnum,“ segir Þorbjörg Sigþórsdóttir sem rekur handverkstæðið Purku á Flateyri. Prinsendam á Flateyri Óvænt heimsókn sem hleypti lífi Ibæinn og Ibúana. Þorbjörgu brá í brún þegar hafn- arvörðurinn hringdi og ekki minna þegar hún leit út um gluggann því 900 ferðamenn spókuðu sig á götum Flateyrar og skoðuðu sig um. íbúar staðarins eru 200 talsins. Skemmtiferðaskipið Prinsendam lagðist við festar við Flateyri eldsnemma í gærmorgun og voru farþegar fluttir í land. Aldrei fyrr hafa íbúar á Flateyri séð jafn marga ferðamenn í einni kippu. „Fjöldinn var ótrúlegur," segir Þorbjörg, sem var snögg að opna handverkstæðið sitt og hella upp á könnuna. Tvær lopapeysur „Ferðamennirnir komu hingað til að skoða en keyptu ekki mjög mikið. Þetta var bersýnilega ríkt fólks sem var ekki að eyða pening- unum sínum í óþarfa en eitthvað seldum við samt. Ég veit um tvær seldar lopapeysur," segir Þorbjörg sem alltaf er kölluð Tobba í Purku. Þorbjörgu brá í brún þegar hafnarvörðurinn hringdi og ekki minna þegar hún leit út um gluggann því 900 ferðamenn á spókuðu sig á götum Flateyrar og skoðuðu sig um. Tobba hefur búið á Flateyri frá árinu 1980. „Ég hitti manninn minn á dansleik í Sjallanum á Akureyri og hann var héðan. Þess vegna er ég hér," segir Tobba. Rúgbrauð og síld Ferðamennimir af skemmti- ferðaskipinu settust þó niður á kaffi- stofunni í Purku, en þar er boðið upp á rúgbrauð og sfld, silung og kökur, kaffi og te: „Hrifnastir vom ferðamennirnir þó af rabarbarapæ- inu okkar sem löngu er orðið frægt hér fýrir vestan," segir Tobba. Allir íbúar á Flateyri þustu út á götu til að skoða ferðamennina sem á móti skoðuðu íbúana. Ástæða þess að þetta risaskip kom til Flateyrar var að vont verður gerði það að verkum að skipið gat ekki farið til ísafjarðar eins og ráð hafði verið fyrir gert. Auðvelt var hins vegar að komast til Flateyrar. Mjög gaman Allar tiltækar rútur og langferða- bifreiðar á Vestfjörðum vom sendar af stað til að aka með ferðamennina til ísafjarðar og Bolungarvíkur þar sem fleiri handverkstæði vom heim- sótt. Svo sigldi skipið aftur á haf út klukkan 19 í gærkvöldi. Eftir stóðu íbúarnir á Flateyri hálf dasaðir eftir þessa óvæntu en skemmtilegu inn- rás sem enginn sá fyrir. „Þetta var mjög gaman," sagði Tobba í Purku. Fólk leitar til bráöaþjónustunnar vegna langs biðtíma hjá heimilislæknum Kvartað yfir löngum biðtíma „Fólk kvartar yfir að hafa ekki heimilisækni eða vilja ekki fara til hans" segir Jón Baldursson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Jón segir sumt fólk kvarta yfir því að þurfa að bíða lengi eftir að komast að hjá heimilis- lækni og leiti þess vegna til bráða- þjónustunnar. „Fólk kem- ur hingað með bráðasjúk- dóma vegna þess að því 1IIII& fj IIÍSI //» Guðmundur Einars- son, forstjóri heilsu- gæslunnar „Kvörtun- um hefur fækkað." finnst biðin hjá heimilislæknum vera of löng," segir Jón. Hann segir að sumt fólk virðist ekki átta sig á hlutverki heimilislækna eða hveiju þeir geti sinnt. Aðrir vita ekki hver heimilis- læknir þess er. „Það em engar tölur til um það hversu stórt hlutfall fólks sem kemur á bráðamóttökuna kemur þangað vegna þess að það hefur ekki heimilis- lækni," segir Jón. „Það em nokkrar heilsugæslu- stöðvar sem ráða ekki við sín hverfi vegna þess að þær em of lidar," segir Guðmundur Einarsson, forstjóri heilsugæslunnar. Þær stöðvar sem þarf að stækka em stöðvamar í Ár- bænum, Mjódd og Miðbæjarstöðin," segir Guðmundur. Þá er fyrirhugað að opna stöð í Voga- og Heimahverfi á næstunni að sögn Guðmundar. Guðmundur segir að kvörtunum um heilsugæsluna frá fólki hafi fækk- að. „Þjónusta heilsugæslunnar hefur lagast og viðhorfskannanir sem gerð- ar hafa verið sýna að viðhorf til þjón- ustunnar er gott," segir Guðmundur. Guðmundur segir að hugmyndin um að flytja rekstur heilsu- gæslustöðva ffá ríki til sveitarfé- laga hafi verið rædd, en vildi ekki tjá sig það ‘l Jón Baldursson, læknir á ar' bráða- og slysadeild. „Fólk kvartar yfir löngum biðtíma hjá heimilislæknum." Sveitarfélagið Iarborg Árborg ekki til sölu „Meg- instefna núverandi meirihluta er að selja ekki land í eigu sveit- arfélags- ins," segir í bókun bæjarráðs Árborgar vegna fyrir- spurnar Þorsteins G. Þorsteins- sonar bæjarfulltrúa um sölu á landi við Stokkseyri. í bókuninni segir jafnframt að sú stefna grundvallist af því að tryggja nægilegt svigrúm til uppbygging- ar í sveitarfélaginu. Salan á landi við Stokkseyri hafi verið dæmi um sérstakar aðstæður. Þar hefði verið talið heppilegt að selja nokkra fermetra til þess að ein- falda landamerki jarðarinnar og lands í eigu sveitarfélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.