Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 19.JÚLÍ2005 77 LANDSBANKADEILDIN 51 mark í efstu deild Grétar Hjartarson hefur skorað 51 mark í 90 leikjum sínum í úrvalsdeild karla en hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild 1998. Tímabil Grétars í efstu deild: 1998 Grindavík 9 leikir/5 mörk 1999 Grindavfk 17/10 2001 Grindavík 18/9 2002 Grindavík 18/13 2004 Grindavík 18/11 2005 KR10/3 * Var 2000 f atvinnumennsku í Noregl (Lilleström) og var meldd- ur sumarið 2003. Skipting markanna: Á heimavelli: 24 Á útivelli: 27 1 fyrri hálfleik: 24 1 seinni hálfleik: 27 1 fyrri umferð: 16 f seinni umferð: 35 Fyrsta mark f leik: 17 Sigurmörle 4 Þrennur: 3 Aðferðir: Vinstri fótar skot: 2 Flægri fótar skot: 38 Skallamörk: 8 Mörk úr vítum: 3 Staðsetning: Úr markteig: 7 Utan teigs: 13 Úr vítateig: 38 Mörk gegn einstökum liðum Fram 9 (A 8 Keflavík 7 (BV 6 Þróttur 3 Þór Akureyri 3 Víkingur 3 Breiðablik 3 Fylkir 2 KA 2 KR 2 Leiftur 1 Valur 1 FH 1 Mörk á einstökum leikvöllum: Grindavfkurvöllur (nýi) 17 Laugardalsvöllur 8 Keflavíkurvöllur 6 Grindavíkurvöllur (gamli) 6 Akureyrarvöllur 4 Akranesvöllur 3 KR-völlur 3 Kópavogsvöllur 2 Fylkisvöllur 1 Ólafsfjarðarvöllur 1 Grétar Hjartarson skoraði tvö fyrstu mörkin sín í efstu deild með vinstri fæti (sumarið 1998) en hefur siðan ekki skorað mark með vinstri fætinum. Frá þeim tima hefur Grétar bætt við 49 mörkum, 41 með hægri (3 úr víti) og 8 með skalla. Grétar hefur skorað 11 af síðustu 27 mörkum sínum í efstu deild með skotum fyrir utan vitateig. Grétar skoraði 7 marka sinna sumarið 2002 (af 13) fyrir utan vítateig. Grétar hefur skorað 8 mörk i 7 deildarleikjum sínum á Laugar- dalsvellinum og hefur skorað í öllum leikjunum nema einum. Sá eini sem hefur haldið hreinu gegn Grétari í Laugardalnum er Fjalar Þorgeirsson sem varði mark Fram gegn honum 9. júnl 2001. Grétar á eftir að fara einu sinni til viðbótar á Laugardals- völlinn I sumar til að mæta einmitt Fjalari Þorgeirssyni og fé- lögum hans I Þrótti. Grétar skoraði aðeins 1 mark á fyrstu 800 mínútum sínum f KR- búningnum en skoraði sfðan tvö mörk á 45 mínútum gegn Fram. Markaskorarinn Grétar Ólafur Hjartarson tvöfaldaði í fyrrakvöld markaskorun sumarsins í deildinni, en hann skoraði tvívegis fyrir KR gegn Fram. í hinum níu leikjum sumarsins hafði hann skorað einungis eitt mark og voru því margir KR- ingar sem fögnuðu því að markamaskínan Grétar væri loksins komin í gang. Hefðum unnið hvaða lið sem er ,Það standa allir heilshugar á bak við Magga, enda er hann toppþjálfari." KR-ingar unnu sinn langstærsta sigur í sumar er þeir hreinlega kjöldrógu lið Fram sem virtist algerlega heillum horfið. Grétar Hjartarson skoraði tvö mörk í leiknum og var þungu fargi af honum létt fyrir vikið. laust við falldrauginn. „Við erum ennþá í fallbaráttu og við verðum að líta á hvern leik sem úrslitaleik," seg- ir Grétar. Um eigin frammistöðu í sumar segir hann að mörkin tvö í gær hafi verið mikill léttir fyrir hann. „Það er ekki ásættanlegt að skora bara eitt mark í deildinni í níu leikj- um - ég er til dæmis búinn að skora þrjú mörk í bikarnum. En svona er þetta bara, maður verður þess í stað að reyna að vinna fyrir iiðið og reyna að gleyma því að maður hefur ekki verið að skora mörg mörk. Það tókst í gær og nýtti ég bæði færin sem ég fékk. Það var vissulega léttir eins og það er alltaf. Maður fær á sig ákveðna pressu ef maður skorar ekki í nokkrum leikjum í röð.“ Grétar skoraði í leiknum á sunnudag sitt 50. mark í efstu deild og segir hann það vera ánægjulegan áfanga. „Ég tel mig vera búinn að sanna að ég geti vel spilað í þessari deild og ég breytist ekki í lélegan leikmann á nokkrum vikum. Ég vissi afltaf að þetta væri að koma hjá mér. Það er fínt að vera kominn með 50 mörk og ef ég verð hér á landi út fer- ilinn þá set ég hiklaust stefnuna á 100 mörk.“ eirikurst@dv.is *-,,j . *'! Yfirburðir KR gegn Fram voru miklir enda þeir síðamefndu mjög slakir. Þegar Fram missti svo Dan- ann Bo Henriksen út af með rautt spjald datt allur botn úr leik liðsins og KR-ingar gengu á lagið. Sigurvin Ólafsson og Rógvi Jacobsen skoruðu hin mörk KR í leiknum. „Það var frá- bært að skora í gær og ennþá ljúfara að vinna leikinn," sagði Grétar í samtali við DV-sport í gær. „Þetta var mjög mikilvægur sigur. Við spil- uðum miklu betur og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn og þó svo að Framarar hafi ekki verið upp á sitt besta í gær hugsa ég að við hefðum unnið hvaða lið sem er eins og við spiluðum í gær.“ Allt undir gegn Val Eftir tap KR fyrir Fylki á heima- velli í síðustu umferð var ljóst að KR hefði dottið í fallbaráttu deildarinn- ar og leikurinn við Fram var því botnslagur eins og þeir gerast hvað bestir. „Við höfum verið að ræða þetta innan liðsins undanfarnar vik- ur og við teljum að í gær hafi nýtt mót hafist og unnum við fyrsta leik- inn. Þessi sigur færir liðinu aukið sjálfstraust og við verðum að byggja á þessum leik og halda svo ótrauðir áfram. Nú er stefnan ein- faldlega sett á sigur í næsta leik sem er gegn Val í bik- arnum. Við klárum hann og þá tekur næsti leikur við.“ Grétar neitar því ekki að ekkert lið nái að ógna FH og Val í efstu sætum deildar- innar og að eini sénsinn fyr- ir hin lið deildarinnar, þar með talið KR, á titli er í bik- arkeppninni. „Það verður afit lagt í leikinn gegn Val," sagði Grétar. Maggi er toppþjálfari Grétar segir að allt það umtal sem hafi verið í kringum liðið og ekki síst þjálfara þess, Magnús Gylfason, hafi verið erfitt í upphafi móts. „En núna erum við búnir að þjappa okkur betur saman og ég held að það hafi styrkt okk- ur ef til lengri tíma er litið. Það eru allir sem standa heilshugar á bak við Magga enda er hann toppþjálfari. Stemmingin í liðinu er mjög fi'n og við getum núna leyft okkur að fagna þessum sigri. En svo hefst alvaran á ný.“ En þrátt fyrir sigurinn í gær er lið KR síður en svo rkGrétarspeuwii/iii— rétar Ólafur Hjartarson leikur á Eggert n og skorar fyrsta markið I leik Fram mnudagskvöldið. DM-myndtrHan i-d* \ i,, „V I-:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.