Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDACUR 19.JÚLÍ2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Klámkynslóðin á tónleikum Snoop. Mávum fjölgar þrátt fyrir skothríð „Mávurinn hefur minna að éta, þess vegna er hann orðinn svona áberandi," segir Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og náttúru- spekúlant. Sigurður segir skort á æti fyrir sjófugla á Vesturlandi vera hugsanlega skýringu á því hversu sýni- legur mávurinn hefur verið undanfarið. „Ekkert sandsíli er að hafa fyrir fuglana og þess vegna verðum við meira vör við mávinn. Enginn veit hvað varð um sandsílið en þetta hefur áður gerst.“ Ha? Aberandi Skorturáfæðu er hugsanleg skýring á þvihversu sýnilegur mávurinn er. Fuglinn sem í daglegu tali er kallaður mávur heitir sílamávur. Sigurður segir við verða frekar vör við hann en aðra sjófugla sökum þess að hann getur étið fleiri fæðutegundir. „Sflamávurinn getur jafnvel étið rusl og þess háttar," seg- ir Sigurður. Stundum þegar mikið hefur verið um máva er gripið til þess ráðs að skjóta fuglinn. Sigurður telur það ekki vera gott ráð. „Það hefur engin áhrif að skjóta mávinn. Þeim hefur fjölgað þrátt fyrir skothríð, það hefur sýnt sig. Eina sem fólk fær út úr því að skjóta máv er útrás skotveiðimannanna." Hvað veist þú um 1. Hver er formaður Frjáls- hyggjufélagsins? 2. Hver er pabbi Gunn- laugs? 3. Við hvaða skóla áttu þeir feðgarnir í deilum? 4. Við hvað var Jón Steinar ósáttur? 5. Hvernig endaði málið? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Þórey er meðvituö um hvað þarftil að ná árangri, “ segir Sigríður Albertsdóttir, móðir Þóreyjar Eddu El/sdóttur stanga- stökkvara.„Þórey reynir að halda mark- miðum sinum, hún er reglusöm, boröar rétt og sefur nægllega mikið. Þórey er mjög góð stelpa, heilbrigð og trú vinum slnum og vandamönnum. Hún er hörð við sjálfa sig og sleppir aldrei úr æfingum hvortsem það eru jól eða páskar." Þórey Edda varð önnur í stanga- stökki á stigamóti alþjóðlega frjálsí- þróttasambandsins í Madríd um helgina. Þórey stökk 4,45 metra. Þórey þjálfar þessa stundina i Leverkusen í Þýskalandi en er jafn- framt i fjarnámi frá Hf í umhverfis- verkfræði. Gott hjá Kára Stefánssyni að gerast læknir. 1. Gunnlaugur Jónsson 2. Jón Steinar Gunnlaugsson 3. Verslunarskóli fslands 4. Lágar einkunnir sonar síns. 5. Kvörtunarbréf Jóns Stelnars var hengt upp á göngum skólans og fjölmiðlar komust I málið. Magnús Þúp styDur Leoncie Býður indversku prinsessunni ú Alþingi „Hún er litrflc og skemmtileg og gott krydd í tilveruna," segir Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður um söngdrottninguna Leoncie. Þau hitt- ust í fyrsta skiptið í útvarpsþætti á Talstöðinni á laugardag- inn fyrir rúmri viku síðan og seg- ist Magnús hafa Líkaði við Leoncie Magnús Þór Haf- steinsson alþingis- maður bauð Leoncie i skoðunarferð um Al- þingishúsið. skemmt sér konunglega með henni í þættinum og þeim hafi orðið vel til vina. Aðför var gerð að heimili Leoncie á föstudaginn. Ungmenni mót- mæltu fyrir utan og slógu á glugga söngkonunnar með hrífum. Magnús hafði heyrt af atvikinu og harmar það „Mér finnst þetta af- skaplega leiðinlegar fréttir," segir Magnús en er þó ekki tilbúinn til að taka afstöðu í málinu þar sem hann þekki ekki málavexti til hlítar. Hann bætti því þó við að það væri lykilat- riði að fólk sýndi hvert öðru um- burðarlyndi og að Leoncie hefði réttindi eins og allir aðrir íbúar landsins. íbúi í Sandgerði hafði samband við DV vegna fréttar í blaðinu í gær um aðsúg að heimili Leoncie. Hann hélt því fram að söngkonan væri ekki sú fyrsta sem lenti í einelti í Sandgerði, það hefði þekkst í áratugi þar í bæ að fólk væri lagt i einelti. Hann hélt að um samfélagslegt mein væri að ræða. Jafnframt gagn- rýndi hann lögregluna fyrir aðgerð- arleysi á föstudaginn og velti fyrir sér hver viðbrögð lögreglu hefðu verið I Fjallaði ítarlega um aðsúginn sem gerð- ur var að heimili Le- oncie á föstudag. A leið á Alþingi Leoncie og Viktorgætu verið á leið ÍAIþing- ishúsið í fylgd Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. hefðu sömu aðstæður komið upp fyrir utan heimili Geirs H. Haarde. Bæjarstjórinn í Sandgerði, Sig- urður Valur Ásbjarnarson, er í sumarfríi og segist ekki hafa heyrt af málinu. Magnús lofaði Leoncie í út- varpsþættinum skoðunarferð um Alþingishúsið hvenær sem hún vildi. Magnús stendur við stóru orðin og ítrekaði tilboðið við blaðamann DV í gær. „Það eru reyndar framkvæmdir í gangi þar núna en um leið og þær eru búnar er hún velkomin og auðvitað Viktor lflca." Sölustöðum áfengis fjölgar Útsölustöðum léttvíns og bjórs mun fjölga stórlega ef Alþingi heim- ilar einkaaðilum að annast sölu áfengis. Helstu matvöruverslanir og þjónustustöðvar olíufélaganna eru um 280 talsins. Ef þær hæfu sölu áfengis mundi sölustöðum fjölga rækilega, en ríkið rekur 46 vínbúðir ídag. „í framtíðinni langar okkur til þess að geta selt léttvín og bjór í matvöruverslunum," segir Kristinn Skúlason markaðsstjóri Nóatúns. Verslanir Nóatúns tóku forskot á sæluna með því að gefa viðskipta- vinum sínum ókeypis bjór með gas- grillum. Kristinn segir verslanir Nóatúns fullfærar um að annast sölu áfengis, engin ástæða sé til þess að ríkið standi eitt að henni. „Þetta er það sem við viljum sjá í framtíðinni, að fólk geti keypt steik og bjór í Ieiðinni," segir Kristinn. Áhugamenn um aukið frelsi þurfa þó að bíða eitthvað lengur. Frumvarp um afnám einkasölu rflc- isins er enn í meðferð Allsherjar- nefndar og verður væntanlega ekki tekið aftur til umræðu fyrr en Al- þingi kemur saman á ný. Bensínstöð Essó Hveragerði. Býð- ur bjór og bensin. Krossgátan Lárétt: 1 ill, 4 ójafna, 7 ró, 8 birta, 10 maul,12 frestaði, 13 kjökra, 14 bráðum, 15 hvassviðri, 16 spottakorn, 18 orku, 21 lagvopn, 22 krók, 23 heimsk. Lóðrétt: 1 hættumerki, 2 hlass,3 tilkomumikil,4 þverskallast,5 sudda,6 tæki,9 likama, 11 borð,16 sekt, 17 armur, 19 hreyfing, 20 straum- ur. Lausná krossgátu _ '6os 07 Jeg 6 L u|o /1 'sjos 91 'iiued 11 'ddoj>| 6 '1919 'egn s 'ase>|Sofjc| y -6a|jepuXLU £ '|>|æ z 'sos i m^JOon •6aji £2'6ua>( £Z'esu3| ij'sge 81 jods 91 '>|oj SL'uuas 'b|oa £t'ojp ZL jdeíoi'upiss'eJJ/bi z'lsnc|Þ'ujæ|s im^jei ÍWMŒJ’iV ÞOUR tivR'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.