Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 39
DV SíBast en ekkí síst ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 39 Síðast en ekki síst Vonbrigði Ég vakna ringlaður og illa sof- inn og sakna Islands. Ég, sem íslendingur, er vanur einföldum smekk þegar kemur að rúmfönrm. Gamla góða íslenska sængin, sængurverið, lakið og koddaverið eru jafnsjálfsagður part- ur af íslenskri tilveru minni og dán- arfregnir og jarðarfarir. En tilvera mín ranghverfist þegar ég fer til annara landa og gisti á þar- lendum hótelum. Þar er sængin jafnan víðsfjarri. í hennar stað er manni boðið upp á Iak og yfir því annað lak og yfir því ullarteppi. Yfir ullarteppinu er svo rúmteppi. Kodd- amir em Ifka einkennilegir, óvenju langir með koddaveri sem er opið í báða enda. Lakið og teppið em svo fest niður með rúmgaflinum og ef maður vill ekki sofa í spennitreyju þarf maður að berjast um á hæl og hnakka við að losa þau. Þetta gerir það að verk- um að þau sundrast hvert frá öðm og nóttin fer í að finna út hvað hæfir hverju. Stundum endar maður bara með lakið yfir sér, þá getur manni orðið of kalt. Eða maður hefur bara ullarteppið yfir sér og þá verður manni of heitt, auk þess sem ullar- teppi eiga það til að stinga. Um morguninn vaknar maður ringlaður og illa sofinn og saknar ís- lands, þar sem lífið er einfalt. Á ís- landi er yfirleitt svo kalt að maður þarf sæng. Ef manni verður of heitt opnar maður gluggann. Áfram ís- land. Sigurjón Kjartansson á í mestu vandræðum með að sætta sig við rúmföt á erlend- um hótelum. Hann kýs gömlu góðu íslensku sængina. Hann mótmælir harðlega. Fyrstu viö- brögð Vei um■ búiö rúm á er- lendu hóteli. Sigurjón Kjartansson skrifar IDV mánudaga, þriöjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Ennþá allt (lagi Ég horfi með tilhlökkun til næturinnar I þessu vel umbúna rúmi. Rúmföt á erlendum hótelum ji mm i mm filisg CS/ á * Veðrið fer batnandi. Búast má við björtu og þurru veðri víðast hvar í dag. Hiti verður kannski ekki hár. Rétt skríður yfir tíu stig. Á morgun og á fimmtudag er búist við björtu og góðu veðri þótt þoku getur orðið vart með ströndum. Það hlýnar fram eftirviku. & ev & J Ý 12 36 28 19 29 '■rgun\ fmmmi í?*^3 c3 /»-, Jakob Bjarnar Grétarsson • Flokkarnir eru nú að púsla saman mannskap fyrir borgarstjórarkosn- ingamar í vor. Hugs- anlegir til að sækjast eftir efsta sæti Sjálf- stæðisflokksins fyrir utan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson em þeir Gísli Marteinn Baldursson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fleiri kostir em þó f stöðunni. Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið nefndur og þá ekki síður Hanna Bima Krist- jánsdóttir. Mikið viðtal var við pg : ■ HönnuBirnuí m Mogganum nýlega og töldu menn til- í efnið að hún ætlaði A ~W sér að lýsa yfir því að I hún vildi leiða list- ann. Svo virðist sem hún hafi á síðustu stundu guggnað á yfirlýsingum þar um... # Annars hefur Vil- hjálmur Þ. aldrei verið fnskari en einmitt um þessar mundir og vandséð hvernig nokkur á möguleika í hann sem stendur. Vilhjálmur mætti í viðtal í laugardagsmorgunþætti Tal- stöðvarinnar, gerði sér lítið fyrir og söng Vert’ekki að horfa svona alltaf á mig - tók jafnvel sjálfum Ragga Bjama fram svo góður var söngur- inn. Var hann af umsjónarmönnun- um Eirfld Jónssyni og Reyni Traustasyni hvattur til að taka lagið í sjónvarpi. Láti hann verða af því sé ekki einu sinni til umræðu hvort einhver annar en Vilhjálmur muni leiða Sjálfstæðis- menn til kosninga í vor... # DV sagði frá því fyrir nokkru að þeir hjá Tme North, sem annast um- sýslu fyrir Clint Eastwood hér á landi í tengslum við kvikmyndina Feðranna fána, hefðu hringt á veit- ingastaðinn Mekong í örvæntingar- fullri leit að aukaleikurum af asísku bergi brotna. Þar fannst einn Tæ- lendingur - kokkurinn Jack. Hann tók að sér að finna 20 karlmenn asíska í útliti en sjálfur hafði hann engan áhuga á að leggja fyrir sig kvikmyndaleik. Lét sér reyndar fátt um finnast, enda aldrei heyrt talað um mann að nafni Clint Eastwood... • Ummæli Össurar Skarphéðinssonar um að óháðir og þá Dagur B. Eggertsson eigi leið að lista R- listans hafa valdið miklum usla þar innabúðar. Og í Fréttablaðinu í gær var össur nán- ast skotinn á flugi með fyrirsögn- inni: Yfirlýsingin sögð heimskuleg. Er þar einkum vitnað í orð Áma Þórs Sigurðssonar en einnig Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein - allt borgarfulltrúar sem eiga nokkra hagsmuni að verja. En Öss- uri og mönnum honum tengdir finnst kúnstugt að hinn ágæti blaða- maður OddurÁst- ráðsson skulu um fjalla því móðir hans er Svandís Svavars- dóttir, dóttir Svavars Gestssonar en hún er einn riddara R-listans í viðræðu- nefndinni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.