Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl2005 Lífið DV V Hálfdán Steinþórsson mun birtast á skjánum í haust Hálfdán í sæng með Völu Matt „Ég er aö fara að byrja meö nýjan þátt í hanst með Völu Matt," segir Hálfdán Steinþórsson sjón varpsmaður. Það hefur vak ið athygli að andlit Hálf- dáns birtist í auglýsingu þar sem talað er um fræga fólkið vinni á Sirkusi. Fólk undraði sig á því að andht hans sæist þar, en hann hefur aldrei birst í nein- um þættí. „Ég er sölustjóri á Sirkusi núna,“ segirHálfdán, en starf hans felst í megindráttum í að selja auglýsingar. Hann er eng- inn nýgræðingur í því starfi. „Ég var að vinna við þetta í þijú ár á Skjánum [Skjá einum] þangað til ég færði mig hingað yfir," segir Hálfdán, sem kann vel við sig í nýju starfi. Hann bíður spenntur eftir að starfa með Völu Matt, en þau ættu að þekkjast frá Skjá einum. „Vala er mikil vinkona mín og frábær kona í alla staði. Það verður skemmtilegt að vinna með henni," segir Hálfdán. En hvemig þáttur verðiu: þetta hjá Völu og Hálfdáni? „Við ætlum að hóa saman ýmsum starfsstéttum og láta þau svara spumingum og leysa þrautir," segir Hálfdán með þeim afleiðingum að blaðamaður skellir upp úr. Fyrir þá sem ekki vita stýrði Hálfdán þættinum Landsins snjallastí sem var byggður upp á sömu hugmynd. Sá þáttur lifði ekki lengi á skjánum. „Þú mátt ekki segja neinum frá þessari hugmynd, það gætí einhver stolið henni," segir Hálfdán, sem augljóslega heftir húmor fyrir sjálfum sér og sínum óförum á skjánum. „En að öllu gríni Karítas Pálsdóttir er nýkomin úr námi á Ítalíu þar sem hún lagði stund á mynd- skreytingu og teiknimyndagerð. Nú er hún komin heim og horfir björtum augum fram á veginn. Paris Hilton kærð fyr- irærumeiðingar Leikkonan Zeta Graff hefur stefnt Paris Hilton fyrir ærumeiðandi ummæli um sig íThe New York post. Zeta Graff á að hafa stigið í vænginn við Paris Latsis unnusta Paris Hilton eftir því sem hót- elerfinginn sagði í viðtali við blaðið. Zeta ætlar ekki að láta þessar ásakanir yfir sig ganga og segist viss um að vinna málið, en hún fer fram á 10 millj- ónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Nýlega hafði hún 18 milljónir út úr Francois, fyrrverandi eiginmanni sínum. Verða sögumenn í mynd um 9/11 Leikararnir Hil- ary Swank og Kevin Costner hafa samþykkt að vera sögu- menn í heimild- armynd sem fjall- ar um þá hræði- legur atburði sem gerðust íTví- turnunum 11. september 2001. Myndin heitir On native soil: The Documentary of the 9/11. Hún segir fimm ólíkar sögur af fólki tsem lifði hörmungarnar af og sýnir viðtöl við fjöl- iskyldur fórnarlamba ' hryðjuverkanna. „Ég var á Manhattan þennan hrikalega dag. Ég vil taka þátt í þessu \ vegna þess að ég vil að það heyrist í þeim sem lifðu af. Ég get Ihjálpað þeim að láta heyr- last í sér." Óvænt símtal frá Jay Leno Rapparanum Ludacris brá heldur betur í brún þegar Jay Leno hringdi allt í einu heim til hans og óskaði honum til ham- ingju með góða frammistöðu í kvikmyndinni Crash. Ludacris sem heitir réttu nafni Christopher Bridges lék ásamt Söndru Bullock og Matt Dillon og þótti standa sig vel.„Það eru aðeins fimm manns í Iheiminum sem vita númer- |ið heima hjá mér. Þegar Jay hringdi trúði ég varla hvað væri í gangi. Það eru ekki margir sem ég lít | upp til en ef þú átt yfir ■ 80 bíla ertu einn af Iþeim. Þrátt fyrir æs- linginn vegna símtals- ' ins varð ég að spyrja, hvernig {fjandanum Ifékkstu númerið hjá Imér?" segir Ludacris. „Ég kláraði námið í júní og er að taka smáhvfld núna," segir Karítas Pálsdóttir. Hún er nýútskrifuð úr European Institute of Design á Ítalíu þar sem hún lagði stund á myndskreytingu og teiknimynda- gerð. Barnabók um dauðann Lokaverkefni Karítasar í skólan- um var barnabók hennar um dauðann. „Það er alltaf fjallað um dauðann á svo stöðluðu formi þar sem vitnað er í Biblíuna og annað. Ég vildi gera þetta án þess að blanda trúarbrögðum í málið," segir Karítas. Hún brá frekar á það ráð að segja sögu sem væri hlut- laus gagnvart trúarbrögðum. „Sag- an er um stelpu sem fréttir það frá foreldrum sínum að hundurinn hennar er dáinn. Hún spyr pabba sinn um hundinn og hann segir henni að hann sé á sérstökum stað þar sem sálirnar koma saman. Svo spyr hún mömmu sína og hún gef- ur henni svipað svar. Loksins spyr hún ömmu sína og fær þá rétta svarið. Hún segir að hundurinn sé grafinn ofan í jörðina, að líkaminn sé dáinn en minningin lifi," segir Karítas. Hún skrifaði söguna upphaflega á ítölsku en þýddi hana síðan á ensku. Nú vonast hún til þess að finna útgefanda að bókinni hér- lendis. ítalir ofurrólegir Karítas segir að hún hafi kunn- að vel við sig í náminu á Ítalíu en þar bjó hún í fjögur ár. Námið tók Vala Matt Birtist á Skjánum með Háifdáni. slepptu þá er ekki alveg komið á hreint hvemig þessi þáttur verður." Það verður gaman að fylgjast með Hálfdáni þegar hann kemur „Það er alltaffjallað um dauðann á svo stöðluðu formiþar sem vitnað er í Biblí- una og annað. Ég vildi gera þetta án þess að blanda trúarbrögðum ímálið." þrjú ár en áður bjó hún þar í eitt ár til þess að ná tökum á tungumál- inu. Hún segir ítali vera mjög ró- lega á því. A virkum dögum voru kaffihús oft full út úr dyrum og hún hafi þá spurt sig hvort þetta fólk þyrfti ekki að mæta í vinnu. „Það er allt frekar óskipulagt þarna, en maður þarf bara að venjast því,“ segir Karítas, sem saknar einna helst veðursins og matarins frá Ítalíu. „Maturinn er mun ferskari þarna, þá sérstaklega ávextirnir og grænmetið." Vinnur að teiknimynd Karítas er nú komin heim um óákveðinn tíma. „Ég ætla að byrja hérna heima og kanna hvaða verk- efni ég kemst í. Nú er ég að vinna að bók eftir danskan höfund. Svo er ætlunin að gera teiknimynd. Þá sem ég söguna og vinn í raun allt frá grunni sjálf," segir Karítas, en myndin mun verða svokölluð stop-motion-mynd. Fyrir þá sem ekki vita.eru myndir eins og Karítas Pálsdóttir Nýkomin úr námi frá ítalfu þar sem hún lærði teiknimyndagerð og mynd- skreytingu. DV-mynd Páll aftur á öldur ljósvakans en hann er að margra matí besti Djúpu laugar- stjómandi sem uppi hefur verið. soli@dv.is Chicken run og þættirnir með hin- um heimsfræga og sívinsæla Bubba gerðir með þeirri tækni. „Svo er aldrei að vita nema ég fari eitthvert út. Mig langar að reyna að komast inn í þennan stop-motion- bransa," segir Karítas. Það verður gaman að fylgjast með þessari ungu og efnilegu stúlku í framtíð- inni. soli@dv.is ■ SkPlfall bambók <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.