Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 10
I J 0 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl2005 Fréttír DV Stefán er fullur bjartsýni og mikill vinur vina sinna. Áreiö- anlegur og traustur. Hans helstí galli ersá aö hann getur verið hvatvís og stórtækur í hugmyndum og tekur því misvel ef fólk mælir á móti þeim. „Helsti kostur Stefáns er hvaö hann getur verið fyndinn og skemmtileg- ur. Hann er mjög dríf- andi og er mikill nátt- úruverndarsinni. Hann er grlöarlegur matgæö- ingur og þaö er kostur en á móti kemur aö hann hefur aldrei boöiö mér I mat, þaö er galli. Einnig er hann oflangt til hægri viö mig og getur veriö fljótfær og frekur. Hann á þaö llka til aö tala áöuren hann hugsar.“ Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG „Hann er mjög góður stóri bróöir. Hann er mjög áreiðanlegurog alltaf gott aö leita til hans. Hann ræktar sambandið viö fjölskyldu slna og sérstak- lega frændsystkini, frábær veiöi- félagi, góöur sagnamaöur og gestgjafi. Hans helsti galli er aö honum finnst eigin veiöisögur of skemmtilegar. Hann getur llka veriö svolltið hvatvls og gengur stundum út frá þvl aö allir séu réttsýnir og góöir eins og hann.efþaö telstgalli.“ Hildur BJÖrg Hafstein, verkefnisstjóri hjá LýOheilsustöð. „Stefán er bjartsýnn og drífandi framkvæmdamaður. Hann séryfirleittalltaf björtu hliöarnaráöllu og trúir á þaö góöa I fólki. Hann er um- hyggjusamur viö slna nánustu. Hann er mikill umhverfis- og náttúruverndarsinni og þaö er mikill kostur. Sumir segja aö Stefán sé hrokafullur, en þaö er bara I nösunum á honum þvl hann er það alls ekki. Hans helsti galli er kannski sá aö hann skilur ekki aö það eru ekki allir jafnbjartsýnir og hann.“ Siguröur G. Tómasson útvarpsmaöur. Stefán Jón Hafstein fæddist í Reykjavík þann 18.febrúarári0 1955.Hann er mennt- aður fjölmiölafræöingur og lauk BA f fjöl- miölafræöi frá Polytechnic ofCentral London áriö 1979 og MA prófi í boöskipta- fræöi frá Annenberg School ofCommun- ications. Stefán er giftur Guörúnu Kristínu Siguröardóttir og situr I borgarstjórn fyrir R-listann. Hann var aöalhugmyndasmiöur Dægumálaútvarpsins á Rás 2 og stýröi þvl meö miklum sóma Sjö fíkniefnamál á tónleikum Sjö fíkniefnamál komu upp á borð hjá lögreglunni í Reykjavík við eftirlit á tónleik- um bandaríska rapparans Snoop Dogg. Lögreglan notaði fíkniefna- hund við leit á hljómleikunum. Mun hundurinn hafa skilað mest- um árangri í leitinni og fundið megnið af þeim efn- um sem gerð voru upptæk, í öllum tilvikum var um að ræða lítilræði fíkniefna til neyslu. Tafir á umferð vegna tónleikanna voru með minnsta móti og gekk löggæsla vel að sögn lög- reglunnar. Björgólfur kaupir Sívaxandi umsvif Björgólfs Thors Björgólfssonar i evr- ópsku viðskiptalifi hafa kallað á nýja hugsun varðandi starfsumhverfi. Björgólfur hefur nú fjárfest í Bombardi- er - þotu sem í framtiðinni verður vinnustaður hans þegar hann flýgur á milli staða í viðskiptaerindum. Reykjavíkurflugvöllur f gær Þota Björgólfs Thors I sumarsól- inni; bíöur eiganda slns næst þeg- ar gera þarf viðskipti erlendis. Þot- an tekur fjórtán manns i sæti. Þórshamarinn á stéli Þota Björgólfs Thors er merkt ein- kennistákni fyrirtækis hans I London, Novator. Fiskvinnslan Suðumes i Keflavik lokuð, um 40 missa vinnuna Fara ekki í grátkórinn Árni Sigfússon bæjarstjóri i Reykjanesbæ segir atvinnumál I bænum góö. manna samfélagi eru þetta ekki gríðarleg umskipti," segir Ami Sig- fússon bæjarstjóri í Reykjavík. í gær tilkynnti fiskvinnslufyrirtækið Suð- umes að það hyggðist hætta starf- semi, en hjá því starfa um fjömtíu manns. „Hins vegar er alltaf slæmt að fiskvinnslufyrirtæki sjái sér ekki fært að vera í rekstri í bænum." Að sögn Árna er fyrirtækið f eigu Hollendinga og vissu bæjaryfirvöld af því að fyrirtækið væri í vanda. „Við vomm búnir að aðstoða þá að undanfömu með ákveðinni fyrir- greiðslu. Við töldum að þetta væri í höfn hjá þeim, en Hollendingarnir líta þetta greinilega öðrum augum.“ Árni segir atvinnulíf í bænum vera mjög fjölbreytt og bætir við: „Við förum ekki í grátkórinn vegna þessa máls.“ Árni segir að það vanti víða fólk í vinnu í Reykjanesbæ þannig að í sjálfu sér ætti ekki að fjölga á at- vinnuleysisskrá. „Þetta em reyndar mestmegnis útlendingar sem störf- uðu þama og hlaupa ekki í ölf þjón- ustustörf. Hins vegar vantar fólk við flugþjónustu og það gæti hentað mörgum þeirra." Að lokum bætir hann við að bærinn muni hjálpa þeim að fá vinnu sem vantar vinnu. Blótaðí Skatnavör Ásatrúarmenn héldu sumarblót í Skatnavör við Arnames á föstudag. Þótt um heiðinn sið sé að ræða vom þar saman komnir heiðnir og óheiðnir. Vestfirðingagoðinn Ey- vindur P. Eiríksson stjórnaði at- höfninni en viðstödd blótið var Jón- ína K. Berg Þórsnesingagoði og staðgengifl allsheijargoða í fjarvem hans. Að blóti loknu var kveikt upp í grilli í Amardal og þáðu þeir sem vildu heimboð Vestfjarðargoða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.