Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Fjölskyldan DV Fólínsýra góð fyrírfóstrið Eina vítamínið sem mælt er með að ailar bamshafandi konur taki er fólínsýra. Æski- legt er að taka 400 míkrógrömm eða 0,4 mg á dag í 4 vikur fyrir með- göngu og á meðgöngunni sjáifri að minnsta kosti fyrstu 12 vikumar. Margar fæðutegundir inni- halda fólínsým. Sérstaklega grænmeti, ávejctir, baunir og vítamínbætt morgunkom. Fólínsýra er ekki skaðleg en þó er ekki ástæða til að taka meira en 400 míkrógrömm á dag, nema læknir eða ljós- móöir ráðleggi annað. Sesar tekinn meö keisaraskuröl Þaö þykir ekki llklegt. Sesartekinn með keisaraskurði Samkvæmt gömlum sögnum er hugtakið keisaraskurður eða ces- arean eins og sagt er á ensku, komið til af því að rómverski keisarinn Júlíus Sesar var tekinn með slikum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móð- ir hans hafi verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær útilokað er talið að kona hefði getað lifað keisaraskurð af á þeim tímum er ósennilegt að sagan um fæðingu Sesars stand- ist. Líklegra er talið að nafn að- gerðarinnar sé sprottið af því að hún hafi fyrst verið framkvæmd á dögum Júlíusar Sesars. Elsta dæmið sem fundist hefur um að kona hafi lifað keisara- skurð af er frá Þýskalandi frá árinu 1500. Þá á Jacob Nufer, svínageldingamaður, að hafa framkvæmt aðgerðina á konu sinni eftir að fæðing barns þeirra hafði dregist á langinn. önnur heimild segir hins vegar að fyrsta skrásetta heimildin um keisaraskurð á lifandi konu sé frá árinu 1610. Sú kona lést 25 dög- um eftir uppskurðinn. Mexikóskt lasagna Það er ekkert grín að elda ofan f fjölskylduna, sérstaklega ef hún er stór. Þessi fljódega uppskrift er fyrir áttamanns. Hráefni 500 gr fítulítiö nautahakk Hálfur bolli saxaö sellerí Hálfur bolli saxaður laukur 2 marðir hvitlauksgeirar 1/4 bolli saxaður jalapenjó-pipar 1 dós saxaðir niöursoðnir tómatar 1 dós afenchilada-sósu 20 sneiöar afosti Util dós afkotasælu 1 hrærð eggjahvíta 6 meðalstórar tortiHur, skornar I þrennt Saltog pipar Aðferð: Hakk, laukur, sellerí, hvítlaukur og jalapenjó er steikt saman á pönnu. Tómötum bætt við og 2/3 af enchilada-sósunni. Kryddað meö pip- ar og salti. Látiö malla í 10 mfnútur. A meðan er 4 ostsneiðum, kotasælu og eggjahvítunni blandað saman í hrær- ara. Afgangurinn af enchilada-sós- unni er hitaður á pönnu og tortilla- bitarnir eru steiktir upp úr henni. Einn þriðji af kjötsósunni er settur f eldfast mót, helmingur af ostasósunni ofan á og svo tortillur. Endurtekið þannig að efsta lagið sé með kjötsósu og af- gangur af ostsneiðum settur ofan á. Bakað við 180"C í 25 mínútur. Komdusæl Valgerður! Ég á í bölv- uðu basli með 15 ára dóttur mína sem er frekar þroskuð eftir aldri. Nú vill hún fara ein á útihátíð um verslunarmanna- helgina með vinum sínum á sama reki. Mér skilst að þeir megi fara en mér og pabba hennar finnst hún alltof ung. Það er nánast stríðsástand á heimilinu. Komdu sæl! Vérslunarmannahelginni fylgir oft mikil eftirvænting meðal ung- linga og er hápunktur sumarsins í huga margra. Það er hinsvegar ekki að ástæðulausu sem margir foreldr- ar kvíða verslunarmannahelginni. Reglulega berast fréttir af nauðgun- um, ofbeldi, drykkju og eiturlyfja- neyslu á mótssvæðum um allt land. Full ástæða er til að fara varlega. Bannað innan sextán Aðgangur að útihátíðum miðast við árið sem unglingurinn verður 16 ára. Hafi dóttir þín orðið 15 ára í ár kemur auðvitað ekki til greina að hleypa henni einni á mót. Fulltrúar Stígamóta benda á að á útihátíðum eru unglingarnir að heiman yfir nótt og þurfa því ekki að mæta forráðamönnum sínum í því ástandi sem þeir kunna að vera að skemmtun lokinni. Við þær aðstæður er hætta á að þeir sleppi fram af sér beislinu og lendi í vanda sem hvorki þeir né skipu- leggjendur útihátíða ráða við. Eg skil vel að þið viljið hafa hem- il á dóttur ykkar. Löggjafinn ætlast líka til að þið berið ábyrgð á henni að minnsta kosti til 18 ára aldurs. Eftir það ræður hún sér sjálf. í sjálfu sér getið þið einfaldlega bannað henni að fara, en það lagar varla stríðsástandið á heimilinu. Þess vegna þarf helst að flnna ein- hverja lausn um þessa mestu ferða- helgi ársins sem allir geta sætt sig við. Ég held að það sé rétt að þú og maðurinn þinn ræðið hvað þið eruð tilbúin til að gera til að koma á móts við dóttur ykkar. Það mega allir fara! Hvað er hæft í því að jafnaldrar hennar og vinir hafi fengið leyfi til að fara? A hverjum skilst þér það? Dóttur þinni? Getur verið að ein- beittur vilji hennar til að fara í úti- legu valdi því að hún færi dálítið í stílinn? Kannið þið það sjálf hjá for- eldrum vina hennar. Ef til vill er sama stríðsástandið á fleiri heimil- um og foreldrarnir geta þá sameig- inlega tekist á við vandamálið. Kannski springur bólan um leið og upp kemst að enginn eða fáir af vinunum mega raunverulega fara. Það myndi heldur betur létta á þrýstingnum, ekki bara inni á heimilinu, heldur hugsanlega í vinahópnum líka. Þið eruð að gera hárrétt með því að spyrna við fótum. Nú þarf að leiða dóttur ykkar og vinum hennar fyrir sjónir að afstaða ykkar er skyn- samleg og lögum samkvæm. Forráðamenn taki saman höndum Ég þekki dæmi þess að foreldrar hafi gripið til þess ráðs að skipu- leggja utanlandsferðir með ung- lingana sína á þessum tíma árs. Það hentar auðvitað ekki öllum - og ætti heldur ekki að vera þörf á því. Þó gæti verið sniðugt að finna upp á einhverju til að koma til móts við dóttur ykkar og vini hennar með Keisaraskurður eðlileg aðferð Keisaraskurður er jafn eðlilegur og venjuleg fæðing, þegar lífi og heilbrigði bams og móður er hætta búin. Til hans er aldrei gripið nema ástæða sé til. Það er alger misskiln- ingur að hafi keisaraskurði einu sixmi verið beitt, verði að beita honum framvegis. Við keisaraskurð er annaðhvort skorið langsum frá lífbeininu að nafla eða þvert yfir kviðinn rétt fyr- ir ofan lífbeinið, sá skuröur er stundum kallaður bikiní-skurður. Legið er skorið upp fljótt og örugg- lega og það líða ekki nema nokkrar mínútur frá deyfingu þar til bamið er komið í heiminn. Núorðið er oftast notuð mænu- rótardeyfing við keisaraskurð. Kosturinn við mænudeyfinguna er sá aö móðirin er vakandi þegar bamið fæðist og faðirinn eða ann- ar aðstandandi getur verið við- staddur meðan á aðgerðinni stendur. Slíkt hefur mikið tilfinn- ingagildi fyrir marga. Það er líka kostur að mænudeyfingin hefur lítil sem engin áhrif á bamið. Svæfing er notuð ef ekki vinnst tími til að mænudeyfa og talið er að líf bams eða móður sé í hættu. Við svæfingu fer deyfilyfið að hafa áhrif á bamið eftir smátíma. Þess vegna verður að vinna hratt og ömgglega til að ná baminu sem fyrst. Áhættan fyrir bam og móður er lítil við keisaraskurð en hafa verð- ur hugfast að þetta er skurðaðgerð. Algengustu fylgikvillar eftir keisaraskurði em sýking í einhverjum hætti. Emð þið eða hinir forráðamennirnir tilbúin til að fara með þeim í útilegu eða á mót og vera þeim til halds og trausts allan tímann? Ákveða „úti- vistartíma“ á svæðinu, hvenær eigi að láta vita af sér, hvar megi tjalda o.s.frv.? Þar með yrði þeim veitt ákveðið frjálsræði og sýnt traust, en innan ákveðins ramma. Eða er hægt að skipuleggja með þeim samkvæmi heima fyrir og grilla handa öllum og leyfa þeim að ráða uppskriftinni o.s.frv. Útilegur með börnum sínum og unglingum geta verið ánægjulegt og kærkomið tækifæri til að kynn- ast þeim og vinum þeirra undir öðrum kringumstæðum en venju- lega. Það þarf ekki að taka fram hve miklu skemmtilegra það er en að þurfa að takast á við afleiðingar of- beldis eða vímuefnanotkunar sem kunna að setja mark sitt á fólk fyrir lífstíð. Verið dóttur ykkar innan handar en búið ykkur undir svefnlausar nætur. Mig grunar að hún og vinir hennar hafi betra úthald en þið. Góöa helgi! Valgeröur Halldórsdóttir félagsráögjaE skurðsárinu, blöðrubólga og móðurlífssýking. Alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir hér á landi. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.