Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ2005 Fréttir DV Dularfull könnun Enn flækjast mál f , in varðandi hina dularfullu könnun á næsta borgarstjóra- efni Sjálfstæðis- manna. Gísli Marteinn Baldursson er einn af þeim fimm sem nefndir voru í könnuninni en hann, eins og hinir, neitar því að hafa látið gera könn- unina. „Ég útiloka hins veg- ar ekki að stuðningsmenn einhverra frambjóðenda kunni að standa þarna á bak við, en þá myndu þeir aldrei láta okkur borgarfuli- trúana vita," segir Gísli, sem sagður var hafa neitað að tjá sig um málið í DV í gær. Svo var ekki heldur var Gísli út á landi og síma- samband stopult. Togari fékk tertu Áhöfn togarans Breka KE fékk heldur betur góðar móttökur í Sandgerði í gær þegar skipið kom þangað til löndunar eftir nærri þriggja áratuga fjarveru. Skipið var upphaflega gert út frá Sandgerði en var selt til Vestmannaeyja á áttunda áratug síðustu aldar. í gær kom skipið svo tif hafnar með afla og þótti hafnaryf- irvöldum í Sandgerði tilval- ið að taka vel á móti togar- anum og voru skipstjóra og áhöfn færð vegleg rjóma- terta. Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í mannlausum bíl á bílastæði við Smáralind um kvöldmatarleytið í gær. Tveir lögreglubílar voru sendir á vettvang ásamt slökkvibíl frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tveir drengir eru grunaðir um að hafa kveikt í mannlausum bíl við Smáralind um kvöldmatarleytið í gær. „Þetta leit við fyrstu sýn út eins og stormur/' segir Signý Sigurðardóttir, starfsmaður KB-ráðgjafar um íkveikjuna. Signý Sigurðardóttir Var að vinna i KB-ráðgjöf þegar hún varð eldsins vör. Hún Signý var að vinna hjá KB-ráðgjöf í Hlíðarsmára þegar kveikt var í bfl sem stóð á bifreiðastæðinu við Smáraiind. Hún náði myndum af lögreglu og slökkviliði á vettvangi. Bfllinn er af gerðinni Mitsubishi Lancer og stóð einn og sér við Go- kart brautina í Smáralind. Mikill reykur lá yfir svæðinu „Þetta var mikill reykjarstrókur og djöfufsins ólykt af þessu," segir Signý. Hún og samstarfsmenn hennar héldu að stormur væri í að- sigi vegna reyksins sem lagði yfir svæðið, en þegar betur var að gáð stóð bfll í ljósum logum. „Við tókum Þegar btaðið fór í prentun í gær var verið að yfirheyra þá og virt- ist sök þeirra vera Ijós, okkur pásu í vinnunni til þess að fylgjast með atburðarásinni," segir hún, en tekur fram að hún hafl ekki séð þegar kveikt var í. Bfliinn stóð rúmum Í00 metrum frá tívolíinu í Smáraiind. Fjöldi fólks var í tívolíinu þegar eldurinn braust út en engum varð meint af. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið þegar blaðamann bar að garði. Drengir í haldi Tveir ungir drengir, tíu og flmmtán ára, voru teknir á bensínstöð í ná- grenni við Smáralind og em grunaðir um verknaðinn. Þegar blaðið fór í prentun í gær var verið að yflrheyra þá og virtist sök þeirra vera ljós. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var að líkind- um ekki um að ræða illan persónuleg- an ásetning gagnvart eiganda bflsins og er íkveikjan talin vera fikt hjá drengjunum. gudmundur@dv.is Ibúð til lífstíðar Gunnar Valur Gíslason bæjarstjóri á Álftanesi og Sigurður Helgi Guðmunds- son forstjóri hjúkmnar- heimilisins Eirar hafa und- irritað rammasamning um að sveitarfélagið og Eir standi saman að uppbygg- ingu öldrunarþjónustu á Áfftanesi. Markmiðið er að byggja upp aðstöðu og reka þjónustu undir kjörorðinu „íbúð til lífstíðar". Með því er átt við öryggisíbúð þar sem verður fullkomið ör- yggiskerfl og þjónustan miðuð við þarfir íbúa á hverjum tíma, bæði hjúkr- un og heimaþjónusta. Kári Stefánsson ruglaðist á spítölum Eins og að vera kominn heim „Mér leið vel að vera kominn í gamla starflð. Þetta var svolítið eins og að vera kominn heim," segir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Kári tók sér vikufrí frá störfum við íslenska erfðagrein- ingu og hóf störf sem læknir á tauga- deild Landspítalans. Kári glímdi við byrjunarörðugleika, þótt þeir hafl ekki verið stórvægilegir. „Eg ætlaði að mæta á deildina og fór náttúrlega þangað sem hún var áður, á Land- spítaiann við Hringbraut. Hinsvegar var búið að færa deildina í Fossvog- inn. Annars gekkaflt'prýðilega. Þetta Hvaö liggur á? Kominn heim Kára leist velá fyrsta daginn i vinnunni. Honum fannst hann vera kominn heim. var mjög gaman," segir Kári. DV greindi frá því í gær að Kári hygðist „Ég er á ferð og flugi um landið allt að kynna framboð mitt til formanns SUS. Það tekur sinn tima að ferðast svona vítt og breitt. Þess vegna liggur á að koma þvísem ég hefað segja til skila og heyra í fólki um allt land. “ segir Borgar Þór Einarsson, sem stefnir á for- mennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. taka upp læknasloppinn að nýju. Hann ætlar að sinna starfinu í viku. Hann segir þetta vera til marks um þá góðu samvinnu sem er miili fs- lenskrar erfðagreiningar og Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Óskar einskis nema réttlætis „Við munum leggja inn áfrýjun- arstefnu í málinu á næstunni," segir Hróbjartur Jón- atansson, lögmað- ur Hinriks Jónsson- ar öryrkja. Hinrik segist hafa verið ginntur tfl að kaupa hlutabréf í deCode Genetics. Hann fór í mál við Landsbankann en tapaði fyrir héraðsdómi. Bankinn keypti bréfin á genginu 18 og seldi Himiki fyrir rúmar fimm milljónir á genginu 56 fyrir fimm árum. Banldnn græddi þar 300% á sölunni. HinrUc seldi bréfin mánuði síðar fyrir rúma hálfa mUljón króna. „Ég vU sem minnst tjá mig núna. Ég reyni bara að vera með bömun- um og fjölskyldunni," segir Hinrik, sem vUl að Hæstiréttur knýi fram réttlæti í þessu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.