Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2005, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 7 9. JÚLl2005 33 Straxogseiðanditónarhljómuðu alveg þessa atburðarrás þó svo að nokkurs konar nýmóðins Ólíver hlutverk Anniear á frumsýningunni Sólin speglast á haffletinum. Esjan brosir og ísbúðareigendur dilla sér. eldri konur tæta sig ur kápum sínum og bera á armi. Það er einn af þessum fallegu sólríku sunnu- dögum og því einhvern veginn svo mikil tímaskekkja að setjast inn í dimman sal hins gamla Austurbæj- arbíós til þess að innibyrða hefð- bundinn amerískan söngleik. Thelma Lind VVaage er ein af stúlk- unum sem syngur, leikur og dansar hlutverk Anniear, í baksýn situr leik stjórinn, Viðar Eggertsson. Andagift ehf. sýnir i Austurbæ: Annie - litli munadarleysinginn. Höfundur: Thomas Meehan, Tónlist: Charles Strouse, Leikstjóri: Vidar Eggertsson. Búningar: Elin Edda Árnadóttir. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Tónlistarstjori: Óskar Einarsson. Þýðandi: Gisli Run arJónsson. Danshöfundur: Astrós Gunnarsdóttir. Sóngstjóri: Sverrir Guðjónsson. Leikendur: Bryndis í bláum sal þar sem helmingur áhorfenda var búinn að koma sér fyrir á einhvers konar bíósnjóþotum var sumardagurinn í henni Reykja- vík víðs íjarri. Á sviðinu birtist ævintýraleg mynd með skuggum hárra húsa í teiknimyndalegri New York-borg. í kojugarmi liggja börn og eins á dýn- um á gólfinu og það er greinilegt að hér eru glaðir fátæklingar á ferð. Þessir litlu einstaklingar eru fjail- myndarlegar stúlkur sem hafa það eitt fyrir stafni að þrífa og þrífa þetta munaðarleysingjahæli sem rekið er af drykkfeldri einstæðri konu. Bæta ímynd með munaðar- leysingja Þeir sem kunna sinn Dickens muna nú líklega eftir herra Bumble sem fór að stíga í vænginn við og síð- ar giftist norninni sem sá um mun- aðarlausu börnin í þeirri sögu. Hér er sama minninu sveiflað inn í at- burðarásina, þeir sem koma til hæl- isins eru hreinlega í hættu því stýran er svo ágeng við þá. Henni verður þó ekki kápan úr því klæðinu. Ailt í einu birtist ritari ríkasta manns ríkisins og vill fá lánaðan munaðarleysingja yfir jólin til þess að bæta ímynd forstjóra síns. Krakkagreyin sem eru jú svo ánægð og hamingjusöm að fara í leikhús og horfa á skemmtilega leikara syngja og dansa í flottum búningum, kaupa hún sé fáránleg og gangi bara hrein- lega ekki upp. Milijónamæringurinn varð svo voðalega hrifinn af Annie sem var auðvitað munaðarleysing- inn sem valinn var til jóladvalar hjá honum, að hann vildi ólmur ætt- leiða hana. Finna foreldra! Þegar milljónamærmgurinn Daniel Oliver bað Annie um að verða dóttir sína, sagði hún að það væri ekki hægt vegna þess að for- eldrar hennar væru rétt ókomnir að sækja hana. Daníel var ekki seinn á sér að hafa samband við leyniþjón- ustuna. Hann virtist hafa jafn góð tök á og Nixon forðum alla vega að láta her manns leita að þessu fólki sem síðan kom í ljós að var dáið. Frú Karítas á munaðarleysingja- hælinu átti bróður sem var nýslopp- inn úr fangelsi. Bróðirinn og kærasta hans eru auðvitað skúrkarnir sem þykjast vera foreldrar hennar og reyna að ná Annie til sín eftir að hún er komin til milljónamæringsins. Það náttúrulega gengur ekki. Daníel milli frelsar hin bömin af munaðar- leysingjahælinu og allt er yndislegt. Gömul og stöðluð saga Sagan er gömul og stöðluð. Eins og hún var sögð hér virðist hún hafa verið fremur aðlöguð að því að geta bútað atriðin hratt niður í söng- og danseiningar, en frumtextinn er Twist, nema hér er munaðarleysing- inn bara stúlka. Einhverra hluta vegna er þessi stúlka, það er Annie, með sjálfstraust eins og forseti Bandaríkjanna og útgeislun eins Metropolitan-óperusöngkona þó svo að hún sé bara lítill vesalingur á munaðarleysingjahæli með mörg- um öðmm stúlkum. Hún hefur það þó framyfir hinar að í henni blaktir alltaf von um að hitta fyrir sína raunverulegu foreldra. Að sætta sig ekki við... Er það kjarninn í verkinu? Er það þess vegna sem hún er öðm vísi en hinar stúlkurnar á hælinu? Er það vegna þess að hún hefur alltaf von, en hinar em búnar að sætta sig við örlög sin? Kannski er óþarfi að vera að rýna um of í innihaldið á léttmeti sem þessu, en eitt er víst að það em margir af þeim þakklátu og glöðu áhorfendum sem sturta slíkum spurningum yfir mömmu og pabba að kvöldi dags eftir upplifun sem þessa. Þetta var upplifun Það var gaman. Glettilega vel leikið. Leikarar jafnt þeir ungu sem reyndari vom jafnir, það var enginn sem skar sig úr eins og gjarnan vill verða þegar mikið er af bömum í sýningum. Sólveig Óskarsdóttir fór með og hér er mikill boldangskvenmaður á ferð með sterka útgeislun. Búningar Elínar Eddu Árnadóttur voru viðeigandi og smekklegir, Gógó ritari, sem Bryndís Petra lék áreynslulaust var einkar vel tilsniðin í sínu búningagerfi. Dansatriðin vom dillandi og sér- staklega var skemmtilegt að fylgjast með þjónustufólkinu í sínum dans- söngva- og hlaupaatriðum heima hjá hinum fullkomna milljónamær- ingi sem hafði forseta Bandaríkj- anna í vasanum. Gísli Pétur flottur milli Milljónamæringinn lék Gísli Pét- ur Hinriksson með þægilegri nær- vem og miklum styrk, einkum og sér í lagi þegar hann sveiflaði þessari stóm stelpu upp í fangið á sér bara eins og hann væri með lítinn dún- kodda. Brynja Valdís Gísladóttir, sem fór með hlutverk hinnar drykkfelldu munaðarleysishælisstým var alveg óborganleg og vonandi fá áhorfend- ur tækifæri til þess að sjá hana í ein- hverju burðarhiutverki von bráðar, því það er ekki algengt að sjá unga leikkonu sem er jafn víg á kroppinn og sönginn og með húmor sem geis- ist alveg fram í táneglur. Strákur sem hundur Það hefur tekist vel hjá leikstjór- anum Viðari Eggertssyni að ná því Petra Bragadóttir, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson Bjarni Baldvinsson, Erlendur Eiriks- son, Brynja Valdis Gisladóttir, Guð- jón Þorsteinsson, Bjartmar Þórðar- son og fleiri. Á frumsýningunni var það Sólveig Óskarsdóttir sem fór með hlutverk Annie en Lilja Björk Jónsdóttir og Thelma Lind Waage munu svo skiptast á að leika hana. ★ ★★★☆ Leiklist besta úr leikumnum sem stóðu sig allir mjög vel. Hnökrar á þessari sýn- ingu em fyrst og fremst handritið sem gengur einhvern veginn ekki alveg upp. Það er stundum óskiljan- legt hvemig framvindan á sér stað. Kannski hefur verið nauðsynlegt að skera mikið niður? Þýðingin er frábær og orðatiltæki skemmtileg. Öll ljótustu orðin hrjóta af vömm frú Karítasar án þess að vera neitt endilega svo ljót. Nei, það er víst óhætt að mæla með þessari sýningu fyrir litlar stelpur með drauma um dansandi framtíð, og strákar hafa líka skemmtan af eða eins og einn sem ég spjallaði við, sagði: „Hundurinn var langbestur enda er það strákur sem leikur hann.“ Elísabet Brekkan Ötrás myndlistar styrkt Kynningarmiðstöð (slenskrar myndlistar eða CIA hefur úthlutað (fyrsta sinn styrkj- um til verkefna.ferða og útgáfu. Kynningar- miðstöðin hefur sett upp fagnefnd sem ( eiga sæti þau Dr.Christian Schoen for- stöðumaður, Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður og Ólafur Kvaran for- stöðumaður Listasafns (slands. Að auki skipar svokallað fagráð tvo fulltrúa fyrir hönd stjórnar sem hafa atkvæðarétt til jafns við skipaða meðlimi, Ingólf Arnarson myndlistarmann og Evu Heisler listfræðing. Styrkirnir verða framvegis veittir tvisvar á ári en aðalmarkmið CIA er að bæta alþjóð- legt tengslanet og koma á samstarfi við listamenn og stofnanir á erlendri grundu í því skyni að auka hróður (slenskrar mynd- listar. (heild bárust 52 umsóknir og voru 9 styrkir eru veittir og eru allir að upphæð 200 þúsund krónur. KlinK og BanK fá styrk vegna KlinK and BanK moves to Berlin, en hópur listamanna mun á þeirra vegum halda myndlistarsýningu og flytja uppá- komur á Berliner Liste Airtfair í Berlín í október. Myndhöggvarafélagið er styrkt vegna Site Ations-verkefnis sem hefst ( haust og 8 (slenskir listamenn taka þátt (. Það verður á Bretlandi, Lettlandi, Póllandi og á Spáni. Það eru Margrét Blöndal og Ás- mundur Ásmundsson sem sýna (Póllandi, Erling Klingenberg og Olga Bergmann sem sýna á (rlandi, Kristinn E. Hrafnsson sýnir í Englandi og Valgerður Gunnlaugsdóttir í Lettlandi. Hekla Dögg Jónsdóttir og Guð- jón Ketilsson sýna svo á Spáni.Vorið 2006 eru erlendir þátttakendur Site Ations væntanlegir með sýningar sínar hingað til lands. Steina Vasulka var styrkt vegna und- irbúnings og gerðar verka sem sýnd verða (October-gallery í London ( nóvember. Steina hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá árinu 1965 og starfað við myndbandalistfrá 1970, en hún er einn frumkvöðla í myndbandalist ásamt manni s(num Woody Vasulka. Fyrir sýninguna í October-gallery í nóvember mun hún vinna Steina Vasulka spilar á myndband Hún fær 200 þúsund krónur til aö undirbúa sýningu I London en framlag þeirra Vasulka-hjóna til myndbandslistar frá slðari hluta sjöundaáratugsins, þegar myndbandið var að verða til, er eitt afstóru leyndarmálunum I íslenskri myndlistarsögu. framhald af verki sínum Fire sem var framlag fslendinga til Fen- eyja-tvíæringsins 1997, og Wa- ter sem var nýlega frumsýnt ( Seoul (Kóreu. Erla Haraldsdóttir var styrkt vegna dvalar og sýningar í Kiienstlerhaus Bethanien, í Berlin en Eria starfarýmist f Berlín eða Reykjavík. Erlu hef- k ur boðist að dvelja ( Kunstlerhaus Bet- hanien, þar sem Ólöf Nordal Verður með sýningu í haust og hyggst taka saman hefti með verkum slnum. hún mun vinna að verkefn- inu Here there and ev- erywhere. Kíienstlerhaus Bet- hanien er einstærsta og virtasta alþjóðlega listamið- stöð í Evrópu. Þar mun Nína Magnúsdóttir, stýran í KlinK og BanK Framundan erþátttaka í sýningu I Berlín. Erla einnig halda sýningu. Heimir Björgúlfsson er ungur listamaður sem hefur undanfarin ár starfað í Hollandi. Hann var styrkturtil dvalar í alþjóðlegu listamiðstöðinni Raid Project frá júlf fram í september og halda þar sýningu í tengslum við dvölina. Hildur Bjarnadóttir hefur starfað mikið (Bandaríkjunum frá því hún útskrifaðist frá ný- listadeildinni (Pratt Institute ( New York. Hildur tekur þátt ( sýningu ÍWinnipeg í nóvember, heldur einkasýningu (Boise Art Museum (Idahio ( nóvember og aðra einksýningu (Pulliam Defenbaugh Gallery í Portland (janúar 2006. Útgáfustyrk hlutu KlinK og BanK gallerí vegna útgáfu á kynningarriti yfir sýningar og starfsemi gallerísins sem litiö er á sem lið i þv( að efla erlent samstarf og kynna starfsemi gallerísins. Ólöf Nordal fær styrk til útgáfu á kynn- ingarriti um myndlist sína sem hún hyggst ráðast (í tengslum við einkasýningu sem framundan er í gallerfi 18 í september. Cosmosis er samstarfsverkefni þeirra Ómars Stefánssonar, Bjarna Þórarinssonar og GuðmundarOdds Magnússonar.Guð- mundur Oddur hefur gert myndblöndun á verkum þeirra Ómars og Bjarna. Útgáfufýr- irtæki (Frakklandi Ofr System hefur óskað eftir því að fá bók með verkunum til út- gáfu.CIAJS styrkir þann undirbúning. CiA.IS úthlutar einnig svokölluðum Skyndistyrkjum hverjum að hámarki kr 50000,- Þeir styrkir eru ætlaðir til verkefna sem þurfa styttri undirbúningstima eða koma upp með styttri fýrirvara.Hægt erað sækja um þá hvenær sem er, eða þar til sjóðurinn fyrir árið 2005 er tæmdur. Allar upplýsingar má finna á www.cia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.