Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2002, Qupperneq 32

Ægir - 01.05.2002, Qupperneq 32
32 R A N N S Ó K N I R loðna pökkuð í neytendapakkn- ingar. Hún er ekki hugsuð beint til neyslu, heldur notuð sem kraftur í súpu eða aðra rétti. Af- urðin er rík af næringarefnum eins og próteini, fitu og salti og hentar því vel þar sem skortur er á næringarefnum. Engum öðrum efnum en salti er bætt í afurðina. Strangar kröfur Afurðin, sem er söltuð þurrkuð loðna pökkuð í neytendapakkn- ingar, þurfti að uppfylla strangar kröfur. Þar má nefna langt geymsluþol við hitabeltisaðstæð- ur, eða í allt að 3-6 mánuði, flutning við erfiðar og frumstæð- ar aðstæður, hún þurfti jafnframt að vera mjög ódýr, næringarrík og þurrkaður fiskurinn þurfti að vera heill og óskaddaður. Afríkubúar hrifnir Skemmst er frá því að segja að þessi afurð hlaut ágætis dóma í neytendaprófunum í Suður Afr- íku og uppfyllti öll þau skilyrði sem sett voru. Geymslu- og flutningsprófanir voru unnar í Höfðaborg og Mosambiq í Afr- íku á þurrkuðu loðnunni bæði við raunverulegar aðstæður og þar sem líkt var eftir aðstæðum. Loðnan var þurrkuð á tilrauna- stofum hér heima á Íslandi hjá Rf og úti í Þýskalandi og þegar búið var að þróa þurrkunaraðferð, var loðna einnig þurrkuð í nokkru magni hjá Samherja á Dalvík. Neytendaprófanir á tilraunastofu og hjá hugsanlegum neytendum í Afríku leiddu í ljós að afurðin stenst þessar ströngu kröfur og eftir geymslu í 6 mánuði við allt að 30 Cº hita var hún enn talin hæf til neyslu. Nokkuð jákvæðar niðurstöður komu úr síðustu neytendaprófunum sem hafa leitt til þess að nú er verið að kanna betur vilja hugsanlegra kaup- enda. Markaðir Rétt er að benda á að sú vinna sem unnin hefur verið var ein- ungis á tilraunastigi og voru nið- urstöður úr þeirri vinnu jákvæðar. Nauðsynlegt er að vinna áfram með þetta verkefni svo hægt sé að fullreyna hvort hér sé um hag- kvæma vinnslu að ræða. En til þess að það sé hægt þarf fyrst að vinna nánar með hugsanlegum kaupendum og meta hvort kaup- endur eru tilbúnir að borga slíkt verð fyrir afurðina að vinnslan geti orðið arðbær. Verkefni þetta snérist um að þróa afurð fyrir landssvæði sem eru mjög fátæk og hafa ekki að- gang að tæknilegum geymsluað- ferðum eins og kælingu og öðrum þróuðum geymsluaðferðum. Þetta eru jafnvel svæði sem hafa átt í átökum og hafa jafnvel einangr- ast. Þannig samfélög gætu séð hag sinn í því að neyta afurðar- innar, sem hefur hátt næringar- gildi sem þolir frumstæðar flutn- ingsaðferðir og langa geymslu við erfið skilyrði. Þar sem þróun af- urðarinnar tók lengri tíma en áætlað vannst ekki nægur tími í verkefninu til að vinna nógu vel í markaðshluta verkefnisins, en nú eru hagsmunaaðilar úr verkefninu að vinna að þeim málum. Nú er verið að skoða möguleika á markaðssetningu vörunnar og er þá horft til tveggja markaða, ann- ars vegar almennan neytenda- markað í Afríku og hins vegar með það m.a. í huga að selja hana hjálparsamtökum, en afurðin ætti að vera spennandi kostur fyrir þann markað því afurðin er mjög næringarrík og gæti því verið mikilvæg viðbót í fæðu þar sem næringarskortur ríkir. Markaðir hjálparsamtaka eru stórir en jafn- framt mjög kröfuharðir. En kostir afurðarinnar eru miklir og má þar benda á heilnæmi afurðarinnar sem inniheldur mörg næringar- efni sem eru heilnæm eins og ómega-3 fitusýrur, amínósýrur, sölt og auðmeltanleg fiskiprótein, Svipaðar fæðutegundir er einnig að finna í mörgum öðrum suð- og austrænum löndum og því eru líklega markaðir fyrir vör- una annarsstaðar. Afurðin myndi hugsanlega keppa við afurðir eins og sólþurrkaðan fisk eins og t.d. hrossa makríl eða soya prótein. Afurðin getur verið mikilvægt framlag okkar til landssvæða þar sem næringarskortur ríkir. Nið- urstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og eru mikilvæg skref í þá átt að auka verðmæta- sköpun og jafnframt að auka hlut loðnuaflans til manneldis. Frá verkefnafundi í Danmörku.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.