Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Sem oftar gengur heilmikið á í ís- lenskum sjávarútvegi. Það er auðvitað gott og blessað og veit á líf en ekki stöðnun að þessi höfuðatvinnugrein landsmanna komist af og til í fréttirn- ar. Hitt er annað mál að ýmsum er nokkuð brugðið yfir boðskap þeirra frétta sem algengastar eru. Fréttum af samþjöppun í greininni, af yfirtöku stórra fyrirtækja á smærri eða inn- komu aðila í sjávarútveginn af öðrum sviðum viðskipta. Sannast í þessu til- viki eins og oft endranær að sínum augum lítur hver á silfrið. Á sama tíma og sumir tala um hag- ræðingu og framþróun benda aðrir á háskalega samþjöppun, vaxandi fá- keppni og sársaukafullar og kaldrifjaðar aðgerðir á kostnað atvinnuöryggis og byggðar við sjávarsíðuna. Þróunin hefur verið hröð og er dæmið af Eimskipafé- laginu, Haraldi Böðvarssyni og þeim fyrirtækjum sem HB var áður búið að innlima, lýsandi í þessu sambandi. Undanfarin ár hafa stóru fiskarnir synt um sjóinn og gleypt upp litlu fiskana. Þannig hafði Haraldur Böðvarsson áður keypt upp sjávarútvegfyrirtæki t.d. í Sandgerði og veiðiheimildir, útgerð og annar rekstur sem þar hafði verið var horfinn á brott. En síðan kemur annar ennþá stærri fiskur eða hákarl (Eimskip) og gleypir stóra fiskinn (HB) með alla litlu fiskana í maganum. Hagræðing, segja sumir, jú, vafalaust eru í þessu fólgnir ýmsir hagræðingarmöguleikar, gengi hlutabréfa í viðkomandi fyrir- tækjum kann að hækka o.s.frv., en á móti koma spurningarnar: Hvaða verði er þessi hagræðing keypt; fer hún fram í óeðlilegu skjóli af yfirburðastöðu kvóta- sterku fyrirtækjanna eða þeirra fyrir- tækja sem ráða yfir nægjanlegu fjár- magni? Hafa þau með öðrum orðum óeðlilegt forskot eða ræðst uppstokkun- in á heilbrigðum og hlutlausum mark- aðsforsendum? Er fórnarkostnaðurinn reiknaður rétt með í dæmið frá sjónar- hóli atvinnuöryggis og byggðaþróunar í landinu, frá sjónarhóli fjölbreytni í sjáv- arútveginum, frá sjónarhóli heppileg- ustu umgengi um lífríkið o.s.frv. Höfundur þessa pistils hefur gegn- um tíðina verið eindreginn talsmaður fjölbreytni í sjávarútveginum og varað við þróun í átt til færri, stærri og ein- hæfari eininga. Ekki fyrst og fremst vegna þess að slíkar einingar muni reynast óhagkvæmar og slæmar í sjálfu sér heldur hins að með slíkri þróun, ef hún gengur út í öfgar, tapast sú fjöl- breytni, breidd, aðlögunarhæfni „dyna- mik“ sem löngum hefur einkennt ís- lenskan sjávarútveg. Þessi fjölbreytni hefur gegnum tíðina gert sjávarútveg- inum kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum bæði hruni fisk- stofna, breytingum á mörkuðum og þar fram eftir götunum. Meginniðurstaða mín er því sú að þetta sé allt saman gott hvað með öðru. Það sé að sjálfsögðu gott og æskilegt að í íslenskum sjávarútvegi séu til staðar stór og öflug fyrirtæki sem ráða við þau verkefni sem stórfyrirtækin ein geta leyst. Má þar nefna til sögunnar hluti eins og kaup og rekstur stórra og öfl- ugra úthafsveiðiskipa eða fjölveiðiskipa, uppbyggingu mjög tæknivæddrar af- kastamikillar vinnslu í landi, sókn á er- lenda markaði eða jafnvel útrás í erlend- an sjávarútveg. En það er ekki þar með sagt að íslenskur sjávarútvegur eigi all- ur í heild sinni að samanstanda af þrem, fjórum, fimm slíkum einingum og svo kannski nokkur hundruð smábátum. Hættan er sú að þá verði sjávarútvegur- inn stórum einhæfari, öll fyrirtækin byggi að uppistöðu til á útgerð sam- bærilegra skipa og sambærilegri vinnslu og þá tapist hvoru tveggja í senn, sá nýsköpunarkraftur og sú fjöl- breytni sem fólgin er í miklum fjölda fyrirtækja af mismunandi stærðum og gerðum. Einnig blasir sú hætta við að þá tapist viðbragðsflýtir og aðlögunar- hæfni út úr greininni til að takast á við og mæta breyttum aðstæðum. Það er almennt viðurkennt að frum- kvöðlar, uppfinningamenn og smá og meðalstór fyrirtæki leggja til hrygg- lengjuna í nýsköpun og þróun í at- vinnumálum hvers lands. Flest ný störf verða til í nýjum fyrirtækjum sem er verið að stofna og í smærri og meðal- stórum fyrirtækjum sem eru að vaxa. Ef þetta módel er yfirfært á íslenskan sjáv- arútveg er að sjálfsögðu ástæða til að velta fyrir sér þróuninni. Býður fyrir- komulagið uppá nægjanlega hagstæð skilyrði fyrir nýgræðing, fyrir kynslóða- skipti, endurnýjun og þróun sem er hverri atvinnugrein nauðsynleg? Vissu- lega eru til staðar glæsileg dæmi um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun t.d. í litlum og sérhæfðum fiskvinnslufyrir- tækjum sem nýta og gera verðmæti úr aukaafurðum eða sérhæfa sig í vinnslu tegunda sem áður voru lítt eða ekki nýttar. Hin dæmin eru snökktum færri, ef þau þá yfirleitt finnast í seinni tíð, að nýir aðilar hafi komið undir sig fótun- um svo eitthvað kveði að í útgerð. Niðurstaða þessara hugleiðinga er einföld. Mikilvægt er að stjórnvöld móti víðsýna langtímastefnu, leggi meginlínur eða setji ramma í löggjöf um þann grundvöll sem íslenskur sjáv- arútvegur þróast eftir eða innan. Að sjálfsögðu þarf í því sambandi að hafa hagkvæmni og arðbæran rekstur að leiðarljósi. En það þarf líka að horfa til þeirrar undirstöðu sem sjávarútvegur- inn er í atvinnu- og byggðalegu tilliti og í íslensku samfélagi og þjóðfélags- gerð. Það þarf að horfa til lífríkisins og mikilvægis sjálfbærrar nýtingar. Og það þarf að leitast við að tryggja að greinin haldist fjölbreytt og lifandi og búi yfir endurnýjunarkrafti, nýsköpunar- og að- lögunarhæfni. Sem sagt „fjölbreytni“; eggin í mörgum körfum. Um litla fiska og stóra Pistil mánaðarins skrifar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.