Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 39
39 S K I PA S T Ó L L I N N Barði NK-120 er stálskip, smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1989. Það er 599 brúttórúmlestir að stærð, brúttótonnin eru 1151 og vélarafl um 2500 hestöfl. Mesta lengd skipsins er rúmur 51 metri, en breiddin er 12 metrar. Sandblásið og málað í Póllandi „Skipið var sandblásið frá kili og upp í masturstoppa, þ.m.t. botn, síður, lunningar, yfirbyggingar og dekkhús að innan. Síðan var það málað í hólf og gólf. Verkið gekk fljótt og vel fyrir sig, segja má að sandblásturinn og málningar- vinnan hafi verið kláruð á rúmum tveimur vikum,” segir Guð- mundur Tulinius, skipaverkfræð- ingur í Þýskalandi, sem hafði eft- irlit með verkinu í Póllandi. Skipasmíðafyrirtækið Poltramp- service í Swinoujscie annaðist verkið og var því fundinn staður í flotkví í Gdynia. Eftir að heim var komið tóku heimamenn við, starfsmenn Síld- arvinnslunnar, starfsmenn G. Skúlasonar í Neskaupstað og fleiri iðnaðarmenn eystra og gerðu það sem gera þurfti. Meðal annars voru endurbætur gerðar á millidekki skipsins og um borð var settur lyftubúnaður, sem flyt- ur frosna afurð frá vinnsluþilfari og niður í lest, en þessi búnaður er frá Klaka stálsmiðju ehf. í Kópavogi. Aukin áhersla á ísfiskinn fyrir landvinnsluna „Skipið lítur mjög vel út og við erum mjög ánægðir með útkom- Gamli Snæfugl verður Barði NK-120 Barði NK-120 hét áður Snæfugl SU-20 og var í eigu Skipakletts hf. á Reyðarfirði. Skipaklettur leigði Snæfuglinn til dótturfélags Samherja í Skotlandi, Onward Fishing, þaðan sem skipið var gert út í fjórða ár. Í millitíðinni sameinaðist Skipaklettur Síldarvinnslunni og ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að taka skipið heim og gera það út undir merkjum Síldarvinnslunnar. Frá Póllandi kom Barði til heimahafnar í Neskaupstað eftir sandblástur og málningu þann 11. október sl. Jafn- framt seldi Síldarvinnslan gamla Barða NK-120, sem áður var Júlíus Geirmundsson, til Namibíu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.