Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 12
Lovísa sagði í samtali við Ægi að áhuginn fyrir að skoða áhrif hvíldar á heilsu hjá sjómönnum hafi blundað lengi í henni en það hafi ekki verið fyrr en hún hafi verið beðin að koma að ráðgjöf við hönnun og þróun á dýnu sem sérstaklega er ætluð sjómönnum að hún lét verða af því að hrinda þessu af stað. Í framhaldinu hafi hún ákveðið að útvíkka verkefnið og nú nái það almennt til heilsu sjómanna, auk svefnvenja Markmiðið með þessu verkefni er að fyrirbyggja álagssjúkdóma meðal sjómanna, vernda heilsu þeirra, efla vellíðan og starfsanda. Einnig miðar verkefnið að því að auka þekkingu á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu og um leið að auka ábyrgð og þekkingu hvers og eins einstaklings á eigin líðan og tengslum hans við umhverfi, starf og beitingu líkamans í vinnu. En höfuðmarkmiðið með rannsókninni er að kanna hvort og hvernig góð hvíld geti dregið úr slysum, veikindadögum og álagseinkennum á stoðkerfi lík- amans og þar með bætt almenna heilsu einstaklinga. Legustaða á dýnu sérstaklega skoðuð „Rannsóknin hefur staðið í eitt ár og er ekki fullkláruð. Ég á ekki von á því að henni muni ljúka fyrr en næsta vor. Ég hef sett mig í samband við fjölda sjómanna um allt land, fyrst og fremst hef- ur rannsóknin beinst að sjómönn- um á frystiskipum sem eru lengi í hverjum túr. Ég heimsótti sjó- mennina og þeir fylltu út sérstök matseyðublöð, annars vegar varð- andi svefnmynstur og svefngæði og hins vegar varðandi andlega og líkamlega áhættuþætti. Síðan skoðaði ég legustöðu hvers ein- staklings á dýnu til þess að geta Á undanförnum misserum hefur Lovísa Ólafs- dóttir, iðjuþjálfi, unnið að merkri athugun á svefnvenjum og heilsu sjómanna. Lovísa er starfsmaður fyrirtækisins Solarplexus ehf., - heilbrigðis- og öryggisráðgjafar – í Reykjavík. Í þetta verkefni réðst Lovísa vegna sérstaks áhuga hennar á viðfangsefninu, en ekki er vit- að til þess að slík athugun hafi áður verið gerð á Íslandi eða annarsstaðar í Evrópu. Lovísa kynnti fyrstu niðurstöður verkefnisins á ráð- stefnu, sem efnt var til í öryggisviku sjómanna í byrjun október og vöktu þær mikla athygli. R A N N S Ó K N I R Lovísa Ólafsdóttir, iðjuþjálfi hjá Solarplexus ehf.: Rannsakar svefnvenjur og heilsu sjómanna Lovísa Ólafsdóttir segist vita af mönnum sem hafi orðið fyrir það miklum svefntruflunum til sjós að þeir þurfi á þunglyndis- og svefnlyfjum að halda til þess að geta ráðið við vinnu sína.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.