Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2002, Side 27

Ægir - 01.10.2002, Side 27
27 fjölskyldur. Þetta gerðu trillukarlar af miklum myndarskap og þá fóru menn aftur að hafa trú á því að hægt væri að búa á Vestfjörðum, en síðan kom höggið í fyrra sem breytti stöðunnni gífurlega.” Krafa um 20% afslátt á línuveiðum „Ungir menn eiga nánast enga möguleika lengur að fara inn í kerfið, það hefur gjörsamlega verið lokað á nýliðun í greininni. Menn reyna þó alltaf að bjarga sér og finna einhverjar smugur og síðan verður fram- tíðin að skera úr um hvað verður. En það sem við trillukarlar á öllu landinu höfum verið að fara fram á er að gefinn verði 20% afsláttur af landróðrum á línu, þannig að ekki verði reiknuð nema 80% í kvóta af þorski og 50% af öðrum tegundum hjá öllum bát- um, stórum og smáum, sem róa dagróðra. Þetta er okkar stóra krafa. Við gerum líka kröfu um að ekki verði um frekari fækkun daga að ræða hjá dagabát- unum. Það er út í hött þegar menn segja að þessir dagabátar fiski frjálsir. Kristján Ragnarsson segir hins vegar að þar á bæ séu menn með bundnar báðar hendur fyrir aftan bak. Þegar menn eru með kvóta- gleraugu, sjá þeir enga fiskveiðistjórn nema kvóta. Ef í því er fólgið svona mikið frelsi að fiska í 23 daga á ári, þá legg ég til að togarar og allir bátar fái að fiska í 23 daga á ári og ekki meir,” segir Guðmundur. Hverjar eru heimilidir fólksins? Sú mynd sem almenningur í landinu fær í gegnum fjölmiðla af samskiptum annars vegar trillukarla og hins vegar svokallaðra stórútgerðarmanna, er að allt logi í illdeilum milli þessara hópa. „Sjáðu til,” segir Guðmundur, „röksemdafærsla stórútgerðarinnar er út í hött. Hún er sífellt að kenna okkur um að við séum að veiða svo mikið að það raski lífríkinu. Þetta er einfaldlega rangt. Stórútgerðin hefur hins vegar setið á því að það eru ekki gerðar þær rannsóknir sem við hjá Landssambandi smábátaeigenda höfum lengi farið fram á við Hafrannsóknastofnunina varðandi áhrif veiðarfæra á lífríki sjávar.” - LÍÚ hefur gagnrýnt ykkur smábátamenn fyrir að hafa ítrekað farið fram úr ykkar heimildum. Er það ekki rétt gagnrýni? „Jú, það er rétt að dagabátar hafa verið að fara fram úr sínum heimildum. En í þessu sambandi ættu menn að velta því fyrir sér hverjar eru heimildir fólksins í hinum dreifðu byggðum, hver er réttur „... það hefur gjörsamlega verið lokað á alla nýliðinu í greininni.“ „Menn verða að svara því hvaða áhrif smáfiskaskiljur hafa á þorskinn og ýsuna. Hvað lifir af fiski sem fer í gegnum þessar skiljur? Við verðum að fá þetta allt upp á borðið.” Mynd Hreinn Magnússon

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.