Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 17
17 R E K S T R A R U M H V E R F I S J Á VA R Ú T V E G S Arnar fór í ræðu sinni yfir stöðu sjávarútvegsins á liðnu ári og þar komu fram margar athygl- isverðar tölulegar staðreyndir. Fram kom í máli hans að heildar- afli á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst sl. sé áætlaður 2.162 þús- und tonn upp úr sjó, sem sam- kvæmt upplýsingum Fiskistofu er liðlega 220 þúsund tonna meiri heildarafli en árið áður. Loðnuafl- inn er áætlaður 1.051 þúsund tonn og hafði aukist um 122 þús- und tonn á milli fiskveiðiára. Síldveiðar innan og utan lögsögu voru alls 227 þúsund tonn og höfðu aukist um 47 þúsund tonn. Veiðar á kolmunna voru rúmlega 342 þúsund tonn og höfðu aukist um 17 þúsund tonn. Veiðar á loðnu, síld og kolmunna námu samtals 1.620 þúsund tonnum á nýliðnu fiskveiðiári á móti 1.433 þúsund tonnum árið áður. Þorskafli varð um 224 þúsund tonn upp úr sjó sem er nær sami afli og árið áður. Annar botnfisk- afli er áætlaður tæp 261 þúsund tonn og hafði aukist um 26 þús- und tonn. Áætlað er að veiðar á rækju, humri og hörpudiski hafi verið 57 þúsund tonn sem er 12 þúsund tonnum meiri heildarafli en árið áður. Góður hagnaður í mjöl- og lýsisvinnslu Arnar upplýsti að á síðasta ári hafi verið 6,5% hagnaður í mjöl- og lýsisvinnslu. „Mikil umskipti urðu til hins betra í mjöl- og lýsisvinnslu á ár- inu 2001. Verð á afurðum hækk- aði verulega og fór verð á mjöli úr 360 pundum tonnið cif í ársbyrj- un í 440 pund í lok ársins. Enn meiri hækkun varð á lýsinu eða úr 330 dollurum í 620 dollara tonnið cif í lok ársins. Þessar hækkanir urðu að mestu leyti á síðari helmingi ársins og náðu þess vegna ekki til allrar fram- leiðslunnar, sem er mest á fyrri hluta ársins. Miklar sveiflur hafa verið í magni og afurðum mjöl- og lýsisvinnslunnar á undanförn- um árum. Þetta sést best þegar tímabilið frá 1992-2001 er skoð- Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva: Nokkuð góð staða um þessar mundir í sjávarútveginum - en afkoman í rækjuveiðum og –vinnslu er og hefur verið mjög erfið „Aðild að Evrópusambandinu verður án efa eitt af kosningamálunum næsta vor. Við sem störfum í sjávarútvegi höfum flestir þær skoðanir að óbreytt sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins útiloki aðild Íslands að ESB. Aftur á móti fögnum við umfjöllum um kosti og galla ESB aðildar. Samtök i sjávarútvegi hafa í ályktunum sínum lagt áherslu á mikilvægi EES samningsins, en jafnframt verður að leggja áherslu á að nauðsynlegt er að endurskoða hann með hliðsjón af breytingum og stækkun Evrópusambandsins,” sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna í október. Heildarskuldir í sjávarútvegi hafa hækkað um 63% frá ársbyrjun 1998, en á sama tíma hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða hækkað um rúmlega 30%. Arnar Sigurmundsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.