Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 9
Árið 2001 var hagstætt saltfisk- verkendum í Álasundi í Noregi. Eftir tap árið 2000 jók Møre Codfish Company veltuna úr 4,9 milljörðum ísl. króna í 7,3 milljarða. Hagnaður fyrir skatta nam 66 milljónum ísl. króna. Hjá West-Norway Codfish Company minnkaði veltan milli sömu ára úr 5,7 milljörðum ísl. króna í 5,4 milljarða ísl. króna. Hagnaður fyrir skatta nam 45 milljónum ísl. króna. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að gerð verði úttekt á óhreyfðum skipum í höfnum og skipsflökum og kostnaði við hreinsun. Fyrsti flutningsmaður er Katrín Fjeld- sted. Í tillögunni er lagt til að um- hverfisráðherra verði falið að láta kanna fjölda óhreyfðra og úreltra skipa í höfnum landsins svo og fjölda strandaðra skipa og skips- flaka nálægt landi. Kannað verði hvort unnt sé að nýta þessi skip á einhvern hátt en ella hvað það kosti að flytja þau burt og farga þeim og jafnframt hvort það borgi sig að endurvinna brota- málm, timbur og plast úr skips- skrokkunum. Í greinargerð með tillögunni segir að ætlunin sé að koma á skilagjaldi á bifreiðar sem muni gjörbreyta margra ára ófremdar- ástandi því að bílhræ hafi víða verið skilin eftir í reiðileysi. Hins vegar hafi miklir erfiðleikar skap- ast á mörgum stöðum á landinu hvað skipsskrokka varðar. Þannig hafi safnast saman úr sér gengin og ónýt skip í höfnum sums stað- ar á landinu. Þar geti legið tals- verð verðmæti í málmi, timbri og plasti. Þá sé skipsflök einnig að finna utan hafna auk þess sem skip hafi strandað eða sokkið ná- lægt landi. „Ekki hefur verið lagt mat á hvert verðmæti í þessum skipum og bátum kynni að vera, en kostnaður við að flytja efnið í móttökustöð til endurvinnslu hefur vaxið mönnum í augum og orðið til þess að engin úrlausn hefur fundist. Þannig er um óleyst umhverfisvandamál að ræða,” segir í greinargerð með til- lögunni. Einnig kemur fram í greinar- gerð með tillögunni að umhverf- isnefnd Hafnasambands sveitarfé- laga hafi staðið fyrir könnun á langlegu- og reiðileysisskipum í höfnum á Íslandi 4.-7. desember árið 2000 og þá hafi komið í ljós að slík skip voru á þeim tíma um 161 talsins, með brúttóþyngd alls tæp 37 þús. tonn. Þar voru m.a. 14 skuttogarar, 88 fiskibátar og 38 trillur. Úttekt verði gerð á ónýtum skipum og skipsflökum Gott saltfisksár í Álasundi Það krefst mikillar vinnu að halda ryði í skefjum á stálbátum. Hingað til hefur sinkhúðun verið besta lausnin en hún er talsvert dýr. Ný gerð sinkmálningar, Zinga, gæti leyst málið á ódýrari hátt. „Zinga sinkmálningin gerir sama gagn og sinkhúðun. Óþarft er að rústbanka því málninguna má bera á ryðið,” segir Jon-Ivar Hagen hjá Rotorkontroll AS í Noregi í viðtali við Fiskaren. „Nauðsynlegt er þó að hreinsa fitu og allt laust áður en málað er. Sennilega vilja þó sumir heldur fjarlægja ryðið til að fá sléttari áferð. Seljandinn segir að sinkmálninguna megi til dæmis nota með góðum árangri á rör, bátsskrokka og möstur. Bæði er hægt að fara margar yfirferðir en einnig má nota málninguna sem grunn undir aðra málningu því hún binst mjög vel. Franska sjávarútvegsráðuneytið gerði tilraun með tvær baujur í Atlantshafi. Önnur var máluð með Zinga málningunni en hin galvaniseruð. Síðan voru báðar málaðar með sömu málningu. Eftir fjögur ár var baujan með Zinga óryðguð en margir ryðblettir á hinni. Sinkmálning gegn ryði Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Víðtækt samstarf Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) hafa tekið upp víð- tækt samstarf og gert með sér rekstrar- og samstarfs- samning. SF, sem er til húsa í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, sér um skrifstofuhald og þjónustu við félagsmenn LFH. Við það er miðað að náið samstarf þessara samtaka leiði til aukinnar hagkvæmni í rekstri þeirra vegna samnýtingar starfsfólks, húsnæðis og upplýsingakerfa. Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá SF hefur umsjón með starfssemi LFH. Vigfús Jóhannsson fram- kvæmdarstjóri Stofnfisks er formaður LFH. Hingað til hefur sinkhúðun verið besta lausnin en hún er talsvert dýr. Ný gerð sinkmálningar, Zinga, gæti leyst málið á ódýrari hátt. F R É T T I R 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.