Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 16
16
E R L E N T
Síðan hvalveiðar hófust aftur upp úr 1990 hafa vísindamenn
ákvarðað aldur hvalanna með því að taka sýni úr eyrnabeini í
höfðinu. Aðferðin er þó mjög ónákvæm þegar um hrefnu er að
ræða.
Aldur flestra spendýra er hægt að ákvarða með því að skoða
tennur þeirra. Hrefnan er skíðishvalur og því hefur reynst
erfitt að ákvarða aldur hennar nákvæmlega.
Í Fiskaren er greint frá doktorsverkefni Eriks Olsens um
aldursgreiningu á hrefnu þar sem hann notar kjarnann í
augasteininum við greininguna.
„Augasteinninn gefur nákvæmari vísbendingar um aldur
dýrsins en eyrnabeinið. Skekkjumörk eru 4-7 ár,” segir Olsen.
„Við fæðingu er í augasteini hrefnunnar harður kjarni. Á
hverju ári bætist eitt lag utan á hann. Með því að telja lögin
er hægt að greina aldur dýrsins með nokkurra ára
skekkjumörkum.”
Greiningin krefst mjög nákvæmra mælitækja og er dýr.
Aukin nákvæmni fæst með því að beita öðrum aðferðum
samhliða, svo sem að greina fitusýrur í spiki.
- Hverju hefur þú komist að um hrefnustofninn við
Noregsstrendur?
„Við höfum fengið staðfestingu á því að hrefnan getur
orðið meira en 40 ára gömul. Flest dýrin sem veiðast eru 10-
20 ára og við höfum einnig komist að því að hrefnan verður
kynþroska um sex ára aldur,” segir Erik Olsen um
doktorsverkefni sitt.
Augasteinninn sýnir
aldur hrefnunnar
Lúða
harðgerðari en þorskur
„Mér virðist lúða vera harðgerðari
fiskur en þorskur,” segir Hogne
Bleie við Veterinærinstituttet í
Bergen í samtali við Intrafish.
„Lúða er næmust fyrir sjúkdóm-
um þar til hún er orðin um það
bil fimm grömm og myndbreytt.
Eftir það er hún harðgerður fisk-
ur. Þorskurinn er næmari fyrir
sjúkdómum alla ævi. Við vitum
ekki ástæðuna fyrir þessu en
streita gæti verið meðvirkandi.
Þorskurinn er meira á ferðinni en
lúðan. Bleie leggur þó áherslu á
að engin hætta sé með þorskinn
sem eldisfisk og að þorskeldi eigi
sér bjarta framtíð ef rétt sé að far-
ið og viðeigandi ónæmisaðgerð-
um beitt.
Tvenns konar vírus herjar helst
á lúðuna, NODA-vírusinn og
IPN-vírusinn.
Ræðst á heilann
NODA-vírusinn ræðst á heilann,
miðtaugakerfið og augun í lúð-
unni. Þetta er frumstæður, lítill
vírus en hann er fiskinum mjög
skaðlegur.
Hluti vandans er að einhverjir
klakfiskar bera vírusinn í sér og
þá smitast klakið „með móður-
mjólkinni“, ef svo má segja. Þar
eð þessi vírus veldur helst skaða
fyrir myndbreytingu, eða þar til
seiðið er um fimm grömm, hefur
hann valdið talsverðum usla. Eftir
myndbreytinguna er lúðan hins
vegar harðgerður og hraustur
fiskur.
Búið er að framleiða bóluefni
gegn vírusnum sem virkar á fisk-
inn. Hins vegar er erfitt að bólu-
setja seiðin og reyndar til lítils
þar eð þau eru þegar smituð af
foreldrunum.
Blóðprufur
Farið er að rannsaka blóðsýni til
að finna fiska sem bera vírusinn í
sér. Hinir ósmituðu eru bólusettir
og notaðir til klaks. Síðan eru af-
komendurnir bólusettir þegar
þeir eru orðnir nógu stórir til
þess. Þannig fæst ósmitaður klak-
stofn.
IPN-vírusinn
„IPN-vírusinn finnst í mörgum
fiskitegundum, meðal annars laxi.
Hann hefur valdið talsverðum af-
föllum í lúðueldi. Hann leggst á
brisið og lifrina, aðallega eftir
myndbreytingu. Helst hefur hann
borist milli seiða sem eru í fjarða-
kvíum og stundum orðið býsna
skæður,” segir Bleie.