Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 41

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 41
41 Með ljósið slökkt Þau höfðu verið gift í meir en tuttugu ár og í hvert sinn sem þau gerðu hitt slökkti hann ljósið. Hún var orðin ákaf- lega leið á þessu pukri og eitt kvöldið þegar leikurinn stóð sem hæst slæmdi hún hendinni á náttborðslampann svo ljósið kviknaði. Það fyrsta sem hún sá var að það sem hún hélt tilheyra manni sínum var í reyndinni gríðarlegur dildó. – Náttúrulausa kvikindið þitt! hreytti hún út úr sér. – Hvernig gastu fengið af þér í öll þessi ár að hafa mig að fífli? Hann leit á hana og sagði rólega: – Ég skal útskýra dildóinn ef þú út- skýrir börnin! Piparmyntubragð Þarfanautið hans Óla á Bakka var orðið náttúrulaust og ófært um að sinna skyldustörfum sínum. Óli hringdi í dýralækninn og hann kom og skoðaði bola nákvæmlega. – Ég skrifa lyfseðil fyrir pillum sem þú skalt gefa honum, og svo skulum við bara vona það besta, sagði doxi. Viku seinna var boli kominn í topp- form og kelfdi kýr sem aldrei fyrr. – Þetta er stórkostlegt. Hvað gerðist? spurði nágranninn, sem hafði komið til að dást að kraftaverkinu. – Hvað heita þessar pillur eiginlega? – Það veit ég ekki, svaraði Óli, – en það er piparmyntubragð að þeim ...! Ljóska í vondum málum Ljóska frá Dalvík er í prófi í VMA. Öll- um spurningunum er hægt að svara með „já“ eða „nei“. Hún lítur yfir próf- ið stundarkorn, tekur síðan tíkall úr vasa sínum og kastar honum upp og krossar við svar. Þannig leysir hún allt prófið. Í hvert skipti sem landvættirnar koma upp krossar hún við „já“ en við „nei“ ef loðnurnar koma upp. Hún er eldfljót að ljúka prófinu. Þegar hún er búin hallar hún sér makindalega afturá- bak í stólnum og horfir í kringum sig. Allir grúfa sig yfir blöðin. Þegar nokkr- ar mínútur eru eftir af próftímanum fer ljóskan allt í einu að bölva og ragna. Hún kastar upp peningi hvað eftir ann- að og sótbölvar. Kennarinn gengur til hennar og spyr hvað sé að. – Ég kláraði prófið á fáeinum mínútum en ákvað svo að fara yfir það aftur til ör- yggis áður en ég skilaði! Dýrt brokkoli Olla frá Ólafsfirði brá undir sig betri fætinum og skrapp til Oslóar. Hún hafði heyrt að útsýni væri frábært frá Oslo Plaza og fer inn í lyftuna. Á leið- inni upp stoppar lyftan og inn kemur fín frú í angandi ilmvatnsskýi. Hún lít- ur á Ollu og segir: – Giorgio Beverly Hills, ett tusinn kroner per flaske! Nokkrum hæðum ofar stoppar lyftan aftur og inn kemur enn fínni frú og kringum hana enn sterkar angandi ilm- vatnsský. Hún snýr sér að Ollu og segir yfirlætislega: – Chanel nummer fem, ett tusinn og fem hundra kroner per flaske! Þegar upp er komið opnast lyftudyrnar. Um leið og Olla stígur út lítur hún á fínu frúrnar, beygir sig áfram, sleppir út vænum fret, réttir sig síðan upp og segir með áherslu: – Brokkoli, otte kroner per kilo! Spurning dagsins – Af hverju er forstjórinn svona skap- vondur í dag? – Hann stóð upp í jólaglögginu og hrópaði: „Lifi starfsliðið.” Þá spurði ég: „Af hverju?“ Ekkert mál! Vændiskonan vildi ekki að amman vissi um atvinnu hennar. Dag einn þegar lögreglan tékkaði á liðinu var hún þar á meðal. Þær fengu skipun um að standa í beinni röð. Amman átti leið hjá og spurði af hverju hún væri í þessari röð. Þar sem ömmu- barnið vildi ekki að upp kæmist um at- vinnuna svaraði hún því til að góðar manneskjur ætluðu að útbýta ókeypis appelsínum. Ömmuna langaði líka í appelsínu og fór því aftast í röðina. Einn lögreglumaðurinn krafði allar hór- urnar um persónuskilríki og atvinnu- leyfi. Þegar hann kom að ömmunni spurði hann hissa: – Þú ert svo gömul. Hvernig ferð þú að? Amman hugsaði sér gott til glóðarinnar að gæða sér á appelsínunni: – Eh ... eh ... það er enginn vandi. Ég bara tek út úr mér tennurnar og sýg! Slæmu fréttirnar fyrst Óli sjóari hafði fengið að vita að þyrfti að taka af honum annan fótinn. Þegar búið var eftir aðgerðina að trilla honum fætinum fátækari inn á stofuna kom læknirinn til hans. – Óli, ég hef góðar og slæmar fréttir handa þér. – Æi, nei, sagði Óli og býst við hinu versta. – Láttu mig þá fá slæmu frétt- irnar fyrst. – Slæmu fréttirnar eru þær að við tók- um af þér rangan fót! – En góðu fréttirnar? – Það þarf ekki að taka af þér hinn fót- inn! Svörtu fötin Eiginmaðurinn var orðinn náttúrulítill og konan kvartaði við vinkonu sína. – Þú verður að vera í einhverju sexý á nóttunni. Kauptu svört undirföt, ráð- lagði vinkonan. Konan gerði það og lagðist spennt í rúmið í nýja, kynæsandi dressinu. En eiginmaðurinn var jafndaufur sem fyrr og ekkert gerðist. – Sérðu ekki nýju, svörtu undirfötin mín, spurði konan örvæntingarfull. – Jú, auðvitað. Er mamma þín dáin? Hvað sagði pabbi? – Mamma, sagði Óli litli. Viltu gefa mér hundraðkall? – Nei, þú átt það svo sannarlega ekki skilið! – En, mamma, hélt stráksi áfram, – ef ég fæ hundraðkall þá skal ég segja þér hvað pabbi sagði við vinnukonuna með- an þú varst úti í búð. Mömmunni varð hugsað til bráðfallegu vinnukonunnar, þreif veskið sitt og rétti Óla hundraðkall. – Jæja, Óli, hvað sagði pabbi? – Hann sagði: „Agnes, mundu að þvo stigann.“ Í vist hjá mannætum Norðmaður, Svíi og Dani fóru í leið- angur inn í frumskóginn og voru teknir þar til fanga af mannætum. – Hvað verður nú um okkur? spurði Norðmaðurinn. – Við sjóðum ykkur og búum til kanó úr skinninu af ykkur, svaraði höfðing- inn, – en þar sem ég er réttlátur fær hver ykkar síðustu ósk sína uppfyllta. Mannæturnar tóku Danann fyrst og hann óskaði eftir að fá tvo kassa af bjór. Svíinn óskaði sér að eiga nótt með fal- legasta kvenmanni í heimi og fékk óskina að sjálfsögðu uppfyllta. Nú var röðin komin að Norðmannin- um. – Hver er þín síðasta ósk? spurði höfð- inginn. – Að fá gaffal, var svarið. – Gaffal??? spurði höfðinginn, furðu lostinn. – Já, láttu mig fá gaffal, ítrekaði Norð- maðurinn. Hann fékk gaffalinn og byrjaði að pikka í skrokkinn á sér og öskraði á meðan: – Þið skuluð að minnsta kosti ekki geta búið til kanó úr skinninu af mér! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.