Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Síða 24

Ægir - 01.10.2002, Síða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Guðmundur Halldórsson segist hafa verið sjómað- ur allt sitt líf. Hann segir að í þá daga hafi í raun ekkert annað komið til greina en að fara á sjóinn. Guðmundur er fæddur á Ísafirði 21. janúar 1933 og verður því sjötugur á næsta ári. „Ég var lengi á tog- urum hér áður fyrr og sömuleiðis bátum. Á sjónum byrjaði ég þrettán ára gamall sem hjálparkokkur á síld á Stóru-Gróttu, 250 tonna skipi frá Ísafirði. Það var ekkert annað inni í myndinni en að fara á sjóinn. Ég er fæddur á kreppuárunum og síðan kom stríðið þegar ég var kornungur. Lífið snérist um sjómennsku og það var fátítt að menn væru kostaðir til mennta á þessum árum,” segir Guðmundur. Á uppvaxtarárun- um bjó hann á Ísafirði, í fjögur ár var hann í Ólafs- vík, en hefur í fjóra áratugi búið í Bolungarvík. Gerir út Tóta ÍS-12 Árið 1987 fór Guðmundur alfarið í trilluútgerð. „Ég hafði áður átt 12 tonna báta og sömuleiðis 24 tonna bát. En 1987 keypti ég sænska trillu í Færeyjum, sex tonna bát, sem fékk nafnið Kristín ÍS, og fór af krafti í trilluútgerðina. Oft er það svo að menn byrja á trillunni og enda sömuleiðis á trillunni! Út af fyrir sig var ekki mikið fjárhagslegt átak árið 1987 að fara út í þessa útgerð, á þessum tíma var mun auðveldara að hefja trilluútgerð en nú. Kristínu gerði ég út til ársins 1990 og keypti árið eftir þann þriggja tonna bát sem ég á enn, Tóta ÍS-12. Þetta er nú farið að minnka verulega hjá mér, til dæmis fór ég mjög lítið á sjó í sumar,” segir Guðmundur. Áfall í fyrra Að undanförnu hefur meiri tími Guðmundar farið í félagsmálin fyrir trillukarlana á norðanverðum Vest- fjörðum. Hann segir að staða margra í trilluútgerð- inni sé mjög þröng. „Það var vissulega mikið áfall í fyrra þegar frelsi til að veiða ýsu og steinbít var tekið af. Við teljum að þessi gjörningur hafi verið algjör óþarfi, enda höfum við orð fræðinganna fyrir því að ýsustofninn sé í vexti. Þetta hafði alvarleg áhrif hérna fyrir vestan, enda eru hér mörg byggðarlög sem eru afar veik. Staðreyndin er sú að ef ekki hefði áður ver- ið frelsi til veiða á steinbít og ýsu, væru Vestfirðir ekki lengur á kortinu. Þetta gaf okkur kraftinn hérna fyrir vestan til þess að byggja upp smábátaflotann. Kvótasetning á þessar tegundir var okkur því veru- legt áfall. Frá náttúrunnar hendi væri góðæri á Vest- fjörðum, ef ekki hefðu komið til þessar hamfarir af manna völdum. Við erum ósáttastir við niðurskurð ár eftir ár og það árangursleysi kvótakerfisins sem birt- ist í honum. Þetta er með ólíkindum. Við segjum hingað og ekki lengra. Nú eru að verða tuttugu ár síðan kvótakerfið var sett á og okkur var sagt á sín- um tíma að það tæki fimm ár að byggja upp þorsk- stofninn. Nú á þjóðin að mínu mati heimtingu á því að farið verði ofan í saumana á því af hverju ekki hef- ur náðst árangur í fiskfriðuninni á tuttugu árum.” Veiðarfærin stærri og öflugri „Kanadíska leiðin hræðir í þessum efnum, en þar vísa ég til þess að við Nýfundnaland hefur verið þorskveiðibann í ellefu ár en ekki hefur samt tekist Við viljum rannsóknir! Guðmundur Halldórsson er einn af ötulustu talsmönnum trillukarla á landinu. Hann hefur undanfarin fimm ár verið formaður Eldingar - fé- lags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum og látið vel í sér heyra um hagsmunamál trillukarla. Að hans mati er enda af nógu af taka. „Ég ætlaði nú að hætta formennsku í félaginu núna á aðalfundin- um, en þeir þrýstu á mig að vera lengur. Ég lét til leiðast og verð næsta árið í þessu,“ sagði Guðmundur sem í vali Bæjarins besta og Snerpu á Ísafirði var valinn maður ársins 2001 á Vestfjörðum. Í rökstuðningi fyr- ir þessu vali var m.a. vísað til þess hversu eindreginn málsvari Guð- mundur væri fyrir landsfjórðunginn, en á síðasta ári stóð hann m.a. fyrir tveimur fjölsóttum ráðstefnum fyrir vestan. Önnur var almennt um atvinnumál og hin um bætta umgengni við auðlindir sjávar, en á síðarnefndu ráðstefnunni var m.a. fjallað um færeyska fiskveiðistjórn- unarkerfið og vakti sú umræða töluverða athygli.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.