Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 19
19 R E K S T R A R U M H V E R F I S J Á VA R Ú T V E G S ar á starfsmannahaldi í kjölfar fækkunar starfa við fiskvinnslu,” segir Arnar. Mikil fækkun starfa í fisk- vinnslunni Arnar segir það ótrúlegt en satt að störfum í fiskvinnslu hafi fækkað um meira en helming á síðustu tíu árum. Á sama tíma hefur störfum í þjónustugreinum stöðugt verið að fjölga. „Fyrir tíu árum var starfsmannafjöldi í fisk- vinnslu sem svaraði til 10 þús- und heilsdagsstarfa, en nú er reiknað með 5000-5500 heils- dagsstörfum við fiskvinnslu hér á landi. Að baki þessu eru ýmsar skýringar. Stóraukin tæknivæð- ing í öllum vinnslugreinum og flutningur vinnslu út á sjó eiga þar stærstan þátt. Á sama tíma hefur fólki fækkað á landsbyggð- inni, þar sem útgerð og fisk- vinnsla er burðarás í atvinnulíf- inu. Í nokkrum sjávarplássum er ekki lengur til staðar heimafólk til þess að halda upp eðlilegri starfsemi í fiskvinnslu. Þetta ástand sem varað hefur í nokkur ár hefur að mestu verið leyst með innfluttu vinnuafli og hefur hluti hinna erlendu starfsmanna tekið upp framtíðarbúsetu á stöðun- um.” Þorskurinn er ennþá með yfirburðastöðu Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva kynnti Arnar Sigurmunds- son upplýsingar um ráðstöfun helstu botnfisktegunda af Íslands- miðum á síðasta ári, en þessar upplýsingar voru unnar upp úr tölum Hagstofunnar og miðast við fisk upp úr sjó. „Í saltfisk- vinnslu fóru 43% af þorski eða 102 þúsund tonn og 11 þúsund tonn af ufsa. Í frystingu í landi fóru 28% af þorski eða 65 þúsund tonn, 15 þúsund tonn af ýsu, 10 þúsund tonn af ufsa og 21 þús- und tonn af karfa. Í flugfisk fóru 13 þúsund tonn af þorski, 7 þús- und tonn af ýsu og rúm 2 þúsund tonn af karfa. Um borð í vinnslu- skipum var unnið úr 18% af þorskaflanum eða 42 þúsund tonnum, 8 þúsund tonnum af ýsu, 10 þúsund tonnum af ufsa og 18 þúsund tonnum af karfa. Gámafiskur og siglingar voru 10 þúsund tonn af þorski, 7 þúsund tonn af ýsu og 8 þúsund tonn af karfa. Í innanlandssölu fóru rúm- lega 1 þúsund tonn af þorski og 3 þúsund tonn af ýsu. Útflutnings- verðmæti þorsks er langmest eða 42% af heild. Loðnan kemur í öðru sæti með 13%, síðan rækjan að meðtalinni innfluttri iðnaðar- rækju með 10% og karfinn kem- ur þar á eftir með 8%. Ýsan kem- ur með 6%, síldin með 4%, ufs- inn með 3% og grálúðan einnig með 3% og loks humar með 1%. Verðmæti annarra botnfiskteg- unda, hörpudisks og kolmunna, varð samtals rúmlega 10 % af út- flutningsverðmæti sjávarafurða á síðasta ári.” Almennt nokkuð gott hljóð í mönnum Arnar Sigurmundsson segist geta tekið undir það að hljóðið sé þokkalega gott um þessar mundir í stjórnendum í fiskvinnslunni. „Að vísu hefur rækjan verið okk- ur erfið í nokkur ár og hún verður það áfram. Rækjuverðið höktir við botninn og menn sjá ekki enn sem komið er merki um betri tíð varðandi verðið á rækjunni. Upp- sjávarfiskurinn hefur staðið upp úr í veiðum og vinnslu, en á hinn bóginn finnst mér mjög athyglis- vert að ennþá vegur þorskurinn gríðarlega þungt. Á síðasta ári vóg þorskurinn rúmlega 42% af heildarútflutningi sjávarafurða. Þetta er mjög athyglisvert að mínu mati þegar hafður er í huga sá mikli niðurskurður sem hefur orðið í aflaheimildum þorsks,” segir Arnar. Horfur fyrir næsta ár telur Arnar að séu almennt nokkuð góðar. „Auðvitað gengur verð á mjöli og lýsi alltaf í töluverðum bylgjum, en ég er ekki að segja að menn séu svartsýnir, síður en svo. Í rækjunni telja menn að ekki sé neitt sérstaklega bjart framundan, en það má heldur ekki vera lakara en það er í dag. Saltfiskurinn hefur gefið eftir í skilaverði, verðlækkunin hefur verið 10-20%. En almennt má segja að menn séu þokkalega bjartsýnir þrátt fyrir þann sam- drátt sem hefur orðið í þorskafl- anum. En á móti hefur kolmunn- inn komið sterkur inn og síðan má ekki gleyma því að landanir erlenda skipa á uppsjávarafla eru farnar að skipta verksmiðjurnar miklu máli. Þessar landanir láta kannski lítið yfir sér, en þær skipta gríðarlega miklu máli,” segir Arnar Sigurmundsson. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð þorskveiðiheimilda á undanförnum árum vegur þorskurinn þungt í útflutningi sjávarafurða. Þorskafurðir eru þar langefstar á blaði, eða um 42% allra útfluttra sjávarafurða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.