Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 8
Lífeyrissjóðir, sem hafa marga sjómenn innan sinna vébanda, greiða óvenju hátt hlutfall af lífeyrisgreiðslum í örorkulífeyri. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Lífeyrissjóðs sjómanna. Í fréttabréfinu kemur fram að á síðasta ári hafi Lífeyrissjóður sjómanna greitt 975 milljónir króna í lífeyri og hafi lífeyrisgreiðslur hækkað um rúm 12% frá fyrra ári. Athygli vekur að hlutfall örorkulífeyris af heildarlífeyrisgreiðslum er 43% hjá Lífeyrissjóði sjómanna. Í meðfylgjandi töflu má sjá að hlutfall örorkulífeyris er líka mjög hátt hjá sjóðum sem margir sjómenn greiða til. Dæmi um þetta er Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja, Lífeyrissjóður Suðurnesja, Lífeyrissjóður Bolungarvíkur og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Í fréttabréfi Lífeyrissjóðs sjó- manna segir að það valdi stjórn- endum sjóðsins miklum áhyggj- um að hátt hlutfall örorkulífeyris skuli ekki lækka. 8 F R É T T I R Hátt hlutfall örorkulífeyris hjá Lífeyrissjóði sjómanna - og öðrum sjóðum sem sjómenn greiða til Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur varað Færeyinga við þeirri hættu að þeir stundi ofveiði úr helstu nytjastofnum við Færeyjar. Til að koma í veg fyrir ofveiði leggur ráðið til að verulega verði dregið úr sókninni. Fiskifræðingar í Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu telja mikla hættu á ofveiði á þorski, ýsu og ufsa miðað við núverandi sóknar- mynstur. Ráðið hefur lagt til að sóknardagar færeyskra fiskiskipa verði skornir niður um 15-35% á næsta ári en færeyska Lögþingið hefur hins vegar ákveðið að draga úr sókninni sem nemur einu pró- senti. Það telja sérfræðingar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins að muni hafa aukinn sóknarþunga í för með sér, enda séu ný og öfl- ugri veiðarfæri að koma fram í færeyskri útgerð. Alþjóðahafrannsóknaráðið telur Færeyinginga stunda ofveiði Ex-it skiljan til áramóta Til stóð að löggilding svokallaðrar Ex-it smáfiskaskilju félli úr gildi frá og með 1. nóvember 2002, sem hefði þýtt, samkvæmt frétt á heimasíðu LÍÚ, að notkun slíkrar skilju hefði ekki verið heimil í hólfum þar sem notkun löggiltrar skilju er krafist. LÍÚ óskaði eftir að heimilt yrði til áramóta að nota umrædda skilju og varð sjávarútvegsráðuneytið við þeirri ósk. Að mati LÍÚ var þeim útgerðarfyrirtækjum, sem hafa reitt sig á Ex-it skiljur, gefinn of stuttur fyrirvari til að koma sér upp nýjum skiljum í stað Ex-it. Lífeyrir - samanburðartafla Skipting lífeyris í % Lífeyrir Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Makalífeyrir Barnalífeyrir í millj. króna Lsj. verslunarmanna 62 25 11 3 1.828 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 61 30 7 2 1.763 Sameinaði lífeyrissjóðurinn 64 18 16 2 1.210 Lífeyrissjóður sjómanna 42 43 11 4 978 Lífeyrissjóður Norðurlands 55 32 10 3 843 Söfnunarsj. lífeyrisréttinda 50 38 9 3 214 Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 51 30 17 2 178 Samvinnulífeyrissjóðurinn 68 16 15 1 716 Lífeyrissjóður Austurlands 43 45 9 3 321 Lífeyrissjóður Vestfirðinga 45 37 14 4 288 Lífeyrissjóður lækna 79 9 12 0 244 Lsj. verkfræðinga 76 10 13 1 117 Lífeyrissjóður bænda 71 18 9 2 515 Lífeyrissjóður Suðurnesja 49 40 9 3 421 Lífeyrissj. Vestmannaeyja 40 45 13 3 243 Lífeyrissjóður Vesturlands 56 34 8 3 250 Lífeyrissjóður Suðurlands 50 39 6 4 143 Lífeyrissj. Bolungarvíkur 46 40 12 2 43 Allir lífeyrissjóðir samtals (54 sjóðir) 66 16 16 2 22.184 Athygli vekur að rösk 40% lífeyrisiðgjalda Lífeyrissjóðs sjómanna renna til greiðslu örorkulífeyris.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.