Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 13
13 R A N N S Ó K N I R metið hvort þessi þáttur hefði áhrif á svefnmynstur,” sagði Lovísa. Viðamikil rannsókn „Fátt verður um svör þegar stórt er spurt,” sagði Lovísa þegar hún var spurð hvað hafi komið henni mest á óvart í þeim niðurstöðum rannsóknarinnar sem þegar liggja fyrir. „Jú, mér kom það reyndar nokkuð á óvart að menn veiti því ekki meiri athygli en raun ber vitni hversu mikilvægt það er að hafa góða svefndýnu til þess að ná góðum svefni. Staðreyndin er sú að margir sjómenn á þeim skip- um sem rannsókn mín náði til eiga við alvarlegar svefntruflanir að stríða og jafnframt er ljóst að of margir sjómenn eiga við svo- kallað streituþunglyndi að etja. Fram að þessu hef ég ekki greint neinn aldursmun í þeim efnum. Raunar verð ég að viðurkenna að það kom mér nokkuð á óvart hversu hár meðalaldur skips- áhafna er. Ég hafði fyrirfram búist við að margir ungir menn væru á þessum skipum, en dæmi er um að meðalaldur á skipi sem rann- sóknin náði til sé um fertugt,” sagði Lovísa. Offita algengt vandamál Varðandi heilsu sjómanna leiddi rannsóknin í ljós að offita er nokkuð algengt vandamál meðal sjómanna og þá virðist enginn munur vera á þeim yngri og eldri. „Offitustuðullinn er hærri en gengur og gerist. Til samanburð- ar er ég að vinna að sambærilegri rannsókn meðal byggingar- og málmiðnaðarmanna og hún leiðir í ljós áberandi meiri offitu hjá sjómönnum. Skýringin á þessu gæti að mínu mati verið fyrst og fremst mataræði til sjós, en einnig hreyfingarleysi því fáir stunda þar hreyfingu að einhverj- um toga. Sjómennskan á þessu skipum er skorpukennd vinna, en síðan koma dauðir tímar á milli þar sem menn láta í mörgum til- fellum tímann líða með því að horfa á sjónvarp og gera vel við sig í mat og drykk. Almennt held ég að ekki sé fylgst náið með mataræði sjómanna úti á sjó og það tel ég að sé eitthvað sem þurfi að skoða.” Svefntruflanir Nánar um fyrstu niðurstöður rannsóknar Lovísu. Hún segir að sjómenn séu margir mjög meðvit- aðir um að þeir verði fyrir mikl- um svefntruflunum í vinnu sinni úti á sjó. „Og það eru dæmi um menn sem hafa orðið fyrir það miklum svefntruflunum til sjós að þeir þurfa á þunglyndis- og svefnlyfjum að halda til þess að geta ráðið við vinnu sína,” segir Lovísa. Eins og áður segir voru sjó- mennirnir í rannsókninni skoðað- ir með tilliti til legustöðu þeirra á svefndýnu. Í öllum tilfellum kom í ljós mikill snúningur á hryggsúlu. Eftirgefanleikinn var ekki nægilega mikill í kringum axlir og álag á herðablaðasvæðið var því mikið. Sömuleiðis var álagið á mjóhrygginn mikið. Í sjómennskunni er að mati Lovísu töluverð hætta á að slæmar legu- dýnur í rúmum kalli á álagsein- kenni og sjúkdóma og því telur hún mikilvægt að þetta atriði sé skoðað sérstaklega. Greinileg álagseinkenni Eins og áður segir var eitt af aðal markmiðunum með rannsókn 19% 35% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% Ég hef orðið fyrir slysi síðastliðið ár Ég hef lent í atviki síðastliðið ár, þar sem slys hefði getað orðið Ég stunda líkamsrækt 61% 26% 8% 5% Aldrei 1x í viku 2x í viku 3x í viku >3x í viku 0% Hér má sjá bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar þar sem spurt var um hvort menn hafi orðið fyrir slysi til sjós. Eins og kannski mátti búast við reyndist afgerandi meirihluti þátttakenda ekki stunda líkamsrækt úti á sjó. Hafa ber í huga að aðstaða til líkamsræktar er mismun- andi góð á skipunum, hún er mun betri á nýjustu skipum flotans. „Staðreyndin er sú að margir sjómenn á þeim skipum sem rann- sókn mín náði til eiga við alvarlegar svefntruflanir að stríða og jafnframt er ljóst að of margir sjómenn eiga við svokallað streitu- þunglyndi að etja,” segir Lovísa Ólafsdóttir, iðjuþjálfi hjá Solarp- lexus ehf. Slys og óhöpp Ábyrgð á eigin heilsu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.