Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 33
33 A L Þ I N G I ugglega velta því fyrir sér hvernig útgerðarhagsmunir þessara félaga muni samrýmast hagmunum flutningafyrirtækisins Eimskips. Menn standa til dæmis væntan- lega frammi fyrir þeirri spurn- ingu af hverju frystitogari frá Skagaströnd ætti að landa á Skagaströnd en ekki beint í frystigeymslu Eimskips í Reykja- vík. Ég er alls ekki að segja að þetta verði niðurstaðan í þessu tilviki, en ég bendi á að hætturn- ar eru fyrir hendi og menn munu örugglega leita hagræðingar. Sú hagræðing er ekki hagræðing fólksins á staðnum. Menn geta líka velt því upp hvernig verði hagrætt á Akranesi. Ég tel líkleg- ast að þar verði menn meira í uppsjávarfiski og karfa og þorsk- heimildirnar fari frekar norður. Ég minni á að þegar menn hafa tekið til sín aflaheimildir og skip, hafa oft verið gefin loforð sem ekki hafa haldið gagnvart byggð- um og því fólki sem þar býr. Og það er gömul saga og ný að ef menn lenda í vandræðum með fjárhagslega stöðu sinna fyrir- tækja, er hagrætt blákalt út frá fyrirtækjunum en ekki hagsmun- um fólksins,” segir Guðjón Arnar. Þrýstingur á kvótaþakið Guðjón Arnar er sannfærður um að mikill þrýstingur muni koma á hækkun kvótaþaksins. „Þessi þrýstingur mun koma frá stærri útgerðaraðilunum, en það liggur alveg fyrir að fyrir kosningar verður ekkert minnst á að hækka kvótaþakið. Og ég hef heldur ekki trú á því að fyrir kosningar verði afgerandi tilfærsla aflaheim- ilda hjá þessum stóru aðilum. En eftir kosningarnar byrjar ballið. Ef ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í vor er það mín spá að þing- ið muni ekki standast þrýsting um hækkun kvótaþaksins. Þó að menn tali um að hafa varið kvóta- þakið, þá hefur samt sem áður verið heimilað að þrjú fyrirtæki á Íslandi geti átt allan karfakvót- ann,” segir Guðjón Arnar Krist- jánsson. Sagður ófriður um verðlagningu Í greinargerð með áðurnefndri til- lögu til þingsályktunar um fjár- hagslegan aðskilnað útgerðar og fiskvinnslu í landi er viðskiptum með fisk hér innanlands lýst sem óviðunandi ástandi. Engin skil- yrði séu til eðlilegrar verðmynd- unar á fiski og ótruflaðrar sam- keppni í fiskviðskiptum þrátt fyr- ir að í landinu hafi lengi starfað uppboðsmarkaðir fyrir fisk. „Fiskviðskipti við núverandi kringumstæður skapa ófrið um verðlagningu á fiski milli sjó- manna og útvegsmanna og grafa einnig undan tilvistargrundvelli innlendra fiskmarkaða. Skiptir þá ekki meginmáli hvort um við- skipti milli óskyldra eða skyldra aðila er að ræða. Þá ríkir mikil samkeppnisleg mismunun í fisk- vinnslunni sem bitnar hart á fisk- vinnslufyrirtækjm sem ekki tengjast útgerð,” segir orðrétt í greinargerð með tillögunni.“ Og ennfremur segir orðrétt í greinargerðinni: „Viðskipti“ milli útgerðar og fiskvinnslu í eigu sama aðila eru að því leyti sama marki brennd og viðskipti milli óskyldra aðila að viðmiðunarverð- ið á fiskinum til hlutaskipta er a.m.k. að mestu leyti úr öllum tengslum við ríkjandi markaðs- verð. Eigandinn, þ.e. viðkomandi fyrirtæki, er því í raun með þessu að flytja fjármuni frá útgerðinni til fiskvinnslunnar. Hvort sem fiskviðskiptin eiga sér stað milli óskyldra aðila eða innan sama fyr- irtækis verður niðurstaðan sú sama, falskt fiskverð sem knúið er fram í krafti þeirrar stöðu sem út- gerðin hefur með yfirráðum sín- um yfir veiðiheimildum. Hér- lendis ríkir feluleikur og óljósir viðskiptahættir um sjávarfang þar sem mörg viðskiptaform eru aldrei upplýst. Þetta ástand leiðir til þess að á Íslandi liggja upplýs- ingar um afurðaverð á erlendum mörkuðum fyrir unninn fisk og fiskafurðir ekki fyrir mánuðum og jafnvel árum saman. Á sama tíma eru auðfengnar allar upplýs- ingar um verð afurða hjá öðrum þjóðum, t.d. í Færeyjum og Nor- egi. „Ég hef haft efasemdir um að við séum á réttri leið með stórum sameiningum í sjávarútvegi og ég tel að menn ættu að fara sér hægt í þeim efnum.“ „Vinnslan eða útgerðin eru ýmist að sýsla með veiðiheimildirnar. Síðan koma upp eilíf dælumál um hvernig með þetta er farið, hvað teljist eðlilegir viðskiptahættir og hvað ekki,” segir Guðjón Arnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.