Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Side 18
78 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006
Sport DV
I
Samnings-
bundinn Þórs-
ari til Essen
Lettinn Mareks
Skabeikis, handknattleiks-
markvörður, hefur gengið til
liðs við þýska 3. deildarliðið
Essen. Skabeikis lék í fyrra
með Þór á Akureyri en hann
er enn samnings-
bundinn liðinu
þó svo að hann
hafi ekkert leikið
með því á yfir-
standandi leiktíð.
Þórsarar segjast
munu skoða
þetta mál á næst-
unni en hjá
Essen leikur nú einn íslend-
ingur, Halldór Sigfússon
fyrrverandi leikmaður KA.
Sigurbjörg frá
í5-6vikur
Sigurbjörg Jóhannesdótt-
ir handknattleikskona úr
Fram verður frá næstu
fimm til sex vikumar. Þetta
er skarð fyrir skildi í hópi
Fram en Sigurbjörg hafði
leikið alla leiki liðsins fyrir
áramót og var markahæsti
leikmaður Fram með 52
mörk. Hún
meiddist í
upphitun fyr-
ir leik Fram
og Gróttu í
fyrradag og
kom í ljós
spmnga á
ökklabeini.
Fram er sem
stendur í átt-
unda sæti deildarinnar en
liðið tapaði fyrir Gróttu í
fyrradag sem er í sjötta sæti.
Rasiaktil
Southampton
Pólverjinn Grzegorz
Rasiak hefur verið lánaður
til Southampton frá Totten-
ham til loka tímabilsins.
Hann verður svo af öllum
líkindum keyptur fyrir tvær
milljónir punda þegar tíma-
bilinu lýk-
ur í sum-
ar. Rasiak,
sem er 27
ára gam-
all fram-
herji, kom
til Totten-
ham í
sumar en
hefur ekki
staðið
undir
nafni, sér-
staklega í
fjarveru
Mido sem tók þátt í Afríku-
keppninni þar sem Rasiak
fékk loksins tækifæri til að
sýna hvað hann getur.
Sænski hástökkvarinn Kajsa Bergqvist stökk yfir 208 sm um helgina og setti nýtt
heimsmet innanhúss. Metið var síðan 1992 og nú stefnir sú sænska á utanhússmet-
ið sem er sentimetra hærra og orðið 19 ára gamalt.
(
Kajsa bætti 14 ára heimsmet
19 mánuðum eltir að hún sleit húsin
Sænski hástökkvarinn Kajsa Bergqvist er líkleg til afrek á þessu
ári eftir að hafa sett nýtt heimsmet í hástökki innanhúss um
síðustu helgi. Framundan er heimsmeistaramótið innanhúss í
Moskvu þar sem Kajsa getur bætt við HM-gullið sem hún vann
á HM utanhúss í Helsinki síðasta haust. Endurkoma Kajsu sem
er orðin 29 ára er efni í góða vasaklútasögu enda bjuggust ekki
margir við að hún gæti bætt við sinn besta árangur þegar hún
sleit hásin 18. júlí 2004. Kajsa hafði fyrir meiðslin hæst stokkið
yfir 206 sentimetra en mikill viljastyrkur og stífar æfingar hafa
gert hana betri en nokkru sinni fyrr.
mér að taka metið," sagði Bergqvist
sem fór yfir 208 sentimetrana í
fyrstu tilraun. „Ég var eiginlega
bara í sjokki fyrstu mínúturnar á
eftir. Það er erfitt að sannfæra
sjálfan sig um að maður hafi sett
heimsmet. Þetta var eitthvað sem
mig hafði alltaf dreymt um og
þetta var mitt markmið á þessu
tímabili," sagði Kajsa um nýja met-
ið sitt.
Tekur hún útimetið
líka?
Búlgarski hástökkvar-
inn Stefka Kostadinova
hefúr mikla trú á Kajsu
Bergqvist og spáir því að
hún slái einnig heimsmetið
utanhúss sem Kostadinova
á sjálf en metið verður 19
ára gamalt á þessu ári.
Kostadinova stökk 209
senitmetra árið 1987
og engin kona hefur
síðan náð að
stökkva svo hátt.
„Ég veit ekki a
hverju
þettc _____
heimsmet
mitt hefur
haldið í svo lang-
/«v v. an tíma. Maður
I - • þarf að vera í formi á
I 4^ réttum tíma og ég náði
Vv sem dæmi besta árangri
þegar fullt af fólki var til að
hvetja mig áfram," segir Kosta-
dinova sem hreifst strax af Kajsu.
„Ég var að ljúka mínum ferli þegar
hún var að byrja og ég tók strax eft-
ir því hversu efnileg hún var. Hún
býr yfir frábærri tækni og nú hefur
hún sýnt að hún getur hoppað f
heimsmethæð. Ég er ekkert
Mikil innlifun Kajsa
Bergqvist er vön að
fagna innilega þegar
hún feryfir miklar hæðir.
stressuð
yfir því að
missa
metið,
þrátt fyrir að
draumur minn
hafi alltaf verið að
annar Búlgari myndi
slá það en nú þegar ég er
búin að eiga þetta met
svona lengi er ég alveg sátt
við að Kajsa bæti það," segir
Kostadinova sem varar
Bergqvist jafhffamt við því að
einbh'na of mikið á metið því það ^ ~
gæti orðið henni hættulegt enda l
skipti mestu máh að vinna keppn- ^'v' J
irnar, metin eru aðeins bónus.
ooj@dv.is
„Eftir að ég sleit hásinina var
þetta ekki í mínum villtustu draum-
um," sagði Kajsa Bergqvist eftir að
metið var í höfn og bætti við: „Þetta
er bara ótrúlegt, æðislegt og stór-
kostlegt," og greinilegt að hún réð
sér ekki fyrir kæti. Kajsa er „aöeins"
175 sentimetrar á hæð sem þykir
ekki mikið í þessari grein og var þvf
að stökkva 33 sentimetra yfir sinni
hæð þegar hún bætti metið um síð-
ustu helgi. „Það skipti miklu máli
fýrir mig að ég fékk hörkukeppni fr á
Blancu Vlasic ffá Króatíu sem þýddi
aö ég varð að stökkva svona hátt til
þess að vinna hána," sagði
Bergqvist en sú króatfska stökk yfir
201 sentimetra og sat síðan hjá þeg-
ar ráin fór í bæði 203 og 205 senti-
metra hæð og hélt þar með pressu á
þeirri sænsku. Eftir að Bergqvist fór
yfir 205 sentimetra í annarri tilraun
gat Vlasic bara fylgst með henni
endurskrifa frjálsíþróttasöguna.
Gamli heimsmethafinn var í
stúkunni
Kajsa Bergqvist sló með þessu
frábæra stökki 14 ára heimsmet
þýska hástökkvarans Heike Henkel
sem stökk yfir 207 sentimetra árið
1992. Það gerði þessa stund enn
merkilegri að Henkel var meðal
áhorfenda þegar Kajsa bætti metið
hennar og sú sænska sá hana í
stúkunni. „Ég sá hana rétt áður en
ég setti metið. Ég sá hana þegar ég
stóð upp til að byrja lokaundirbún-
ing minn fýrir stökkið. Hún kinkaði
til mín kolli eins og hún vildi segja
Tvær góðar saman Kajsa Bergqvist sést
hér ásamt Carolinu Kliift en þær unnu báðar
heimsmeistaratitil f sínum greinum slðasta
haust, Kajsa I hástökki en Klilft I sjöþraut.
Sleit hásin fyir 19 mánuðum Kajsa Bergqvistsést hér nýbúin að slita hásin I8.júll2004. Heimsmetið fellur Kajsa Bergqvistsést hér fara yfír208 sentimetra og setja nýtt og glæsi-
DV-mynd: Nordicphotos/AFP legt heimsmet. DV-mynd: Nordicphotos/AFP
SSA
nmijT
AF ÞESSU
19.15 Heil umferð í
Iceland Express deild
karla. Hamar/Sel-
foss-Njarðvík, Hauk-
ar-KR, Þór-Skallagrím-
ur, Keflavík-Höttur,
ÍR-Fjölnir, Snæ-
fpii-Grindavfk.
| 20.00 Stuðnings-
mannaþátturinn Liðið
mitt á F.nska Bnitannm.
20.30 Sterkasti maður
heims ?00Fi á Sýn.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaöur HSÍ um landsliðsþjálfaramálin
Hyggst engu að síður ætla að ræða við Viggó
Guðmundur Ágúst Ingvarsson,
formaður HSÍ, segir að hann hafi
fullan hug á því að ræða við Viggó
Sigurðsson landsliðsþjálfara þrátt
fýrir yfirlýsingar hans á síðustu dög-
um. „Hann er sjálfur búinn að lýsa
því yfir að hann sé ekki til við-
ræðna," sagði Guðmundur við DV
Sport. „Hann kýs að tjá sig um þessi
mál við fjölmiðla og þá sérstaklega
einn fjölmiðil en ég hef engu að síð-
ur fullan hug á því að ræða við
hann."
Viggó sagði starfi sínu lausu í lok
nóvember síðastliðnum en ákveðið
var að bíða með viðræður fram yfir
Evrópumeistaramótið í handbolta.
En þar sem Viggó heyrði ekkert í for-
ráðamönnum HSÍ beið hann ekki
boðanna og gaf út að hann væri al-
farið hættur með landsliðið.
Guðmundur hefur sagt að aðrir
komi til greina sem næsti landsliðs-
þjálfari Islands og hafa þeir Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson og Atli
Hilmarsson helst verið nefndir á
nafn í því samhengi. Hann segir að
enginn af forráðamönnum HSÍ hafi
sett sig í samband við neinn varð-
andi landsliðsþjálfarastöðuna. Guð-
mundur býst þó við því að nýr
landsliðsþjálfari verði ráðinn til
starfa á næstu tveimur vikum.
Samningur Viggós rennur út
þann 1. apríl næstkomandi. Þing
handknattíeikssambandsins
verður haldið í lok mars og
hyggst Guðmundur bjóða sig
áfram fram sem formaður
sambandsins en Ásgeir Jóns-^jjp
son, fyrrverandi meðlimur
í landsliðsnefnd, hefur
einnig sagt að hann
muni bjóða sig fram til
embættisins. Lands
lagið í handknatt-
leikshreyfingunni
gæti því breyst
enn frekar á næst-
unni ef skipt verður
um forystu í hand-
knattíeikssam-
bandinu.
eirik-
urst&dv.is
Viggo Sigurðsson
Segist vera alfarið
hættur með landsliðið.
Guðmundur Ingvarsson
Formaður HSf sem hyggst
ræða við Viggó Sigurðsson.
DV-mynd: Nordicphotos/Getty Images