Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Page 16
7 6 MÁNUDAGUR 13. MARS2006
Sport DV
Frábærbyrjun
Harðar
Hörður Sveinsson
markaði upphaf sitt í
dönsku úrvalsdeild-
inni í knattspymu með
tveimur mörkum auk
stoðsendingarinnar sem
gaf þriðja og sigurmark
Silkeborg í 3-2 sigri á
Viborg á útivelli í gær.
Hörður kom sínum
mönnum tvívegis yfir
snemma í báðum hálf-
leikjum og var reyndar
hársbreidd frá því að
skora þrennu sjálfur. Þess í
stað lagði hann upp sigur-
mark leiksins fyrir Dennis
Flinta er tvær mínútur vom
liðnar af uppbótartíma.
Sjö mörkólafs
Ólafur Stef-
ánsson átti góð-
an leik fyrir Ciu-
dad Real sem
vann lið Cangas í
spænsku úrvals-
deiidinni á laug-
ardag, 30-25.
Sem fyrr er Barcelona með
forystu í deildinni en Ciudad
Real er í þriðja sæti. Það var
svo íslendingaslagur í
frönsku deildinni en án þess
þó að íslendingamir kæmust
á blað í leiknum. Ivry, lið
Ragnars Óskarssonar, vann
27-26 sigur á Creteil sem
Bjarni Fritzson leikur með.
Ragnar spilaði en skoraði
ekki en Bjami var ekki í liði
Creteil.
Andersen í Evr-
ópubann
Danski handboltaþjálfar-
inn Anja Andersen var í gær
sett í bann frá allri þátttöku í
mótum á vegum evrópska
handknattleikssambandsins
(EFH) eftir að beiðni barst frá
danska sambandinu á föstu-
dag en hún hafði þá verið
dæmd í bann þar í landi
vegna uppákomu sem varð í
leik með liði hennar, Slagel-
se, fyrir skömmu. Hótaði hún
að draga lið sitt úr leik ge’gn
Álaborg eftir að hafa fengið
rauða spjaldið í leiknum. Yf-
irgaf lið hennar völlinn í
nokkrar mínútur vegna
þessa. Bann EHF næryfir all-
ar alþjóðlegar keppnir til 30.
júní næstkomandi.
Valsstúlkur eru komnar áfram í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu og er það
aðeins í annað skipti sem íslenskt kvennalið í handbolta nær þeim árangri. Hitt lið-
ið var ÍBV árið 2004. Valur vann FC Brúhl frá Sviss um helgina en báðir leikirnir
fóru fram hér heima.
Svifu í undanúrslit
Arna Grímsdóttir er
sloppin ein inn fyrir vörn
svissneska liðsins um
helgina.
DV-mynd Heiða
Kvennalið Vals í handbolta er komið í undanúrslit Áskorenda-
keppni Evrdpu eftir að hafa borið sigur úr býtum í tveimur
viðureignum gegn svissneska liðinu FC Bruhl um helgina. Sam-
anlagt vann Valur með níu marka mun en ekki verður dregið í
undanúrslit fyrr en í næstu viku.
„Við erum í skýjunum eftir
þessi úrslit," sagði Ágúst Þór Jó-
hannsson, þjálfari Vals, eftir sigur
sinna stúlkna. „Og í raun gekk
þetta betur en maður átti von á í
upphafi. Það er frábær tilfinning
að vera komin í undanúrslit."
Eins og er oftast raunin í
keppnum sem þessum renna lið
nokkuð blint í sjóinn hvað varðar
andstæðing sinn en Ágúst segir að
hann hafi engu að síður verið
ágætlega bjartsýnn fyrir leiki helg-
arinnar. „Eg mat möguleika okkar
til helmings en við nutum góðs af
því að leika báða leiki okkar á
heimavelli. Það var vitað mál að ef
við ættum góða leiki gætum við
klárað dæmið og var síðari leikur-
inn sérstaklega góður," sagði
Ágúst.
Klaufar í fyrri leiknum
Valsstúlkur voru í raun klaufar
að fara ekki í síðari leikinn með
meira forskot en fimm mörk en
Valur hafði mikla yfirburði í leikn-
um á föstudaginn. Svissneska liðið
komst svo snemma yfir á laugar-
daginn en Valsstúlkur héldu ró
sinni og sigu hægt og róiega fram
úr. í hálfleik gat aðeins stórslys
komið í veg fyrir að Valur tryggði
sér sæti í undanúrslitum.
„Við lærðum mikið af fyrri
leiknum og náðum til dæmis að
lesa markvörð þeirra vel þannig að
hún varði nánast ekkert í síðari
leiknum. Við breyttum einnig
NÍU LEIKIR Á 35 DÖGUM
Dagsetn. Keppni Andstæðingur Úrslit
11. mars Evr. Bruhl (h) sigur (32-27)
10. mars Evr. Bruhl (h) sigur (25-21)
7. mars DHL HK (h) sigur (41-28)
4. mars DHL IBV (ú) tap (22-18)
15. feb. DHL FH (h) sigur (27-26)
11. feb. Evr. HC Aþena (ú) sigur (37-29)
10. feb. Evr. HC Aþena (ú) tap (26-24)
7. feb. DHL KA/Þór (ú) sigur (30-23)
5. feb. SS (BV (ú) tap (27-15)
áherslum í varnarleiknum til að
stöðva þeirra hættulegustu leik-
menn og gekk það vel. Við vorum
að vísu að fá á okkur klaufaleg
mörk í upphafi leiksins en náðum
að laga það fljótt."
Ótrúlegt leikjaálag
Mikið leikjaálag hefur verið á
Valsstelpum undanfarnar vikur og
mánuði og hafa þær á síðustu 35
dögum leikið níu leiki sem þykir
mikið í hvaða íþrótt sem er, sér-
staklega þegar um áhugamenn er
að ræða. Þær fá nú vikufrí en fram
undan er lokáspretturinn í DHL-
deildinni þar sem Valur er eitt
þeirra þriggja liða sem kljást um
titilinn. En þrátt fyrir að álagið sé
mikið á Valsstúlkum hafa þær ekki
misst dampinn og aðeins tapað á
mjög erfiðum útivöllum - í Vest-
mannaeyjum og á Grikklandi.
„Við höfum verið að spila virki-
lega vel undanfarið og er það helst
að þakka breyttum áherslum í
varnarleik. Við höfum verið
grimmari í vörninni og hefur það
skilað sér þannig að við fáum
tækifæri til að spila hraðari leik
sem hentar okkur mjög vel," sagði
Ágúst. Hann segir mikla og góða
stemningu vera í hópnum en hann
er óánægður með stuðning áhorf-
enda. „Það var döpur mæting um
helgina, sérstaklega á föstudag-
inn.“
Spennandi verkefni
Berglind Hansdóttir markvörð-
ur Vals fór á kostum í leikjum helg-
arinnar, sem svo oft áður. Hún seg-
ir þátttöku í Evrópukeppninni gefa
sér mikið. „Þetta er spennandi
verkefni og það er virkilega gaman
af fá að taka þátt í þessu," sagði
hún við DV Sport.
Auk Vals verða í undanúrslitum
annars vegar tvö lið frá Rúmenfu
og/eða Króatíu og hins vegar lið frá
Frakklandi eða Ítalíu. Ágúst vill
helst sleppa því að mæta liði frá
Austur-Evrópu og er því óska-
mótherji hans sigurvegari leiks
Merignac Handball frá Frakklandi
og ítalska liðsins HC Teramo 2002.
Dregið verður á þriðjudaginn eftir
rúma viku þar sem síðari leikir
annarra viðureigna klárast ekki
fyrr en um næstu helgi. eirikurst@dv.is
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Huröir til á lager ♦ Smíðað eftir máli
* Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
OLÖFAXIHF.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
HÆLLUR
.. i einum an
G. Tómasson eht • Sótowgf 6
_ __________________ • simi: 577 6400 • www.hvellur.com
etnum grænum • hvellur@hveliur.com
Fjórir leikir í DHL-deild kvenna um helgina
Stjörnustúlkur úr leik?
Haukar imnu um helgina þriggja
marka sigur á Stjömunni í toppslag
DHL-deildarinnar í handbolta. Sig-
urinn var öruggur, þó svo að Haukar
hafi einungis skorað þremur mörk-
um meira en Stjörnustúlkur. ís-
landsmeistararnir voru með forystu
allan tímann og leiddu í hálfleik,
16-11.
Þar með er nokkuð öruggt að
möguleikar Stjörnunnar á íslands-
meistaratitlinum em foknir út í veð-
ur og vind en jöfn og spennandi bar-
átta hefur verið við topp deildarinn-
ar í allan vetur. Eftir standa ÍBV, sem
vann sex marka sigur á KA/Þór á
Akureyri á laugardag og Vaiur sem
sat hjá um helgina vegna þátttöku
liðsins í Evrópúkeþpninni.
Víkingar lyftu sér úr botnsætinu
með 29-25 sigri á Fram og þá vann
Grótta lið FH á útivelli í eina leik
gærdagsins í deildinni, 26-25.
' • .
.
A undan markverðinum Hanna G. Stef-
ánsdóttir var á undan markverðinum Jelenu
Jovanovic I þessari skyndisókn Hauka gegn
Stjörnunni á laugardag.
DV-mynd Anton Brink
DHL-DEILD KVENNA
ÚrslH helgarinnar;
Stjarnan-Haukar 26-29
KA/Þór-(BV 19-25
Vikingur-Fram 29-25
FH-Grótta 25-26
Haukar 15 13 0 2 466-391 26
Ibv 15 12 1 2 390-327 25
Valur 15 12 0 3 417-348 24
Stjarnan 15 10 1 4 399-348 21
HBÍÉÍ 15 9 ' 0 6 401-364 18
Grótta 15 6 0 9 351-374 12
HK 15 M.- u§ 10 401-448 9
Fram 15 3 0 12 363-418 6
Víkihgur 15 2 )r 12 328-405 5
KA/Þór 15 2 0 13 351-444 4