Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 5
Símamenn eiga innistæður sem þeir munu vitja á þessu ári Á síðasta ári tókst að stöðva kaupmáttarhrap, undanhaldi var breytt til sóknar til bættra lífskjara, það tókst með samstilltu átaki launamanna, atvinnurekenda og stjórnvalda. Ár- angurinn varð sambærileg dýrtíðarþróun eins og best gerist í nágrannalöndunum og hagur fyrirtækjanna batnaði. Nú er komið að því að við launamenn fáum okkar hlut í batanum. Samningar eru lausir í haust. Þá munum við sækja þá innistæðu sem við eigum í sameig- inlegum sjóðum. Aðstaða til lagfæringa er sérstaklega góð hjá okkur Símamönnum. Hagn- aður Símans hefur verið mikill á undanförnum árum þar af 500 milljónir á síðastliðnu ári. Látum ekki sitja við orðin tóm Starfandi er á vegum ríkisins og launamanna hjá ríkinu kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. Hún gefur út tímaritið KOS. Þegar lesnar eru niðurstöður kjararannsóknar- nefndar varðandi kaupmáttarþróun undanfarinna ára kemur í ljós að hún er sérstaklega óhagstæð varðandi tvö félög ríkisstarfsmanna Símamannafélagið og Póstmannafélagið. Að undanförnu hefur margt verið að gerast er bendir til að umfjöllun um launamál sé að færast út til ríkisfyrirtækjanna. Þannig hefur til dæmis einn samstarfsnefndarfundur verið haldinn með fulltrúum Pósts og síma og Félagi íslenskra símamanna. Ráðamenn Pósts og síma hafa oft látið liggja orð að því að bæta þurfi kjör starfsmanna fyrirtækisins. Nú er að koma tækifæri til þess enda ekki vanþörf á. Félag íslenskra síma- manna er tilbúið að ræða hvaða leiðir sem er, sem geta orðið til að bæta kjör stéttarinnar. Nú er kominn tími til að breyta orðum í athafnir. Gleðilegt sumar. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður F.Í.S., í ræðustól á ráðstefnu félagsins á Holiday Inn þann 20. apríl s.l. SÍMABLAÐIÐ 3

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.