Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 32
Frá Póst- og
símaskólanum
Jón Ármann Jakobsson.
Ræða skólastjórans, Jóns Ármanns Jakobs-
sonar, við afhendingu prófskírteina, 16. jan-
úar s.l.
Góðir samstarfsmenn.
í fyrstu grein reglugerðar um Póst- og
símaskólann segir svo: „Stofnaður skal sér-
stakur skóli, Póst- og símaskóli, til að sjá
um menntun starfsmanna Pósts og síma
með tilliti til þarfa stofnunarinnar um sér-
hæft starfsfólk.“
Þetta er sú stefnumörkun sem farið er eft-
ir í starfsemi skólans og er höfð að leiðar-
ljósi, það er að vera með námsbrautir fyrir
sérhæfð störf, svo sem póstnám, símsmiða-
nám og símritaranám og að setja upp sér-
hæfð námskeið til að kynna nýja tækni og
auka þekkingu og víðsýni starfsmanna fyrir-
tækisins. Enda hef ég alltaf litið svo á að
markmið skólans sé að útbúa námskeið sem
væru gerð til að auka menntun og skilning
starfsmanna um ýmsar nýjungar sem eru
alltaf að koma fram.
Þegar skólinn var stofnaður fyrir rúmum
tuttugu árum, var símvirkjanám í formi
námskeiða. Eftir að skólinn var stofnsettur
og í sambandi við samninga um launakjör
voru fleiri námsbrautir settar á stofn, svo
sem nám póstmanna, símritara og línu-
manna.
í upphafi voru helstu námsbrautir í skól-
anum nám símvirkja og símritara, síðar
bættist póstnám og línumannanám við og
þar á eftir nám skrifstofumanna og talsíma-
varða.
Því miður hafa launamál haft of mikil
áhrif á starfsemi skólans, á ég þar við að
ekki er hægt að hækka laun starfsmanna
nema að undangengnu námskeiði. Vegna
þessa var sett á stofn framhaldsnám við of-
angreindar námsbrautir. Það má segja að
þrátt fyrir allt hafi þetta gengið all vel og
þessi námskeið hafi í flestum tilfellum skilað
tilætluðum árangri því að af nógu er að
taka.
Grunnnám póstmanna er vikunámskeið
og er starfsmönnum utan af landi boðið að
taka það í bréfaskóla. Er þeim nemum send
þátttökuskírteini. Þessir starfsmenn hafa
svo möguleika á að sækja um áframhald í
póstnámi eftir efnum og ástæðum. í vetur
hefur einnig verið boðið upp á póstnám I í
bréfanámi fyrir starfsmenn utan Reykjavík-
ur. Einnig verður landpóstum boðið upp á
bréfaskóla.
Fyrir nokkrum árum var slegið saman
námi símvirkja, útvarpsvirkja og skrifvéla-
virkja og kallað einu nafni rafeindavirkja-
nám. Fyrstu fjórar annir þessa náms fara
fram í ýmsum iðnskólum og fjölbrautaskól-
um víða um landið. Þremur síðustu önnun-
um ljúka menn í Iðnskólanum í Reykjavík
eða hér í Póst- og símaskólanum. Á síðasta
ári voru ellefu nemar í rafeindavirkjun við
30 SÍMABLAÐIÐ