Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 34

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 34
Til talsímakvenna - varðandi Talsímakvennatal Ég er alveg handviss um að ykkur langar að fylgjast með hvernig gengur með samantekt á starfsmannatalinu ykkar. Engin talsímakona fyrr eða síðar þekkti eða vissi um allar hinar sem unnu út um allt land og það verður að segjast eins og er að ef mér tekst að koma þessu saman þá er það mikið til fyrir ykkar hjálp. Margar talsímakonur af stöðvunum hafa sent mér lista með nöfnum þeirra sem þær muna eftir úr sínum heimahögum. Þetta er aðalhjálp- in, flestar þeirra er ég jafnvel með á skrá, en það er aldrei svo að ekki fljóti með einhverjar sem hefðu gleymst og það er það sem ég er að forðast. Þessvegna er ég að þessu sífellda nuði, að þið skrifið hjá ykkur þær sem komu og fóru fyrr á árum og enginn fréttir meira af. Erla Kristjánsdóttir hefur látið mér í té myndir sem móðir hennar átti (frummynd- irnar) af þeim stúlkum, sem unnu með móð- ur hennar, eða voru henni samtíða á Mið- stöð. Þegar ég komst í samband við Erlu sl. vetur var hún einmitt nýbúin að fara með myndir og gefa Arbæjarsafni. Hún varð glöð við þegar ég tjáði henni hvað ég væri að gera og vildi hún gjarnan að Síminn ætti þessar myndir. Þær eru nú í minni vörslu. Ég hef alltaf verið forvitin um þessa konu, móður Erlu, frá því er ég sá nafnið hennar. Hún hét Unnur Þorsteinsdóttir, fædd 1910. Það vakti forvitni mína því við áttum eina með þessu nafni sem var okkur samtíða en var fædd 1912. Þarna sjáið þið hvað fæðingardagur og ár geta leitt mann á rétta leið. Unnur Þorsteinsdóttir byrjaði upphaflega að vinna við ræstingar á Miðstöð með móð- ur sinni. Hún hafði ekki átt kost á skóla- göngu, ekki einu sinni einum vetri eins og margar stúlkurnar á miðstöð höfðu að baki (eftir barnaskólann). En henni tókst að fá vinnu þarna og verða ein af „Stelpunum á Stöðinni“ og vann á Miðstöð þangað til sjálfvirka stöðin var opnuð 1932. Unnur fór vel með alla hluti og Érlu dóttur sinni sagði hún frá dvöl sinni á Símanum, þessum árum sem munu hafa verið þau bestu í lífi hennar. Erla vissi hve annt móður sinni var um myndirnar svo hún vildi að þær færu í vörslu einhvers sem kynni að meta gildi þeirra. Unnur var afskaplega greind, vel gefin og dugleg kona. Hún stundaði nám í skrautrit- un við bandarískan bréfaskóla, kom sér sjálf í samband við hann. Einnig var hún sjálf- menntuð í dönsku, ensku og norsku og las alla tíð mikið á þessum málum. Þetta hefur eflaust stytt henni stundir þegar hún veiktist af berklum 1941. Hún fór ekki aftur út á vinnumarkaðinn, enda fékk hún aldrei aftur fulla heilsu. Hún var gift Kristjáni Vigfús- syni bifreiðastjóra í Reykjavík, sem nú er látinn, og eignuðust þau tvær dætur. Unnur lést 11. apríl 1975. Kristján var bróðir Sig- urðar Luthers Vigfússonar, stöðvarstjóra á Fosshól, föður Hólmfríðar talsímakonu. Svona er nú ættfræðin, hún læðist alls staðar að manni. Haldið áfram að senda mér allt sem ykk- ur liggur á hjarta. Kveðja Ásthildur G. Steinsen Pósthólf 226 (nýtt) 121 Reykjavík 32 SlMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.