Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 11
Ragnhildur Guðmundsdóttir. Ögmundur Jónasson. Ragnhildur Guðmundsdóttir setti ráð- stefnuna og bauð þátttakendur velkomna. Hún lagði út af orðunum „að kunna, skilja, vita og vilja“. Hún sagði þetta merk tíma- mót hjá félaginu. verið væri að fara inn á nýjar leiðir við að upplýsa félagsmenn um réttindi og skyldur. Hér yrði einkum fjallað um það fyrrnefnda og þá sérstaklega það sem félagið hefur fram að færa. Ragnhildur þakkaði fræðslunefnd undirbúning ráðstefn- unnar. Þetta væri önnur ráðstefnan sem hún gengist fyrir á þessum vetri. Hún minnti á að samningar væru lausir í haust og þessi samkoma gæti verið ágætur undirbúningur að því að hrista fólkið saman til samstöðu. Jette Jakobsdóttir tók við stjórn ráðstefn- unnar og kynnti dagskrá, framsögumenn og gesti félagsins. Ögmundur Jónasson flutti ávarp. í því kom fram að í upphafi síns formannsferils hefði hann tekið þátt í fræðslunámskeiði F.Í.S. í Munaðarnesi haustið 1988 og nú væri eitt af hans síðustu verkum á kjörtíma- bilinu að koma á ráðstefnu hjá sama félagi. Þetta væri skemmtileg tilviljun sem segði sitthvað um blómlega félagsstarfsemi F.I.S. Ögmundur rifjaði upp ýmis áform frá 1988 um að laga starfsemi B.S.R.B. að breyttum aðstæðum við það að félögin hafa samningsréttinn í sínum höndum. Unnið hefði verið markvisst að því að efla B.S.R.B. sem þjónustutæki við aðildarfé- lögin. A hverjum degi leita tugir manna til skrifstofunnar með óskir um upplýsingar og beiðnir um að greiða úr málum. Aðstoð er veitt varðandi skýringar á samningum og lögskýringar eru gefnar til stjórna og ein- staklinga. „Þjónustustörf skrifstofu B.S.R.B. svipar til heimilisstarfa. Þá fyrst er eftir þeim tekið þegar þau eru ógerð.“ Ogmundur sagði frá málefnahópum sem starfa innan B.S.R.B.. Hve mikið starf þeir hefðu leyst af hendi og hve gagnlegt það hefði verið varðandi stefnumörkun og um- ræðu alla innan B.S.R.B. að hafa virkan hóp fjölda einstaklinga er miðluðu þekkingu sinni og reynslu til stjórnar samtakanna. Hann vék að komandi samningum og ræddi ýmsa möguleika í þeim efnum - samflot eða hver semji fyrir sig. Allt þarf að meta eftir aðstæðum hverju sinni með það að mark- miði að þjóna hagsmunum fólks sem best. Styrkur félaganna í B.S.R.B. í tveim síðustu samningum var samvinna af fúsum og frjáls- um vilja. Ögmundur óskaði símamönnum til ham- ingju með ráðstefnuna og sagðist vona að hún yrði til fróðleiks og ánægju. SÍMABLAÐIÐ 9

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.