Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 6

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 6
Ársskýrsla ✓ framkvæmdastjórnar F.I.S. 1990-1991 LAUNA- OG KJARAMÁL Eitt meginverkefni stéttarfélaga er vinna tengd kjaramálum. Kjaramál snerta pers- ónulega hvern einstakling innan félagsins. Árangur í kjarabaráttu byggist ekki hvað síst á því að hver félagsmaður fylgist með og sé meðvitaður um þróun kjaramála, taki þátt í umræðum um þau og komi skoðunum sínum á framfæri. Það er mikilvægt að skilja þær upplýsingar sem fram eru settar og leit- ast við að meta þær. Þegar fjallað er um kjaramál félagsmanna í F.I.S. verður annars vegar að hafa í huga ýmsa almenna þætti þeirra svo sem kaup- mátt og verðlagsþróun, hins vegar ýmis at- riði sem sérstaklega tengjast störfum hinna mörgu starfsstétta sem eru innan félagsins. Allar upplýsingar verður að skoða með gagnrýnu hugarfari. - í hvaða tilgangi eru upplýsingar settar fram. - Hvað er verið að sýna. - Hvaða tímabil er sýnt. - Um hvaða hópa er verið að fjalla. í umræðu um kjaramál eru gjarnan notuð hugtök, sem öllum virðast töm á tungu, en þegar beðið er um skýringar verður fátt um svör, tökum t.d. vísitöluna. Segja má að útreikningur vísitölu gerist þannig að tekið er ákveðið magn af ýmsum vörum og spurt hvað þær kosta á ákveðnum degi. Síðan er heildarkostnaður lagður sam- an. Svo er spurt mánaðarlega hvað sömu vörur kosta og heildarkostnaður þeirra bor- inn saman við upphaflega kostnaðinn. Tek- ið er hlutfall þarna á milli og það margfald- að með hundrað. Vísitala framfærslukostn- aðar mælir því hlutfallslegar breytingar á milli tímapunkta og út frá ákveðnum neyslukjörum. Aðrar vísitölur sem oft er talað um eru byggingarvísitala, launavísitala og lánskjara- vísitala. Byggingarvísitalan segir til um hækkun byggingarkostnaðar og er samansett úr fjöl- mörgum liðum, annars vegar verði á bygg- ingarefni, svo sem sementi o.fl., hins vegar á launum iðnaðarmanna, þar með talið launum í uppmælingu. Lánskjaravísitalan er samansett úr meðal- tali byggingarvísitölu, launavísitölu og vísi- tölu framfærslukostnaðar. Lánskjaravísital- an hefur áhrif á upphæð verðbóta - hækkun lánskjaravísitölu hefur í för með sér hærri verðbætur. Ef vísitala framfærslukostnaðar hækkar skiptir það auðvitað máli fyrir launafólk hvað það er sem veldur hækkuninni. Sem dæmi má taka að það er afdrifaríkt fyrir af- komu heimilanna ef matvörur hækka í verði, en hefur ekki eins mikil áhrif ef verð- hækkanir verða á þjónustu veitingahúsa. Augljóslega vegur hækkun á matvöru þyngra hjá stórri fjölskyldu með lág laun, en hjá lítilli fjölskyldu með há laun. Kaupmáttur merkir kaupgetu eða verð- gildi launa, kaupmáttur er mældur í % og sýnir hlutfall verðlags og launa á ákveðnu tímabili. Hann er ýmist sýndur með tölum eða myndrænt. Viðskiptakjör sýna hlutfallið á milli inn- flutningsverðlags og útflutningsverðlags. Þegar viðskiptakjör eru hagstæð fæst hærra verð fyrir útflutning en greiða þarf fyrir inn- flutning og öfugt þegar viðskiptakjör eru óhagstæð. Til að viðskiptakjör batni þarf verðlag á útfluttum vörum að hækka umfram verðlag á innfluttum vörum eða verðlag á innfluttum vörum að lækka á meðan verðlag á útfluttum vörum stendur í stað eða lækkar minna. Þjóðhagsstofnun reiknar út viðskipta- kjör og tekur þá tillit til skýrslna um innflutn- ing og útflutning á viðkomandi tímabih. 4 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.