Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 13
Handbók Fræðslunefnd FÍS - Þorsteinn Óskarsson - Grétar Guömundsson - Sigríður Jóhannsdóttir - Bergljót Sigfúsdóttir 20. Apríl 1991 - Jetta Jakobsdóttir Handbók F.f.S. áhrif að starfsmenn Pósts og síma hefðu að- gang að öflugum skóla, að þeir nýttu sjóð- inn minna en margir aðrir. Félagsmenn F.Í.S. hefðu fengið styrki síðastliðin 3 ár 34 til 77% af þeirri upphæð er greitt var þeirra vegna til sjóðsins. Starfsmenntunarsjóðurinn starfar sam- kvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra gaf út 15. júlí 1981. Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum mönnum. Tveir eru skipaðir af fjár- málaráðherra, Lárus Ögmundsson formað- ur sjóðsins og Birgir Guðjónsson og tveir eru skipaðir af B.S.R.B. þeir Ágúst Geirs- son gjaldkeri sjóðsins og Tómas Sigurðsson. Sverrir Skarphéðinsson fjallaði um styrkt- arsjóð F.Í.S. Hann sagði frá því að á aðal- fundi F.Í.S. 1933 hefði Andrés G. Þormar þáverandi formaður lagt fram eftirfarandi tillögu: I. „Aðalfundur F.Í.S. samþykkir að félag- ið stofni styrktarsjóð er hafi það ætlun- arverk að styrkja meðlimi félagsins þeg- ar þörf er á bæði í veikindum, bágum Sverrir Skarphéðinsson. heimilisaðstæðum og að taka þátt í út- fararkostnaði þeirra og nánustu ættingja ef sá kostnaður fellur á þá. Ennfremur hafi hann með höndum víðtækari styrkt- arstarfsemi eftir því sem ástæður leyfa og reglur hans kveða á um. II. Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd er sé stjórn sjóðsins yfir- standandi ár. Skal hún semja reglur fyr- ir sjóðinn og leggja fyrir næsta fund í fé- laginu.“ Sverrir sagði frá starfi sjóðsins á undan- förnum árum. Hvernig hann hefur styrkt fé- lagsmenn og þeirra nánustu í erfiðleikum. Á tveim síðustu árum hefði stuðningur við félagsmenn numið 3 millj. króna. Þessi upp- hæð hefur verið greidd til þeirra sem, létu af störfum, vegna jarðarfara, vegna langvar- andi veikinda, vegna ferðalaga til útlanda, vegna veikinda og aðrir styrkir. I stjórn sjóðsins eru Sverrir Skarphéðins- son, Sigurbjörg Haraldsdóttir og Helgi Hallsson. Grétar Guðmundsson ræddi um menning- ar- og kynningarsjóð F.Í.S. Hann sagði það sér sérstakt ánægjuefni að geta sagt frá því hvaða möguleika félagsmenn hefðu til þess að geta menntað sig. „Við getum farið á námskeið í Póst og símaskóla, í kvöldskóla, SÍMABLAÐIÐ 11

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.