Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 17
Kristjana H. Guðmundsdóttir. Þóra Kristinsdóttir. í hverju kjördæmi er svo starfandi örygg- isnefnd P & S sem í sitja tveir menn. Éinn frá P & S og einn frá starfsmönnum. Gunnar sagði það hlutverk nefndarinnar að skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað og hollustuhætti og öryggi innan P&S, fræða um það efni og hafa eftirlit með að reglum sé fylgt. Hann nefndi nokkur dæmi af störfum nefndarinnar svo sem að fara yfir teikningar af nýbyggingum og breytingum á húsnæði, athuga um atvinnusjúkdóma vegna rafstöðusviðs o.fl. o.fl. Gunnar benti á að best væri að hafa sam- band við einhvern úr nefndinni með bréfi ef fólk vildi t.d. láta athuga eitthvað í sínu um- hverfi sem það teldi að ekki væri eins og það ætti að vera. Kristjana H. Guðmundsdóttir ræddi um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Hann var stofnaður árið 1943 og meginhlut- verk að tryggja sjóðfélögum og fjölskyldum þeirra lífeyri. Kristjana vísaði til handbókarinnar þar sem fjölmörg góð dæmi væri að finna um út- reikning eftirlauna - en að öðru leyti vildi hún segja frá nokkrum atriðum varðandi líf- eyrissjóðinn. Iðgjöld til sjóðsins eru 10% af launum sjóðsfélaga. Launamaðurinn greiðir 4% og atvinnurekandinn 6%. Þegar kemur að greiðslu lífeyris úr sjóðnum er miðað við % af launum eins og þau eru hverju sinni í því starfi er sjóðfélagi gegndi. Kristjana rakti athygli á óánægju manna með það að lífeyrissjóðsgreiðslur skuli hafa áhrif á rétt manna til fullrar tekjutryggingar. I raun ættu allir að hafa sama rétt til fullrar tekjutryggingar. Almannatryggingakerfið væri jafnt fjármagnað af sköttum ríkisstarfs- manna sem annarra því ættu þeir sama rétt á greiðslum úr því og aðrir. Hún ræddi um rétt eftirlifandi maka og barna til lífeyris- greiðslna. Hún sagði frá því að árið 1980 hefði komið ákvæði inn í lögin um Lífeyris- sjóð starfsm. rík. um að þeir sjóðfélagar sem vinna vaktavinnu með reglubundnum hætti eigi rétt á greiðslum í sjóðinn af þess- ari vinnu og þar af leiðandi hærri greiðslum úr sjóðnum er þeir fara á eftirlaun. Miðað er við einn fastan launaflokk í þessu tilviki. Kristjana sagði að sjóðurinn gegndi tví- þættu hlutverki. Að greiða lífeyri og veita lán. Rétt á láni hafa þeir sjóðsfélagar sem greitt hafa til sjóðsins í 2lA ár miðað við fullt starf. Að lokum gat hún þess að margir sjóðs- félagar væru óánægðir með að ekki skuli vera send útskrift yfir inneign með reglubundnum hætti til sjóðsfélaga. Hún vildi hér með koma þessari athugasemd á framfæri. SÍMABLAÐIÐ 15

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.