Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18
Sigurbjörg Haraldsdóttir. Þóra Kristinsdóttir ræddi um Lánasjóð F.Í.B. Sjóðurinn var stofnaður árið 1931. Lán úr sjóðnum fengu upphaflega allir sem voru fastráðnir hjá Landssímanum og höfðu verið það í tvö ár. Tekjur sjóðsins voru XlZi eyrir af hverju heillaskeyti. Lán úr sjóðnum voru með tvennum hætti, skyndilán og fast- eignatryggð lán til lengri tíma. í stjórn sjóðsins eru Þóra Kristinsdóttir, Soffía Sveinsdóttir og Haukur Isleifsson. Lánsumsóknir eru teknar fyrir á fundi sem haldinn er einu sinni í mánuði og hægt er að veita 6 lán hverju sinni. í árslok 1990 skuld- uðu 103 einstaklingar sjóðnum. Vinnureglur eru einfaldar. Lán getur fé- lagi í F.Í.S. fengið hafi hann verið við störf í eitt ár og skuldlaus við sjóðinn. Sigurbjörg Haraldsdóttir er gjaldkeri sjóðsins og sér um bókhald hans. Sigurbjörg Haraldsdóttir ræddi úthlutun- arreglur vegna orlofshúsa. Hún sagði að síð- astliðin 10 ár hefði húsum verið úthlutað eft- ir punktakerfi svipuðu því sem féhgar okk- ar í Danmörku nota. Með því mi i er hægt að úthluta sumarhúsum á nokkuð auðveld- an hátt og hlutdrægnislaust. Kerfið er þannig að fyrstu 3 árin í félag- inu fær félagsmaður 2. punkta á ári en eftir það aðeins einn punkt á ári. Dæmi: Starfs- maður sem verið hefur 10 ár í F.Í.S. hefur Þór Jes Þórisson. 13 punkta enda hafi hann ekki fengið úthlut- að. Við hverja úthlutun dragast frá 4 punkt- ar. Vetrarúthlutun og herbergi í aðalhúsi við Apavatn eyða ekki punktum. Sigurbjörg nefndi nokkur dæmi til viðbót- ar. Hún sagði frá því að félagið ætti hús á fjórum stöðum á landinu. Við Apavatn 4 hús auk aðalhússins með fjórum herbergjum til leigu. í Munaðarnesi 3 hús, eitt í Vagla- skógi og eitt að Eiðum. Sumarúthlutun er frá 17. maí til 13. september. Hún gat þess að aðsókn að húsum félagsins við Apavatn hefði aukist mjög síðastliðinn vetur við það að hitaveita kom á svæðið. I úthlutunarnefnd húsanna eru: Þorsteinn Óskarsson, Sigurbjörg Haralds- dóttir og Soffía Sveinsdóttir. Sigurbjörg hvatti félagsmenn til að sækja um sumarhús á þann hátt að nefndin gæti orðið við óskum sem flestra. Það væri best gert með því að gefa kost á nokkrum vikum sem til greina kæmu en einni tiltekinni viku í sumarhúsum. Fyrirspurna- og umræðuþáttur Að lokinni kaffiveislu var gengið til um- ræðu og fyrirspurnarþáttar. Stuttar ræður voru fluttar og fjöldi fyrirspurna kom fram. Fyrirspurnum var aðallega beint til fyrirles- ara. Hér eru nokkur dæmi: 16 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.