Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 33
skólann og hafa þrír af þeim þegar lokið
sveinsprófi en alls hafa sjö lokið námi í þess-
ari grein og verður þeim afhent prófskírteini
hér á eftir.
Hvort sem nemar í rafeindavirkjun ljúka
námi hér í skólanum eða koma útlærðir frá
Iðnskólanum til starfa hér er sú tækni og
þau tæki, sem hér eru notuð, það umfangs-
mikil að þeir ganga ekki inn í þessi störf án
töluverðrar starfsþjálfunar og námskeiða.
Getur þetta einnig átt við fleiri tæknimennt-
aða starfsmenn sem hefja störf hér. Til þess
að hægt sé að uppfylla þessar kröfur verða
að vera til námskeið. Nú hafa verið settir á
stofn vinnuhópar frá hinum ýmsu deildum
til að semja slík námskeið. Þá var þegar til-
búið námskeið í mótöldum og hafa þegar
verið haldin þrjú slík námskeið sem taka
eina viku og verður það fjórða haldið á
næstunni.
Eftir rúmar tvær vikur hefjast umfangs-
mikil stjórnunarnámskeið hér á vegum skól-
ans, sem er til að byrja með ætlað æðstu
stjórnendum og millistjórnendum fyrirtækis-
ins og er það mjög svo mikilvægt að þeir
sem verða kallaðir á þessi námskeið mæti til
að fullnægjandi árangur náist. Til að byrja
með verða sex námskeið, sem verða haldin í
tveim aðskildum vikum. Þátttakendur verða
um eitt hundarð.
Fyrir nokkrum árum voru sett upp nám-
skeið fyrir skrifstofumenn og talsímaverði,
en nú hefur þetta nám verið endurskoðað
og verða samin samanþjöppuð námskeið,
sem þessum starfsmönnum verður boðið að
sækja. Þessi námskeið verða einkum í
tungumálum, bókfærslu, tölvum og ýmsu
sem varða nýjungar sem koma upp. Hér á
eftir verða afhent síðustu prófskírteini fyrir
þessa hópa.
Síðasta vetur og nú í vetur hafa verið
haldin svokölluð nýliðanámskeið sem eru
ætluð þeim starfsmönnum sem hafa komið
nýir til fyrirtækisins á árinu. Sú hugmynd
hefur komið fram að semja handbók um
starfsemi þessa fyrirtækis, stefnu þessa og
markmið ætlaða öllum starfsmönnum. Gæti
það haft í för með sér að nýliðanámskeiðin
styttust, en þau eru nú þrír hálfir daga eða
tólf kennslustundir.
Sá sorglegi atburður gerðist í maí á síðast-
liðnu ári að einn starfsmaður skólans Krist-
ín Guðjohnsen, fulltrúi, lést eftir tiltölulega
stutt en erfið veikindi og er mikill söknuður
af fráfalli hennar af þeim sem höfðu kynni
af henni, en hún var gamall starfsmaður
þessa fyrirtækis. En í hennar stað hefur ver-
ið náðinn nýr fulltrúi, Hrafnhildur Ólafs-
dóttir, býð ég hana velkomna til starfa.
Á síðasta skólaári voru nemendur sem
stunduðu nám eða sóttu námskeið sem voru
haldin í skólanum, eða á vegum hans, um
350. Stundakennarar voru um 63 og
kennslustundir um 4100. Þar fyrir utan var
svo kennsla í bréfaskóla
í dag verða afhent prófskírteini til eftir-
talinna hópa:
Póstnám I .............................24
Póstafgreiðslumenn ....................20
Yfirpóstafgreiðslumenn ................19
Símritarar ............................ 5
Yfirsímritarar ........................ 5
Símsmiðir (gamla kerfið) .............. 9
Skrifstofumenn ........................ 4
Skrifstofumenn framh.n.................12
Talsímaverðir ......................... 4
Talsímaverðir framh.n..................17
Rafeindavirkjar........................ 7
Símsmiðameistarar (þátttökusk.)........10
Samtals skírteini 136
Auk þessa verða send út 112 þátttökuskír-
teini til þeirra sem hafa sótt grunnnám-
skeið, eða tekið það í bréfaskóla.
Ég vil segja frá því að nýr námsvísir Póst-
og símaskólans kom út í haust og liggja ein-
tök hér frammi.
Að lokum vil ég óska þeim nemendum,
er taka við skírteinum í dag til hamingju
með þann áfanga sem þeir hafa náð á veg-
um skólans og gæfuríkrar framtíðar. Einnig
vil ég nota tækifærið og þakka öllum sam-
starfsmönnum bæði utan og innan Pósts og
síma gott og ánægjulegt samstarf á liðnu ári
og vona að svo verði í framtíðinni.
Þakkir
Innilegar þakkir og kveðjur færi ég sam-
starfsfólki mínu, sem gladdi mig með gjöf-
um og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Þorvaldsdóttir.
SÍMABLAÐIÐ 31