Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 8

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 8
smástraumslagnir, svo sem tölvulagnir, ör- yggislínu o.fl. Þetta gerðu rafverktakar í samvinnu við raflagnahönnuði. í fjórðu málsgrein 3. gr. 11. kafla laga um fjarskipti er tekið fram hverjir hafa heimild til að vinna að uppsetn- ingu og tengingu notendabúnaðar við hið opinbera fjarskiptakerfi. Viðurlög eru við broti á lögunum og vísast til 23. gr. X. kafla laga um fjarskipti. Rafverktakar hafa beitt ýmsum ráðum til að ná sínu fram. F.I.S. skrifaði þann 6.9. 1990 bréf til verkfræði- stofu Jóhanns Indriðasonar vegna brota á 3. gr. 11. kafla laga um fjarskipti vegna Tjarn- argötu 12 í Keflavík. Sett hefur verið á laggirnar nefnd á veg- um skólanefndar Pósts- og símaskólans til að vinna að menntunarmálum símsmiða með tilliti til löggildra iðnréttinda. SÍMAGJALDFRELSI 15. janúar 1991 skrifaði Framkvæmda- stjórn F.Í.S. bréf til póst- og símamálastjóra þar sem óskað er eftir viðræðum um reglur um símagjaldfrelsi starfsmanna Pósts og síma, sem gefnar voru út 3. mars 1970, svar hefur ekki borist. BÍLASTÆÐAMÁL 18. mars skrifaði Framkvæmdastjórn F.Í.S. bréf til póst- og símamálastjóra þar sem ósk- að er viðræðna vegna vandkvæða og kostn- aðarauka starfsfólks við bflastæði hjá Landsímahúsinu við Austurvöll. Svar hefur ekki borist. BREYTING Á LÖGUM í lögum sem sett voru á síðasta Alþingi um starfsmannamál o.fl. í kjölfar breyttra verkaskipta ríkis og sveitarfélaga er fjár- málaráðherra heimilt að fela einstökum rík- isstofnunum að annast framkvæmd kjara- samninga fyrir sína hönd. Á fundi Félagsráðs F.Í.S. 6. október sl. var samþykkt að vinna að því að stéttarfé- lögin hjá P & s semji beint við fulltrúa stofn- unarinnar um kaup og kjör enda fái hún rétt til slíkra samninga. Þess ber að geta að fjárhagur stofnunar- innar er mjög góður um þessar mundir. Lengi hefur það verið viðkvæði ráðamanna að vegna lélegrar afkomu sé erfiðleikum bundið að greiða starfsfólki mannsæmandi laun. Nú ætti sá þröskuldur að vera úr sög- unni. Á fundi Félagsráðs F.I.S. 5. nóvem- ber sl. var samþykkt ályktun um að starfs- menn njóti góðrar rekstrarafkomu stofnun- arinnar í bættum launakjörum. SKÓLAMÁL Nokkur breyting hefur verið gerð á náms- brautum talsímavarða og skrifstofumanna. Námið verður í framtíðinni í formi nám- skeiða án prófa. Verið er að vinna að breyt- ingum á námi símsmiða eins og fram hefur komið hér áður í skýrslunni. Þá hafa verið sett upp sérstök námskeið fyrir stjórnendur og endurmenntunarnámskeið fyrir tækni- menn. SUMARBÚSTAÐIR Rekstur sumarbústaða félagsins sl. ár var blómlegur að vanda. Árið 1989 var ráðist í það stórvirki að leggja hitaveitu í sumarbú- staði félagsins við Ápavatn. Með tilkomu hitaveitunnar er nú hægt að dvelja á Apa- vatni allt árið. Góð aðsókn hefur verið þar allt sl. ár og komast nú færri þar að en vilja. Alltaf er verið að endurbæta og laga stað- inn, þar er nú komið mini-golf og reist var þar loftlína á sl. ári sem minnisvarði um verkmenningu Símans. Fyrirhugað er að setja heita potta við hvert hús í sumar og gróðursettar verða nokkur þúsund plöntur eins og venja er á hverju ári. Bústaðurinn í Vaglaskógi hefur verið endurbættur verulega, enda er þar dýrðar- staður sem vert er að huga vel að. Félagið á 3 bústaði í Munaðarnesi og 1 á Eiðum. STARFSMANNARÁÐ Ný reglugerð um Starfsmannaráð Póst- og símamálastofnunarinnar var samþykkt og undirritað 21. febrúar 1991. Nokkrar breytingar eru í þessari nýju reglugerð, full- trúum hefur verið fjölgað og eru nú 11 en voru 8. Starfsmannaráð fjallar um þau mál er 6 SÍMABLÁÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.