Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 16
Auður Bessadóttir. Gunnar Þórólfsson. hefði sett reglur í handbókina sem birst hafa í stjórnartíðindum um skilmála slysatrygg- inga vegna slysa sem ríkisstarfsmenn verða fyrir í starfi og utan, ásamt farangurstrygg- ingar starfsmanna á ferðalögum. Hún sagði þessar reglur þokkalega læsilegar þannig að hún myndi aðeins draga út nokkra áherslu- þætti og nefndi hún eftirfarandi. REGLUR VEGNA SLYSA SEM STARFSMENN VERÐA FYRIR í STARFI ★ Starfsmenn eru slysatryggðir fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku. ★ Tryggðir eru fastir og lausráðnir starfs- menn enda starfið talið aðalstarf. ★ Menn eru tryggðir á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar og frá vinnustað til heimilis. ★ Starfsmenn eru ekki tryggðir ef þeir eru að sinna einkaerindum í vinnutíma utan vinnustaðar. ★ Starfsmenn eru ekki tryggðir ef þeir eru á bakvakt heima en tryggingin hefst með útkalli. ★ Bætur greiðast því aðeins að slysið sé aðalorsök þess að sá sem tryggður er deyr eða missir varanlega starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. ★ Ekki eru greiddar bætur fyrir fótbrot t.d. nema um varanlega örorku sé að ræða. ★ Slasaða ber að leita læknis strax eftir slys. ★ Tilkynna skal slys eins fljótt og unnt er. ★ Heimilt er að láta trúnaðarlækni skoða þann slasaða. ★ Reglur þessar eiga við um slys sem áttu sér stað frá og með 1. apríl 1989. Auður vék einnig að reglum vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs og reglum um farangurstryggingar starfsmanna og vísast til handbókar í þeim efnum. Gunnar Þórólfsson ræddi um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ör- yggisnefnd hefur verið starfandi hjá Pósti og síma síðan 1986. Gunnar vék að aðdraganda þess að nefndin var sett á laggirnar. Lög frá 1980, áskorun frá Landsfundi F.Í.S. 1984 um að slík nefnd yrði til hjá Pósti og síma. Hann nefndi vandkvæði við undirbúning vegna umfangs P & S. Svo var það 25. mars 1986 að fyrsti fundurinn var haldinn í örygg- isnefndinni sem skipuð er eftirtöldum: Fyrir u P & S Inga Svava Ingólfsdóttir “ Sverrir Skarphéðinsson F.Í.S. Gunnar Þórólfsson P.F.Í. Sigríður Hansdóttir BHMR Kristinn Einarsson ASI Jason Jóhann Vilhjálmsson 14 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.