Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 35
Fréttir......................................................
Hér eru birtar tvær reglugerðir. Um þær eru fjallað lítillega í leiðara biaðsins. Að öðru
leyti skýra þessar reglugerðir sig sjálfar.
REGLUGERÐ
um Póst- og símamálastofnun, skipulag og verkefni
1. gr.
Póst- og símamálastofnun er sjálfstæð stofnun, sem fer með framkvæmd póstmála, síma- og annarra fjarskipta-
mála.
2. gr.
Stjórn Póst- og símamálastofnunar er í höndum póst- og símamálastjóra undir yfirstjórn samgönguráðherra.
Hann stjórnar stofnuninni í samræmi við stefnumörkun, sem felst í lögum, reglum og fyrirmælum æðri stjórn-
valda.
3. gr.
Starfsemi Póst- og símamálastofnunar greinist í meginatriðum í stjórnunarhluta og rekstrarhluta.
Stjórnunarhluti stofnunarinnar skiptist í fjögur aðalsvið og rekstrarhluti hennar í sex póst- og símaumdæmi.
Hverju aðalsviði stjórnar framkvæmdastjóri, en umdæmisstjóri hverju umdæmi.
Starfsemi aðalsviða skiptist í samræmi við skipurit Póst- og símamálastofnunarinnar, sem ráðherra staðfestir
hverju sinni.
Einn af framkvæmdastjórum aðalsviðs skal jafnframt starfi sínu sem framkvæmdastjóri gegna stöðu aðstoðar-
póst- og símamálastjóra.
4. gr.
Stjórnunarhluti Póst- og símamálastofnunarinnar greinist í fjögur aðalsvið: fjarskiptasvið, fjármálasvið, póst-
málasvið og umsýslusvið.
Framkvæmdastjórar aðalsviða marka stefnu stofnunarinnar, vinna að áætlanagerð, eftirliti, almennum fyrirmæl-
um og öðrum heildarstefnumálum.
Helstu deildir og verkefni hvers aðalsviðs eru sem hér segir:
1. Fjarskiptasvið: Fjarskiptasvið skiptist í eftirtaldar deildir: Markaðsdeild, notendabúnaðardeild, radíódeild,
sambandadeild og símstöðvadeild.
Helstu verkefni eru: Mál sem lúta að fjarskiptaþjónustu stofnunarinnar. Skipulag og áætlanagerð, val á tækni-
búnaði og pantanir. Uppsetningar og eftirlit með rekstri fjarskiptakerfa, m.a. með símstöðvum, jarðsíma-, radíó-,
fjölrása-, útvarps-, boð- og gagnakerfum, svo og öðrum tæknikerfum, sem stofnuninni er falið að vinna að. Val,
innkaup og markaðsfærsla á notendabúnaði. Tölvumál fjarskiptakerfa. Fjölþjóðasamskipti um fjarskiptamál.
Markaðsmál fjarskiptaþjónustu, símaskrá, útgáfa starfsreglna, fyrirmæli og eftirlit með framkvæmd fjarskiptaþjón-
ustu.
2. Fjármálasvið, Fjármálasvið skiptist í eftirtaldar deildir: Aðalbókhald, aðalfjárvörslu, hagdeild og hagræðing-
armál og innkaupa- og birgðadeild.
Helstu verkefni eru: Fjárhags- og greiðsluáætlanir stofnunarinnar, samantekt og samræming áætlana allra deilda
vegna rekstrar og fjárfestinga. Rekstrareftirlit, hagræðingarmál og hagkvæmnisútreikningar. Gjaldskrármál. Aðal-
bókhald og uppgjör erlendra viðskipta. Fjárreiður og innflutnings- og bankaafgreiðsla. Innkaup eða innkaupa-
heimildir, aðalbirgðavarsla og bifreiðarekstur stofnunarinnar.
SÍMABLAÐIÐ 33