Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 25

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 25
FRETTIR Þing BSRB Þing BSRB fer fram dagana 27. til 29. maí. Þar er fjallað um þau mál sem efst eru á baugi í launa-, kjara- og réttindamál- um ríkis- og bæjarstarfsmanna. Þar er einnig komin ný stjórn samtakanna., Fulltrúar FIS á þinginu eru þessir:, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Þorsteinn Oskarsson, Þorgerður Einarsdóttir, Bergljót Sigfúsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Haukur Isleifsson, Jette Jakobsdóttir, Óskar Ingimundarson, Sigurður L. Björgvinsson. Og til vara:, Garðar Hannesson, Brynjúlfur Erlingsson, Sigríður Helgadóttir, Sigmar Bjarnason, Ómar Sveinsson, Hrefna Kristindóttir, Anna M. Guðmundsóttir, Trausti Haraldsson, Einar Einarsson. Sbl. 100591 Tímamót í kjaramálum Samstarfsnefnd fulltrúa launadeildar fjár- málaráðuneytisins og FIS hefur starfað á undanförnum árum við að afgreiða launa- mál einstaklinga og hópa innan FÍS. M.a. vegna breyttra og nýrra starfa á samnings- tímanum. Nú hefur sú breyting orðið á að fyrst um sinn verður fjallað um mál einstaklinga af samstarfsnefnd með fulltrúum P&S og FÍS. Fyrsti fundurinn af þessu tagi var 12. apríl s.l. Oft hefur verið rætt um að samningar færu til ríkisfyrirtækja. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það - en þetta gæti verið fyrsta skrefið í þá átt. Það mun tím- inn leiða í ljós. Sbl. 100591 Dagvinnan dugi! Samningar F.Í.S. og ríkisins eru lausir 31. ágúst. í sumar verður unnið að nánari útfærslu kröfugerðar félagsins. Heildar- stefnan er skýr: „Mannsæmandi kaup fyrir 8 stunda vinnudag". Það er Ijóst að félagið er tilbúið að semja um bætt kaup og kjör á hvern þann hátt sem að gagni má koma fyrir félagsmenn. Til að ná því markmiði hafnar félagið engum leiðum fyrirfram. Sjáið nánar leiðara um þetta efni. Sb. 100591 Handbók FÍS Á ráðstefnu FÍS 20. apríl var lögð fram handbók fræðslunefndar félagsins. Þessi bók er til á skrifstofu félagsins og geta þeir félagsmenn sem þess óska fengið hana senda. I handbókinni eru flestar þær upplýsing- ar er að gagni mega koma fyrir félagsmenn varðandi kaup, kjör og ýmis réttindi. Með handbókina og Símablaðið við hendina eiga félagsmenn að standa vel að vígi varð- andi félagslegan fróðleik. Sbl. 100591 3,5% launahækkun l.Júní? í gildandi kjaasamningum FÍS er gert ráð fyrir 2% launahækkun 1. júní. Auk þess eigum við að fá bætur fari verðhækk- anir fram úr viðmiðunarmörkum og vegna bættra viðskiptakjara. Þegar þessi frétt er skrifuð (10. mai ’91) er útlit fyrir að laun eigi að hækka um 3,5% 1. júní. Sbl. 100591 SÍMABLAÐIÐ 23

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.