Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 36
3. Póstmálasvið: Póstmálasvið skiptist í eftirtaldar deildir. Póstmáladeild, póstgíróþjónustu og markaðsdeild.
Helstu verkefni eru: Mál sem lúta að póstþjónustu stofnunarinnar. Skipulag og áætlanagerð, ásamt eftirliti með
póstþjónustu og póstdreifingu. Póstflutningar. Eftirlit með rekstri póstmiðstöðva og viðskiptapósthúsa. Val og
pantanir búnaðar fyrir póstþjónustuna. Frímerkjaútgáfa, frímerkjasala og frímerkjavarsla. Póstgíró. Markaðsmál
póstþjónustunnar. Útgáfa starfsreglna og fyrirmæla um framkvæmd póstþjónustu og eftirlit með því að þeim sé
fylgt. Kvartanir og skaðabótamál. Erlend samskipti á sviði póstmála.
4. Umsýslusvið: Umsýslusvið skiptist í eftirtaldar deildir: Starfsmannahald, póst- og símaskólann, fasteigna-
deild, tölvuþjónustudeild og reiknistofu.
Helstu verkefni eru: Almenn tölvuráðgjöf og þjónusta. Rekstur teiknistofu. Skipulag og áætlanagerð varðandi
starfsmannamál, fræðslumál, byggingu og umsýslu fasteigna. Almenn þjónustumál innan stofnunarinnar. Bóka-
safn. Póst- og símaminjasafn. Skipulag skjalasafna og mötuneyta. Trésmíða- og rafmagnsverkstæði.
5. gr.
Aðalendurskoðandi og upplýsingafulltrúi heyra undir póst- og símamálastjóra.
6. gr.
Fjarskiptaeftirlit, þ.m.t. reglugerðir um fjarskipti, tegundaprófanir og viðurkenning notendabúnaðar svo og
annars fjarskiptabúnaðar, sem um eru settar sérstakar reglur, radíóeftirlit og leyfis- og tíðniúthlutun heyra til sér-
deildar undir stjórn póst- og símamálastjóra og samgönguráðuneytis.
7. gr.
Rekstrarhluti stofnunarinnar skiptist í sex póst- og símaumdæmi.
Umdæmi I nær frá mörkum Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu að mörkum Dalasýslu og Austur-
Barðastrandasýslu, að undanskildu höfuðborgarsvæðinu (svæðisnúmer 91), umdæmi II þaðan að mörkum
Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu, umdæmi III þaðan að mörkum Norður-Þingeyjarsýslu og Norður-Múla-
sýslu, umdæmi IV þaðan að mörkum Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, umdæmi V nær yfir rekst-
ur símaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og undir umdæmi VI fellur rekstur póstþjónustu á höfuborgarsvæðinu,
ásamt öllum póst- og símaafgreiðslustöðum, öðrum en söludeildum umdæmis V.
Umdæmisstjórar hafa hver í sínu umdæmi stjórn og eftirlit með rekstri póst- og símstöðva, tæknimála, verk-
stæða, húseigna og birgðastöðva, svo og með öðrum rekstri sem þeim er falinn samkvæmt samþykktum rekstrar-
áætlunum, starfsreglum og fyrirmælum viðkomandi aðalsviðs hverju sinni.
Umdæmisstjórar skulu gera rekstraráætlanir fyrir umdæmi sín.
8. gr.
Öllum stjórnendum Póst- og símamálastofnunar ber, hverjum á sínu sviði, að vinna að góðu skipulagi og hag-
kvæmum rekstri og fylgjast vel með nýjungum, sem til framfara horfa.
Þeim ber að leggja fyrir póst- og símamálastjóra tillögur sínar og ábendingar um endurbætur á sínu sviði og hafa
nána samvinnu sín á milli um sameiginleg mál.
Stjórnendum stofnunarinnar er heimilt að mynda sérstakar árangurseiningar í starfsemi hennar, ef þær eru tald-
ar leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri.
9. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 36/1977, um stjórn og starfrækslu póst- og símamála,
sbr. lög um breytingu á þeim nr. 34/1987, staðfestist hér með til að öðlast gildi l.maí 1991, og birtist til eftirbreytni
öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi frá sama tíma reglugerð nr. 227, 3. júní 1976, um stjórn póst- og símamála.
Samgönguráðuneytið, 16. aprfl 1991
Steingrímur J. Sigfússon
Halldór S. Kristjánsson
34 SÍMABLAÐIÐ