Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 2

Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 2
F.v.: Hulda Lárusdóttir, Halldór Stefánsson, Magnús Ólafsson, Soffía Sveinsdóttir, Svan- hildur Sverrisdóttir, Friðrik Lindberg, Ingibjörg Hafberg, Unnur Laufey Jónsdóttir, Gísli Vilmundarson, Jette Jakobsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Alda Viggósdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigríður E. Helgadóttir, Haukur fs- leifsson, Sjöfn Sveinsdóttir, Rúnar Sveinsson, Astrid Jensdóttir, Jakob Tryggvason, Kjartan Sigurjónsson, söngstjóri og Sigurður Alfonsson. Mynd: Friðrik Lindberg Símakórinn - stofnaður 4. febrúar s.l. Það er draumur margra að syngja í kór og við í Langlínusalnum í Reykjavík erum engin undantekning þar á. Því var það, þegar Soffía, Jette og Grétar voru óvænt skipuð í skemmtinefnd F.Í.S. á félagsráðsfundi í nóvember s.l., að Sigríður E. greip það á lofti og sagði að réttast væri að stofna símakór. Við fórum fljótlega að leita að stjórnanda en það gekk illa og vorum við orðin vonlítil, þegar Ragnhildur, formaðurinn okkar, mundi allt í einu að hún þekkti einn. Þetta var Kjartan Sigurjónsson, organisti, mjög hæfur maður sem kom eins og engill og bjargaði heiðri okkar. Símakórinn var svo stofnaður 4. febrúar 1991 og í honum eru 25 símamenn. Frumraun okkar var á árshátíðinni, sem haldin var í Sigtúni 2. mars s.l. Okkur var mjög vel tekið og virtust símamenn dálítið hissa, en ánægðir með okkur. Óneitanlega hressir þetta upp á félagslífið í félaginu okkar og er það vel. Nú fara sumarfríin í hönd, en við byrjum aftur af fullum krafti í haust. Það er ótrúlega gaman að syngja í kór og hvetjum við fleiri símamenn til að koma og vera með. Soffía Sveinsdóttir, Sigríður E. Helgadóttir FORSIÐAN Myndin er frá Vestmannaeyjum. Fremst á myndinni er Stóraklif, en þar hefur Póstur og sími haft aðstöðu um langt árabil fyrir sín radíósambönd. Mynd: Mats Wibe lund.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.